Læknaneminn - 01.10.1987, Page 72

Læknaneminn - 01.10.1987, Page 72
koðna niður og sætta okkur við orðinn hlut. Við læknanemar ieitum því til ykk- ar eldri og reyndari manna og spyrj- um hvernig getum við orðið að liði við að beina framtíðarstörfum okkar allra inn á skynsamlega braut. Numerus clausus er enn viðkvæmt mál meðal læknanema og alls ekki ali- ir sammála. Flestir eru þó sammála um að á einhvern hátt þurfí að tak- marka aðgang inn á fyrsta námsárið en ekki eru allir sammáia um að nu- merus clausus sé rétta leiðin. Við höfum bent á að takmörkun nemenda með ákveðinni lágmarks- einkunn sé betri leið. Nemendum finnst sárt að hafa uppfyllt faglegar kröfur sem læknadeild gerir, en sé svo meinaður aðgangur að öðru námsári. Mönnum virðist auðveldara að sætta sig við þá útskýringu að þeir hafi ein- faldlega ekki náð prófi. Vil ég benda á að háttur þessi hefur tíðkast í laga- deild í mörg ár. Ég er hins vegar efins að aðeins þeir sem hafa til að bera mestan lestrar- og samkeppnismetnað verði nauðsyn- lega þeir hæfustu og/eða best tilíollnu þegar til læknastarfa kemur. Mér er kunnugt um könnun sem gerð var um það hvernig námsmenn standa sig þegar út í lífið er komið miðað við frammistöðu í prófum. Reglan virðist vera sú að t.d. dúxar skipa sjaldnast toppstöður í þeim greinum sem þeir gefa sig að og beri samsvarandi minna úr býtum. Það virðist því sannað að mikil yfirlega og metnaður í bóklegu námi er ekki einhlítur til árangurs í starfi. Samkeppnispróf tekur engan veg- inn tillit til hinna margvíslegu og íjöl- breytilegu hæfileika sem þarf til að gera góðan lækni. Rétt er að minna á að hafa framangreint í huga þegar rætt er um ennþá meiri takmarkanir sem byggjast á einkunnagjöf einni saman. Best væri að velja einnig til okkar fólk sem hefur áhuga á fleiru en lestri þykkra textabóka. Fólk sem e.t.v. væri líklegt til að gefa sér tíma í ann- að, t.d. tíma til að vinna að hags- munamálum læknadeildar og þá lækna almennt. Að lokum vil ég vitna í grein sem Flalldór Steinsen skrifaði í Lækna- blaðið í janúar síðastliðinn: Sjálfstœði lœkna í starji, sókn í stað sinnuleysis. Ætla ég að leyfa mér að lesa upp brot úr henni þar sem mér finnst það viðeig- andi niðurlag á máli mínu: „Ymsum kann kannski að virðast sem hér sé harkalega spyrnt við fót- um. Sjálfsagt finnst einhverjum sem brot úr hans eigin himni hafi dottið á stélið á honum. Ég held samt að lækn- ar komist ekki undan að taka stöðu sína til ferskrar íhugunar vilji þeir ná fyrri reisn og fá áfram stúdenta af sama gæðaílokki inn í stétt sína. Gleymið ekki að allar breytingar kosta baráttu. Miklu auðveldara er í dagsins önn að láta reka á reiðanum.11 Námsstaðan á Isafirði Sem kunnugt er hefur F. L. fyrir vel- vilja Einars Hjaltasonar yfirlæknis á ísafirði haft námsstöðu á fjórðungs- sjúkrahúsinu þar í bæ frá því í febrúar 1986. Hefur þetta gengið vel í alla staði og hafa læknanemar verið ánægðir með þessa lærdómsríku dvöl, sem auk þess er launuð. En sá hængur er á, að skilyrðið fyrir því að við höld- um stöðunni er að við getum mannað hana allt árið um kring. En eins og margir hafa rekið sig á hefur því mið- ur gengið illa að fá deildina til að greiða leið þeirra sem áhuga hafa á að komast í þessa námsstöðu, með til- hliðrun á hinum ýmsu kúrsum. í febrúar ’87 var leitað til Einars Hjaltasonar í þeim tilgangi að biðja hann um að skrifa fyrir okkur greinar- gerð um námsstöðuna, fyrirkomulag hennar og reynslu, sem við gætum kynnt fyrir deildarforseta og forstöðu- mönnum kennslugreina í von um að þeir sýndu námsstöðu þessari meiri áhuga í framtíðinni. Sendi Einar greinargerð þessa og í bréfi sem fylgdi segir hann orðrétt: „Eins og ég segi í þessari greinargerð h'ófum oið hér á sjúkrahúsinu átt mjog ánagjulegt samstarf við lœknanema og vera þeirra hefur tvímœlalaust lífgað uþþ á starfið hér á sjúkrahúsinu. Vona ég að við getum fengið að halda þessari námsstöðu áfram í framtíðinni og sendi ykkur bar- áttukveðjur í viðleitniykkar á aðfá st'óður á fleiri st 'óðum. “ Gaman er fyrir okkur að fá svona viðurkenningu og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Greinargerðin var kynnt og rædd á deildarráðsfundi. Vakti hún athygli og varð til þess að auka skilning manna á námsstöðunni en ekki leiddi það þó til þess að forstöðumenn kennslugreina vildu stofna til sam- vinnu við okkur. Töldu þeir þetta ótímabært, en myndu hafa slíkt í huga við endurskipulagningu námsins í heild. Hingað til hafa deildarmenn oftast brugðið þeim vörnum við, að stúdentar séu of margir þegar tillögur um nýjungar eru bornar upp. Það nýjasta virðist vera að skýla sér á bak við væntanlega endurskipuiagningu námsins í heild, hvenær sem af henni verður. Við vonumst samt til að geta mannað stöðuna í framtíðinni með einhverjum ráðum. Þegar hér var komið til sögu töld- um við ekki fært að kanna möguleika á að koma á fót fleiri námsstöðum með sama fyrirkomulagi og á ísafirði. En með vorinu, í samvinnu við ráðn- ingarstjóra, var kannað hvort unnt væri að fá fleiri slíkar stöður yfir sumar- mánuðina. Yfirlæknir sjúkrahússins í Keílavík sýndi þessu áhuga, en ekkert varð úr. Hefur málið sennilega kaífærst í skriífinsku spítalaráðs þar í bæ. 70 LÆKNANEMINN ^987-40. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.