Læknaneminn - 01.10.1987, Qupperneq 56

Læknaneminn - 01.10.1987, Qupperneq 56
skipti, grundvallarheilsugæslu, flótta- mannahjálp, læknismenntun og kjarnorkuvá. Þar að auki var kjörin endurskoðendanefnd til að fara yfir bókhald IFMSA frá árinu áður. Ég tók þátt í starfi stúdentaskipta- og grundvallarheilsugæslunefndanna og segi því lítillega frá þeim. Harpa starfaði hins vegar með flóttamanna- og læknismenntunarnefndunum. Stúdentaskiptin í byrjun kynntu allir sig og höíðu stutta tölu um starfsemina í sínu heimalandi og helstu uppákomur á árinu. Frá Fróni var það að segja að í sum- ar kom hingað 21 skiptinemi frá ýms- um löndum. Hver um sig dvaldi hér í mánaðartíma og fylgdist með starf- semi einhvers spítalanna á höfuð- borgarsvæðinu á þeirri deild sem hún/hann kaus helst. í staðinn gafst jafn mörgum íslenskum læknanemum kostur á að fara til annarra landa í svipuðum erindagjörðum. Fæði og húsnæði fá skiptinemarnir að jafnaði sér að kostnaðarlausu og vil ég nota tækifærið og þakka þeim sem gerðu það mögulegt. Fyrir þá sem ekki geta farið út sjálf- ir er engu að síður skemmtilegt að kynnast því fólki sem kemur hingað og öllum er heimilt að taka þátt í þeirri félagsstarfsemi sem tengist skiptinemunum. Margir íslensku læknanemanna sem heima sátu síð- astliðið sumar voru skiptinemum inn- an handar og kynntu þeim íslenskan kúltúr. Meðal annars var farið í vel heppnaða Þórsmerkurferð sem Full- trúaráðið stóð fyrir í júlí. Skipti- nemarnir okkar hittu einnig skipti- nema á vegum Verkfræði- og raunvís- inda- og Viðskiptadeildar á þriðjudagskvöldum á Fógetanum og kynntust þeim - misnáið reyndar. Electiva var einnig á dagskrá en það er einskonar afbrigði af stúd- entaskiptum. Skiptineminn fær þá Mark, áhugasamur fulltrúi Bandaríkjanna og Kleopatra, fyrrvarandi aðalritari IFMSA storma áhugasöm á fund. markvissa kennslu erlendis sem er svo metin í hans heimalandi. Auðveldara er að taka electiva í klíniska hluta námsins þar sem meiri sveigjanleiki er í kennslunni. Sums staðar er þó einnig hægt að taka einhver verkefni sem heyra undir preklíniska hlutann. Ekki hafa íslenskir læknanemar farið ennþá sem electiva-skiptinemar á vegum IFMSA, en nokkrir hafa farið til Bretlands sem er ekki aðildarþjóð IFMSA. Vonandi eflast þessi skipti á komandi árum en það er fyrst og fremst undir áhuga okkar sjálfra kom- ið. Komið var inn á samskiptaörðug- leika innbyrðis á milli stúdentaskipta- stjóra sem háir bæði stúdentaskiptun- um og electiva og tillögur um úrbætur voru gerðar. Grundvallarheilsugæsla Sagt var frá starfsemi læknanema- félaga sem tengist eflingu grundvall- arheilsugæslu þar sem hún er fyrir hendi. Miðast hún í flestum tilfellum að því að gefa læknanemum kost á að fara í sveitahéruð og sjá aðbúnaðinn til læknisþjónustu (eða aðbúnaðar- leysið), og hjálpa til efsvo ber undir. Sömuleiðis þá er áhugi á að bæta þjónustuna sem veitt er í fátækra- hverfum stórborganna. Á ýmsum stöðum gefst okkur tækifæri til að taka þátt í þessari starfsemi og kynnast lækningum við frumstæð skilyrði. I Ankara í Tyrklandi er starfræktur sumarskóli sem öllum er heimilt að sækja. Þar eru grundvallaratriðin í heilsugæslu kennd og nú stendur til að færa út kvíarnar og leyfa þeim sem áhug hafa á, að skólanum loknum, að fara í frumstætt fjallaþorp í Tyrklandi og spreyta sig. f Bandaríkjunum er í gangi svo- kallað „HIPTIC" verkefni. Það eru 3—4 vikna námskeið fyrir læknanema annars vegar í fátækrahverfum stór- borga og hins vegar á verndarsvæðum Indíána í Appalachíafjöllum. Kostn- aðurinn er US $ 200 fyrir fæði og hús- næði en fargjaldið innan Bandaríkj- anna er greitt. Til Mexíkó gefst þeim sem lokið 54 LÆKNANEMINN %>87-40. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.