Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 55

Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 55
36. Alþjóðaþing IFMSA Áslaug Gunnarsdóttir læknanemi IFMSA stendur fyrir International Federation of Medical Students As- sociation sem læknanemar frá 59 löndum eru aðilar að, þar á meðal íslandi. Samtökin voru stofnuð stuttu eftir síðari heimsstyrjöldina til að auka skilning og samvinnu milli þjóða. Aðalstarfsemin lengst framan af hefur verið umsjón stúdentaskipta. Síðustu árin hefur einnig verið að þróast samstarf á sviði grundvallar- heilsugæslu, flóttamannahjálpar, verndar gegn kjarnorkuvá og lækna- nemamenntunar. Arlega hittast fulltrúar allra aðild- arríkjanna og bera saman bækur sín- ar og ræða hugmyndir um hvernig efla megi starfsemi samtakanna og kjósa nýja stjórn. 36. ársþing IFMSA var haldið í ágúst síðastliðnum í Bel- grad í Júgóslavíu. Fyrir hönd ís- lenskra læknanema fór ég undirrituð ásamt Hörpu Rúnarsdóttur sem starfað hefur í stjórn Félags lækna- nema. Ætlun mín er að greina frá því helsta sem fram fór á ráðstefnunni og möguleikunum sem íslenskum lækna- nemum bjóðast til að taka þátt í starf- semi IFMSA. Kynningarkvöld Fyrsta kvöldið var formleg setning þingsins. Að loknum ræðuhöldum var öllum boðið upp á snakk. Þetta virtist dálaglegur hópur en lunginn úr hon- um gufaði upp fljótt og örugglega. Fyrr en varði voru aðeins eftir fulltrú- ar nokkurra þjóða, -já þegar betur var að gáð reyndust þriðja heims krakkarnir vera þrautseigastir. Svo sagði okkur hugur að mannshvörf þessi hlytu að eiga sér einhverja skýr- ingu sem kom og fljótt í ljós: Arið áður hafði komið upp misklíð vegna þess að nokkrar Evrópuþjóðir töldu samtökin eyða of mikilli orku í óarðvænleg viðfangsefni á kostnað stúdentaskiptanna. Kom þá upp sú hugmynd að stofna ný læknanema- samtök sem einbeittu sér að stúd- entaskiptum. Til að hanna hugmynd- ina betur hittust þessar þjóðir síðan aftur síðasta haust. Skýrsla var skrif- uð sem ætlunin var að kynna þarna í Júgóslavíu. Þegar a hólminn var komið, var sem eitthvert bakslag væri komið í mannskapinn - margir vildu meina að þeir hefðu aðeins viljað fylgjast með - en ekki fylgja tillögunum eftir. Um þetta var rætt fyrstu kvöld ráð- stefnunnar á lokuðum fundum. Ann- að kvöldið urðum við þess heiðurs að- njótandi að vera boðið að koma líka. Þeir sem þarna voru virtust margir hafa persónulegar ástæður til að stofna nýtt félag. Til dæmis hafði að- alforsprakki byltingarinnar oft boðið sig fram í embætti forseta IFMSA án árangurs. Reyndar var hann kosinn forseti þetta árið þegar hætt var við að stofna þessi klofningssamtök sem var þá greinilega líka alveg óþarfi. Umræður Sameiginlegar umræður allra þátt- takendanna voru samfleytt í þrjá daga. Aðafviðfangsefnin voru laga- breytingatillögur sem flestar fólu í sér að fleiri launaðir starfsmenn ynnu í þágu félagsins á aðalskrifstofunni í Austurríki. Um þetta var rökrætt fram og til baka. Að lokum kom einhver mætur maður með þá athugasemd að vegna lélegrar póstþjónustu víða í heimin- um hefðu lagabreytingatillögurnar ekki borist með nógu löngum fyrir- vara til allra þátttakendanna og alls ekki til sumra. Það þýddi að kosning- ar væru ólöglegar og umræðurnar féllu niður. Millilandapólitík blandaðist óvænt inn í umræðurnar einn daginn. Það kom til vegna þess að kvöldið áður hafði öllum verið boðið á sýningu á myndum frá flóttamannabúðum víða um heim, með upplýsingum um or- sakir og þróun mála þar. Að baki sýn- ingarinnar stóð flóttamannanefnd IFMSA sem samanstóð af fulltrúum frá Kuwait. Þegar við svo mættum á tilsettum tíma var okkur sagt að töf væri vegna óviðráðanlegra orsaka. Kvisaðist út að ástæðan fyrir seink- un sýningarinnar væri að ísraelar étt- uðust að eitthvað kynni að sjást á myndum af palestínskum flótta- mönnum sem varpaði skugga á þjóð þeirra. Þess vegna fór stjórn IFMSA fyrst að „ritskoða" sýninguna. Daginn eftir afsakaði einn mjög vel máli farinn ísraeli hversu sýningin hefði tafist af þeirra sökum. Síðan bauð hann Kuwaitmönnum sættir og allir urðu glaðir. Vinnuhópar Næstu tvo dagana voru starfandi nefndir sem fjölluðu um stúdenta- LÆKNANEMINN «987-40. árg. 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.