Læknaneminn - 01.10.1987, Qupperneq 40

Læknaneminn - 01.10.1987, Qupperneq 40
un ensíma úr meltikornum (e. lysos- ome), aukinni myndun „súperoxíð" róttæklinga) og „mekanísku“ áhrif- um (þ.e. með því að styrkja þau tök sem átfrumur hafa á bráð sinni) sem í þessu fólust. Nú hefur komið á dag- inn að klofningarviðtakarnir miðla ekki þessum lífefnafræðilegu áhrifum en með því að auka samloðunar- krafta milli baktería og átfruma, stuðla þeir að aukinni samleitni halahluta G mótefna og Fc-viðtaka í frumuhimnu átfrumna og þannig eru þessi áhrif til komin.3 Þriðja rannsóknartímabilið og það sem stendur enn, hófst með ein- angrun C3b/C4b viðtakans. Sá þýð- ingarmikli áfangi byggðist á nýrri tækni til þess að einangra, hreinsa og auðkenna lífrænar sameindir í lágum styrk. Nú hafa þrjár viðtakagerðir fundist til viðbótar. Allir þessir við- takar eru prótín sem sykruhópar hafa tengst (e. glycoprotein). Vegna þess að hver þessara viðtaka binst fleiri en einum klofningarbindli (e. complement ligand), eru þeir ekki lengur nefndir eftir þeim klofningar- þáttum sem þeir bindast heldur kall- ast þeir: CRl, CR2, CR3 og CR4 (CR = Complement Receptor) og eru tölusettir í þeirri röð sem þeir uppgötvuðust. Ekki eru allir á eitt sáttir um að CR4 sé sérstök viðtaka- gerð. En hann er tiltölulega nýfund- inn og frekari rannsóknir eiga eftir að skera úr um það. Um frumudreifingu þessara við- taka og bindil-eiginleika vísast til töflu 1. — Hér eftir verður umræðan einskorðuð við CRl á rauðum blóð- kornum. D. Klofningarkerfið hef- ur áhrif á þéttnirnælingar á mótefnafléttum í blóð- vatni Ekki er hægt að segja skilið við klofningarkerfið án þess að geta þess, að þær aðferðir sem venjulegast eru notaðar við mælingar á þéttni mót- efnafléttna í blóðvatni, eru í grund- vallaratriðum rangar. Slfkar mæling- ar eru gerðar til að meta ástand sjúklinga með fléttusjúkdóma. — Þessar mæliaðferðir eru rangar því þær taka ekki tillit til þeirra efna- hvarfa, sem eiga sér stað milli mót- efnafléttna, klofningarþátta og klofn- ingarviðtaka eftir að blóðsýni eru dregin. Við meðhöndlun sýnanna er 1 Kornfruma er þýðing Ensk-fslensku orðabókarinnar sem Örn og Örlygur gáfu út í Reykjavík 1984, á enska orðinu granulocyte. 3 Blóðgleypill er þýðinga á enska orð- inu Monocyte. (Helgi Valdimarsson. nefnilega ekki komið í veg fyrir þær breytingar á gerð mótefnafléttnanna (sjá framar), sem verða í nærveru klofningarþátta. Jafnframt eru allar líkur á því að mótefnafléttur sem bundnar eru CRl (á frumum) losni, þegar klofningarþættir í sýninu eru uppurnir, fyrir tilstilli þáttar I (sjá aftar). Það er því ekki að undra, hve illa hefur gengið að finna fylgni milli niðurstaðna úr ofangreindum mæli- aðferðum og raunverulegs gangs Læknaneminnn mars 1974. (Sjá heim- ildaskrá)). 3 Netfruma í eitli er þýðing á ensku dendritic reticulum cell. (Helgi Valdimarsson. Læknaneminn mars 1974. (Sjá heimildaskrá)). TAFLA 1. Sýnir bindisértækni (e. ligand specificity) og sameindaþunga fjögurra gerða klofningarviðtaka, sme bindast fastbundnum umbrots- efnum C3. Þeir eru CRl, CR2, CR3 og CR4 og aftasti dálkurinn sýnir, hvaða frumugerðir hafa þessa viðtaka í frumuhimnu sinni. VIÐTAKA- BINDIL- SAMEINDA- VIÐTAKINN GERÐ SÉRTÆKNI ÞUNGI HEFUR FUNDIST CRl VIÐTAKANS VIÐTAKANS Á ÞESSUM FRUMUM C3>C4b 4 undir- rauð blóðkorn, >iC3b flokkar: kornfrumur', C3i, C3c 160K, 190K B-eitilfrumur, CR2 220K, 250K suraar T-eitil- frumur, blóðgleyplar2, „podocytes" í nýrum og netfrumur’ í eitlum iC3b=C3dg >C3d 140K B-eitilfrumur CR3 »C3b iC3b, S. tvær keðjur Stórkirnungar og cerivisae, 165K a-keðja vefjagleyplar, r.blk. úr 95 K þ-keðja kornfrumur, NK- CR4 kanínum, S epiderm- idis frumur iC3b=C3dg tvær keðjur: Stórkirningur og >C3d 150K a-keðja vefjagleyplar, 95K (3-keðja kornfrumur, NK- frumur? 38 LÆKNANEMINN 41987-40. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.