Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1987, Qupperneq 69

Læknaneminn - 01.10.1987, Qupperneq 69
Arsskýrsla Félags læknanema 1986-1987 Inngangsorð Ágætu félagsmenn og læknanemar. Nú fer annasömu starfsári félagsins senn að ljúka, en þá láta gamlir emb- ættismenn af störfum og nýir koma þeirra í stað til að takast á við þau margvíslegu verkefni sem komandi starfsár ber í skauti sér. Þannig er starfsemi félagsins viðhaldið ár frá ári. Á aðalfundi er uppgjörið, tækifæri til að ræða og gagnrýna starfsemi lið- ins árs í þeim tilgangi að miðla ný- kjörinni stjórn og embættismönnum af fyrri reynslu. Stjórnarskiptin fara nú formlega fram á þessum aðalfundi í dag en há- tíðlega í kvöld í hinni frægu og árvissu stjórnarskiptaveislu sem haldin verð- ur í Stúdentakjallaranum kl. 21.00. Svo sem áður er öllum fráfarandi og verðandi embættismönnum boðið til veislunnar. Allir þurfa á upplyftingu að halda og þar kemur félagið oftlega til sög- unnar með því að standa fyrir öflugu félagslífi til að veita mannlegum þörf- um okkar allra í félagslega viður- kenndan farveg. Oft fer þetta út fyrir farveginn og stundum algerlega úr böndunum en Hansi og fleiri hafa haft fyrir þessu ákv. formúlur í gegnum tíðina. En að þessu sinni er það stjórn og hópslysanefnd sem flautar til leiks. Öll okkar hér lesa læknisfræði sem er erfitt og torlesið fag, um það erum við öll örugglega sammála. Leggja þarf hart að sér en það þýðir ekki að maður þurfi að loka sig af við lestur í félagslegri einangrun. Hversu alvar- lega sem það hljómar er lífið ekki búið þótt maður sé að „læra til læknis“. Læknar þurfa að vera félagsverur og líta má því á eitt hlutverk félagsins að þjálfa verðandi lækna í mannleg- um samskiptum og gleðskap. Undan- farin fimm ár hafa haft að geyma ann- arsvegar suma leiðinlegustu og erfið- ustu en hins vegar suma þá skemmtilegustu og bestu daga sem ég hef lifað. Hefur þetta ekki síst verið að þakka þeirri fjölbreytni sem Félag læknanema hefur haft uppá að bjóða: böll, árshátíðir, ferðalög, íþróttamót, vísindaleiðangrar bæði innan- og ut- anlands, félagsfundir, fræðslufundir, fúlafélagsfundir og aðrar almennar helgar uppákomur í góðum félags- skap læknanema af öllum árgöngum. En öllu gamni fylgir nokkur alvara. Félag læknanema er ekki bara grín og gleðimannafélag, heldur mikilvægt hagsmunafélag þar sem fulltrúar fé- lagsins sitja í ráðum og nefndum læknadeildar, svo sem deildarráði og kennslumálanefnd en þar höfum við tækifæri til að hafa áhrif á gang allra mála er varða okkur beint eða óbeint. Félagið stendur fyrir umfangsmik- illi fræðslustarfsemi. Við skipuleggj- um fræðslufundi um það nýjasta af nálinni, gefum út merkilegt og virt fagtímarit, Læknanemann, sem er vinsælli meðal lækna og læknanema en Andrés Önd meðal barna. Einnig gefum við út fréttasnepilinn Mein- vörp, sem greinir frá öllu ]dví helsta sem er að gerast í félaginu dagsdag- lega. Með nýauknum tölvukosti fé- lagsins, en nú eigum við þrjár slíkar, á ég von á að útgáfa þess eflist til muna á komandi ári. Af framangreindu og eftir lestur ársskýrslunnar ætti að vera ljóst að um umfangsmikla starfsemi er að ræða. Félagið hefur dágóðum fjölda embættismanna á að skipa sem allir vinna að því sameiginlega markmiði að stjarna félagsins og læknanema skíni sem skærast. Að þessu sinni er ársskýrslan öllu viðameiri en verið hefur undanfarin ár. Höfum við ákveðið að hafa skýrslu þessa all ýtarlega, annarsvegar til að gera félagsmönnum almennilega grein fyrir störfum stjórnar og félags- ins skólaárið 1986-87 og hins vegar eins og áður er getið, að miðla nýkjör- inni stjórn og embættismönnum af fyrri reynslu. All ýtarlegar ársskýrslur fyrri stjórna hafa um síðir verið birtar í Læknanemanum en ekki fyrr en 6 og uppí 12 mánuði eftir aðalfund sem er að mínu mati allt of seint. Oft ber svo við að mikil vinna hefur verið lögð í ákveðin mál sem því mið- ur hefur ekki tekist að ljúka af ýmsum ástæðum. Með ítarlegri skýrslu frá- farandi stjórnar ætti að vera auðveld- ara fyrir nýkjörna stjórn að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Það er von okkar að skýrsla þessi verði ein- hverjum til gagns ogjafnvel nokkurs gamans. Virðingarfyllst, fyrir hönd stjórnar Helgi H. Sigurðsson formaður F.L. 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.