Læknaneminn - 01.10.1987, Side 51

Læknaneminn - 01.10.1987, Side 51
þeir mótefnafléttum sem ræst hafa klofningarkerfið og eru rauðu blóð- kornin einskonar ferjur í ofangreindu hreinsikerfi. Hins vegar hafa þeir bælandi verkun á klofnunarkerfið og draga úr myndun bólguhvetjandi efna; þ.e.a.s. CRl á rauðu blóðkorn- unum hafa samskonar hlutverk og þáttur H. — Þannig hefur í fyrsta skipti komið í ljós að frumubundin prótín geta haft áhrif á gang ferla sem gerast utan frumanna. Fínstilltir ferlar, sem grundvallast á óskertri starfsenri klofningarkerfis- ins, hefta staðbundna uppsöfnun og útfellingu ónæmisfléttna í vefjum og blóðrás. Þeir stuðla að myndun upp- leystra ónæmisfléttna sem ekki að- eins komast frá myndunarstað sín- um með einfaldri dreifingu (e. simp- le diffusion) heldur líka með því að bindast klofningarviðtökum á sér- hæfðum frumum. Til þess eru sterk- ar vísbendingar að þessir ferlar séu hluti af ofangreindu hreinsikerfi, enda hafa einstaklingar með arf- bundinn skort ákveðinna klofningar- þátta, margfalda tíðni fléttusjúk- dóma (einkum og sér í lagi SLE) í samanburði við fólk, sem hefur fulla getu til að draga úr vefjaskemmdum af völdum botnfallinna mótefna- fléttna. Uppgötvun þessa hreinsikerfis vakti fljótlega þá spurningu, hvort gallar í þessu kerfi gætu verið orsök fléttusjúkdóma (e. immune complex diseases). — I umfangsmiklum rannsóknum sem þessi spurning hratt af stað hefur það einmitt komið á daginn. Sjúklingar með rauða úlfa, iktsýki og fleiri sjálfsnæmissjúkdóma hafa margir galla í þessu hreinsi- kerfi. Eins og áður gat einkennast þessir sjúkdómar, af útföllnum mót- efnafléttum í blóðrás og vefja- skemmdum sem verða vegna kröft- ugra bólgusvara við eyðingu þeirra. Eins og oft vill verða í vísindum, vekur svar við einni spurningu margar aðrar. Það sem þyrfti nú að meta er hvort það er léleg binding ónæmisfléttna við CRl viðtakana á rauðu blóðkornunum eða ónóg bæl- ing klofningarkerfisins sem veldur hinum einkennandi vefjaskemmdum í þessum sjúklingum. Svar við þeirri spurningu sem og mörgum öðrum eiga tvímælalaust eftir að færa okkur nær orsök þessara dularfullu sjúkdóma. — Höfundur þykist þess fullviss, að áframhald- andi rannsóknir á klofningarviðtök- unum eigi eftir að auka skilning á meinsköpun og jafnvel orsök fléttu- sjúkdóma. Þar með gæti meðhöndl- un sjúklinga með ofangreinda sjúk- dóma orðið markvissari og árangurs- ríkari, en nú er. HEIMILDASKRÁ 1. Sören Sörensen. Ensk-íslensk orða- bók. Reykjavík: Orn og Örlygur, 1984. 2. Schifferli JA, Yin CN, Peters DK. The role of complement and its receptor in the elimination of im- mune complexes. N Engl J Med 1986; 315:488-95. 3. Ross GD, Medof ME. Membrane complement receptors specific for bound fragments of C3. Adv Im- munol 1985; 37:217-67. 4. Helgi Valdimarsson. Ónæmis- fræði. Læknaneminn 1974; 27(mar):29-39. 5. Helgi Valdimarsson, Guðrún Agn- arsdóttir. Samspil og stilliviðbrögð frumna í ónæmissvörum. Lækna- neminn 1979; 32(apr):24-32. 6. Helgi Valdimarsson. Starfsþættir og starfsemi frumubundna ónæmiskerfisins. Læknaneminn 1975; 28(des):54-61. 7. Siegel I, Liu TL, Gleicher N. The red-cell iramune system. Lancet 1981; 2:556-9. 8. Alberts B, Bray D, LewisJ, Raff M, Roberts K, Watson JD. The immune system. í: Molecular biology of the cell. New York: Garland Publishing Inc, 1983:951-1012. 9. Robbins SL, Angell M, Kumar V. Disorders of immunity. í: Basic pathology 3rd ed. Philadelphia: W.B. Saunders, 1981:177-219. 10. Hálfdan Ómar Hálfdanarson. Ensk-íslensk orðaskrá í líffræði. Reykjavík: Höf. 1981. 11. Roitt I. Interaction of antigen and antibody. í: Essential im- munology 5th ed. GB: Blackwell Scientiflc Publications, 1984:145-77. 12. Moller NPH. Fc-mediated im- mune precipitation. I. A new role of the Fc-portion of IgG. Im- munology 1979; 38:631-40. 13. Moller NPH, Steensgaard J. Fc- mediated immune precipitation. II. Analysis of precipitating im- mune complexes by ratezonal ultracentrifugation. Immunology 1979; 38:641-8. 14. Múller-Eberhard HJ. Chemistry and function of the complement system. í: Dixon FJ, Fisher DW ritstj. The biology of immunolog- ic disease. New York: HP Publis- hing Co Inc, 1983:128-38. 15. Schifferli JA, Woo P, Peters DK. Complement-mediated inhibition of immune precipitation. I. Role of the classical and alternative pathways. Clin Exp Immunol 1985; 47:555-62. 16. Schifferli JA, Steiger G, Schapira M. The role ofCl, Cl-inactivator and C4 in modulating immune precipitation. Clin Exp Immunol 1985; 60:605-12. 17. Schifferli JA, Peters DK. Comp- ement-mediated inhibition of im- mune precipitation. II. Analysis by sucrose density gradient ultra- centrifugation. Clin Exp Immun- ol 1982; 47:563-9. 18. Fujita T, Takata Y, Tamura N. LÆKNANEMINN ^987-40. árg. 49

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.