Læknaneminn - 01.10.1987, Page 74

Læknaneminn - 01.10.1987, Page 74
allra í gegnum fulltrúa sína í Háskóla- ráði, æðsta ráði háskólans. Undanfarin ár hefur smám saman verið komið á meiri og tryggari tengsl- um milli Stúdentaráðs og deilda- og skorafélaga. Því var á liðnum vetri tekin sú ákvörðun í stjórn Stúdenta- ráðs að boða til svokallaðra „for- mannafunda" í framhaldi af þeirri þróun sem hafði verið síðastliðinn vetur. Það er staðreynd að með slík- um reglulegum fundum er hægt að stilla saman strengina í mörgum mik- ilvægum málum og ekki síst fá fréttir af starfsemi í öðrum deildum. Fyrsti fundurinn í ár var haldinn 30. okt. Félag læknanema sendi að sjálfsögðu fulltrúa. Það mál sem bar hæst var „Drög að reglugerð Hátíðar- nefndar 1. desember". Voru flestir fundarmanna sammála um að kosn- ingar lista eins og verið hefur undan- farin ár til að skipuleggja hátíðarsam- komur og stúdentadansleiki hafi gengið sér til húðar. Það hefur sýnt sig að flestir stúd- entar hafa ekki áhuga að að gera 1. des. að bitbeini tveggja pólitískra fylkinga innan Háskólans á þessum hátíðisdegi allra stúdenta. Heldur ættu stúdentar að standa saman um sameiginleg hagsmunamál og ein- beita sér að því að halda dag þennan hátíðlegan í stað þess að rífast um „komma vs. kapitalista, Reagan vs. Gorbatsjov, EI Salvador vs. Afganist- an“ o.s.frv. Stjórn Félags læknanema sam- þykkti reglugerðina einróma. Fór þá fulltrúi félagsins á næsta „formanna- fund“ 6. nóv. með umboð stjórnar. Á fundi þessum var reglugerðin sam- þykkt með smávægilegum breyting- um. Auk þess var strax dregið um hvaða deildir skyldu skipa fulltrúa í Hátíðanefnd 1. des. næstu þrjú ár. í fyrra sáu fulltrúar frá lagadeild, viðskiptadeild og heimspekideild um hátíðahöldin og þótti takast vel. Mikil aukning var á þátttöku stúdenta í há- tíðarhöldunum frá fyrri árum. Fjöl- mennt var á hátíðarsamkomunni í Háskolabíói og 1. des. ballið á Borg- inni sló öll met. í ár 1. des. ’ 87 mun læknadeild, tannlæknadeild og raunvísindadeild eiga að skipa fulltrúa í hátíðarnefnd- ina og á ég von á að vel takist til, en eins og við öll vitum hefur læknadeild alkunnu gleðifólki á að skipa. Með þessu fyrirkomulagi gefst hin- um almenna nemanda í H.í. kostur á að taka þátt í skipulagningu hátíðar- halda þessa merka dags stúdenta. Vonast er til að þetta eigi eftir að auka áhuga og þátttöku allra og orðiðjafn- vel eins og í gamla daga þegar allir stúdentar fóru út að skemmta sér. Lesstofumálið Vegna náins samstarfs félagsins við Stúdentaráð H.í. á síðastliðnum vetri fengum við veður af fyrirhugaðri sölu Háskólans á lesstofu læknanema í Tjarnargötu 39. Forsaga þessa máls er að veturinn ’84—’85 stóð Háskólinn fyrir skoðanakönnun um sætanýtingu á lesstofum. Niðurstaðan var sú að offramboð væri á lesplássi. Vegna til- komu og opnunar Bókasafns Land- spítalans í tengslum við Háskólann taldi rektor læknanema ekki lengur þurfa á lesaðstöðunni í Tjarnargötu 39 að halda og lagði sölu þess fyrir háskólaráð. Töldum við bókasafn Lsp. ekki geta komið í stað lesaðstöðu TG, en auk þess að vera aðstaða til lærdóms hefur Tjarnargata 39 þjónað mikil- vægu hlutverki í félagslífi læknanema. Þar á meðal uppeldisstöðvar „Fúlafé- lagsins11. Var brugðið á það ráð að snara saman greinargerð um lesaðstöðu læknanema í heild þar sem við gagn- rýndum vinnubrögðin við gerð könn- unarinnar, gerðum grein fyrir sér- stöðu læknanema varðandi lestrarað- stöðu og mótmæltum kröftuglega fyrirhugaðri skerðingu án þess að önnur aðstaða kæmi í staðinn. Grein- argerð þessi var send rektor og Há- skólaráði sem síðan dró tillöguna um söluna til baka um óákveðinn tíma. Þar sem um lélegt húsnæði er að ræða gæti orðið af þessu síðar. Því þarf fé- lagið að hafa stefnu í þessum efnum og tel ég því rétt að birta eftirfarandi hluta greinargerðarinnar komandi stjórnum til stuðnings. Sérstaða læknanema varðandi lestraraðstöðu Við vekjum athygli á því að lækna- nemar þurfa að lesa mikinn fjölda fyr- irferðamikilla textabóka og atlasa sem ávallt þurfa að vera við hendina. Það er ávallt þörf á upprifjun grunn- faga við lestur klíniskra greina í seinni hluta námsins. Lokapróf byggist á sameinaðri þekkingu allra grunn- greina læknisfræðinnar sem þörf er á til almennra læknisstarfa. Ómögulegt er að flytja þennan bókakost með sér milli staða dag hvern. Verða því að vera til staðar aðstæður til geymslu þessara bóka. Sameiginleg lesstofa með föstum borðum, eða a.m.k. hill- um, leysir þetta mál og gerir kleyfa hina áralöngu hefð læknanema að sameinast um notkun á dýrari bók- um. Ályktun Mað framangreint í huga teljum við ekki réttlætanlegt að skerða frekar lesaðstöðu læknanema með sölu á Tjarnargötu 39, nema að önnur að- staða komi í staðinn. Bókasafn Lsp. fullnægir ekki að svo komnu máli þörf læknanema fyrir lespláss. Húsnæðið að Tjarnargötu 39 er í mjög slæmu ásigkomulagi, en þó teljum við að fyr- irhuguð sala hennar sé ótímabær. Við skorum því á Háskólaráð að fresta solunni um óákveðinn tíma þar til séð verðurfram á viðunandi lesaðstöðu í staðinn. Tillögur Við fögnum tilurð hins nýja bóka- 72 LÆKNANEMINN ^987-40. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.