Læknaneminn - 01.10.1987, Qupperneq 53

Læknaneminn - 01.10.1987, Qupperneq 53
ÞaðerstandáGoddastöðumnúna. . . Kristín Briem læknanemi Faðir minn hefur alltaf brýnt fyrir okkur systkinunum að þegar maður segir frá, á að byrja á byrjuninni og skulu upphafsorð frásagnarinnar ætíð vera: Pað byrjaði allt áþví, að . . . T.d. byrja ferðasögurnar hans oftar en ekki á þessari setningu: Það-byrjaði-allt-á því-að-ég-gekk-út-úr-húsi-númer-þijátíu- og-níu-við-Boþþuhlíð-með-ferðatösku-í hendi . . . Og framhaldssögurnar sem hann sagði okkur í gamla daga! Við fengum aldrei að heyra framhaldið, því hann byrjaði alltaf aftur á byrjun- inni og hana man ég orð fyrir orð, enn þann dag í dag. Þess vegna gæti ég hæglega byrjað frásögn mína á fæðingardegi mínum, og vafalaust brennið þið í skinninu yfir að heyra allt um mína hamingju- ríku barnæsku, svo maður tali ekki um gelgjuna! Hins vegar læt ég þau ár bíða næstu frásagnar, en vind mér þess í stað yfir í söguna sem ég ætla að segja ykkur núna. Það byrjaði allt á því, að þeir neit- uðu mér um inngöngu í sjúkraþjálf- aranám í ÞRIÐJA SINN. Þá skyndi- lega rann upp fyrir mér ljós. Það var verið að hafa mig að leiksoppi! Þeir ætluðu hreinlega aldrei að hleypa mér inn. Það liggur í augum uppi að eng- inn neitar mér þrisvar án þess að vera að grínast. Þarna ákvað ég að ekki skyldu þeir fá tækifæri til þess að hafna umsókn minni í fjórða skiptið. Ónei. Nú yrði það ÉG sem svekkti þá! Það var kom- ið að þeim að gráta og gnístra tönnum af einskærri . . . spælingu. Auðvitað flaug mér ekki í hug að þeim væri ná- kvæmlega sama um hvað ég gerði. En bíðum við . . . átti ég þá aldrei neitt að læra? Viltu barekki Ureitthvað annað? spurði Perla vinkona mín Kolka. Ja, hvað getur maður gert? Ef við tökum sem dæmi mig, þá labbaði ég niður á skrifstofu og skráði mig í læknisfræði. Eigi veit ég svo ofboðs- lega gjörla hvað kom yfir mig, en ég hefvarið gjörðir mínar með einu orði: Augnabliksbrjálæði. Háskólagangan byrjaði á því að ég missti affyrstu vikunni. Fyrsti tíminn minn var þvíí raun annar tíminn . . .í verklegri efnafræði. Ekki mátti ég byrja fyrr en ég pungaði út kr. 1500 (krónur eittþúsundogfimmhundruð takk fyrir) fyrir allt gler sem ég kæmi til með að brjóta, en það gat ég ekki strax, því skrifstofan opnaði ekki fyrr en klukkan níu núllnúll. í klukkutíma sat ég og virti fyrir mér mannskapinn og öll tækin. Framandi voru tækin því við notuðum aldrei svona í mínum skóla (Verzlingur sem ég er). Mikið litu krakkarnir annars fagmannlega út! í hvítum sloppum og þó nokkuð margir notuðu gleraugu. Mikið um sjóndeþru í þessum árgangi hugsaði ég með mér, en allir virtust þó vita hvað þeir voru að gera. Klukkan sló níu, ég borgaði fyrir mitt óbrotna gler og tók til við fyrstu tilraun. Látum okkur sjá . . . þostulíns- deigla. Ekki hafði ég hugmynd um hvað deigla var, en rósótta bollastellið hennar mömmu átti að heita postulín. Ég Ieitaði í skápnum, en fann ekkert rósótt. Hvað var nú til bragðs að taka. Ég yrði víst að spyrja kennarann, en á sama tíma dylja fávísi mína. Fyrir- gefðu kennari. . . en það vantar deigluna í skáþinn. Hljómaði virkilega vel ... Nú, hérna er hún, beint fyrirframan nefið, haaa . . . mætti halda að ég þyrfti aðfá mér gleraugu . . . he he he. . .nú þau eru hérna líka takk. Hræðilegt-hræðilegt-hræði- legt. Það sem eftir lifði tímans kom vankunnátta mín betur og betur í ljós og duldist engum. Síst aföllum kenn- aranum. Þótt ég hafi reynt að koma með gáfulegar athugasemdir eins og: Amgrímur, þetta á ekki að líta svona út! eða sjáðu til A rngrímur eitthvað hefurgerst sem ekki átti aðgerast! Að minnsta kosti var kennarinn sammála mér í þeim efnum. Þannig byrjaði mitt læknisfræði- nám. Ekki á mjög uppörvandi hátt verð ég að segja, en undanfarnar vik- ur hef ég vitkast til muna þótt um það megi deila hvort það dugi til. Að sjálf- sögðu vona ég að framtíð mín í læknis- fræði endist a.m.k. fram á vor, en oft líður mér eins og Margréti Jónsdóttur á Goddastöðum forðum, er hún lýsti ástandi heimilisins á þessa leið: Það er stand á Goddastöðum núna, depinn eldurinn, kolyst í pottinum og Loftur liggur dauður inní rúmi. LÆKNANEMINN 44987-40. árg. 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.