Læknaneminn - 01.10.1987, Side 61

Læknaneminn - 01.10.1987, Side 61
ingar er þeir fengu um sjúkdóm sinn og allt að helmingur sjúklínga töldu sig ekki fá nægilegar upplýsingar um lyf er þeim var gefið.3) í Svíþjóð töldu um 90% sjúklinga að fyrirkomulag heilbrigðisþjón- ustunnar og meðferð væri gott eða viðunandi. Frá Uppsalaléni kom fram að í könnun meðal 1200 manns voru um 30% ekki ánægðir með lyíjameðferð- ina. Nokkuð fara svörin eftir því hvernig spurt er. Um 25% sjúklinga höfðu leitað „náttúrulækna" og um 50% þeirra voru óánægðir með heil- brigðisþjónustuna.+) Niðurstöður Allflestir virðast vera sæmilega ánægðir með heilbrigðisþjónustuna á íslandi. Heilbrigðisþjónustan á ís- landi virðist alla vega ekki fá verri einkunn en í nágrannalöndunum og jafnvel heldur betri. Fólkið virðist treysta því að heilbrigðisstarfsfólkið gæti trúnaðar en greinilegt er að heil- brigðisstarfsfólk þarf að upplýsa mun betur um sjúkdóma en nú er gert. Þessar niðurstöður hafa þegar verið ræddar á fundi með héraðslæknum auk þess sem yflrlæknum deilda var skrifað í framhaldi af fyrri könnun- inni. Skólum heilbrigðisstétta verða kynntar þessar niðurstöður. Heimildir 1. Könnun á heilbrigðisþjónustu Landlæknisembættisins 1. des. 1985. 2. Spurningar um samskipti sjúkl- inga og starfsmanna heilbrigðis- stofnana. Félagsvísindastofnun Háskólans. Landlæknisembættið í mars 1987. 3. Upplýsingar frá T. Mörk á land- læknafundi Norðurlanda í apríl 1987. 4. Upplýsingar frá M.B. Sandlund á landlæknafundi Norðurlanda í apríl 1987. Vesturbæjar Apótek Á horninu á Melhaga og Hoísvallagötu Hefur á boðstólum Oll lyf Hjúkrunarvörur Snyríivörur og Hreinlætisvörur Opið alla virka daga kl. 9 til 18 Sími 2 22 90 LÆKNANEMINN ^987-40. árg. 59

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.