Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 75

Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 75
safns Lsp. Hingað til hafa læknanem- ar haft takmarkaðan aðgang að lækn- isfræðibókasöfnum. Með fyrirhugaðir endurskipulagningu á kennsluhátt- um í læknadeild má gera ráð fyrir að fyrirlestrum fækki mikið, enda er það kennslufyrirkomulag úrelt orðið. Verður lögð aukin áhersla á sjálfstætt nám stúdenta. Bókasöfn verða því æ mikilvægari námsgagnabankar en verið hefur hingað til. Audio-visual kennslugögn verða ómissandi sér- staklega m.t.t. hinnar nýju kennslu- aðferðar sem er víða að ryðja sér til rúms í læknaskólum erlendis, svokall- að „problem approach" - eða „problem orientated learning“. Þetta mun leiða til aukinnar aðsóknar stúd- enta á læknisfræðibókasöfn, sem nauðsynlegur þáttur í námi þeirra. Oflun þekkingar með iestri tíma- ritsgreina um nýjustu framfarir í læknavísindum er orðinn mikilvægur hluti afnámi í læknisfræði. Aðstaða til ljósritunar slíkra greina er því alger nauðsyn. Þetta nýja bókasafn er stórt spor í framfaraátt, en fullnægir að svo komnu máli ekki þörf læknanema fyr- ir lesaðstöðu og kemur ekki í stað Tjarnargötu 39. Aukning á viðunandi lesaðstöðu í tengslum við bókasafn Lsp. til handa læknanemum gæti hugsaniega komið í stað Tjarnargötu 39. Þar sem hús- næðið að Tjarnargötu 39 er lélegt og við skiljum erfiðar aðstæður til við- halds á því, munum við ekki setjaokk- ur á móti sölu þess ef tryggt verður að andvirði sölunnar renni til fram- kvæmda á viðunandi aðstöðu í stað- inn. Má benda á að í upphaflegum teikningum af bókasafni Lsp. er gert ráð fyrir mun fleiri lesborðum en nú er fyrirhugað auk fundar og kafíiaðstöðu í tengslum við bókasafnið. Staða læknanema gagnvart bóka- safni Landspítalans í dag er sú að yfir- bókavörður og starfslið þar er okkur ákaflega vinveitt og vill allt fyrir okk- ur gera. Unnið er að því að lengja opnunartíma safnsins en utan þess getum við sótt lykla til vaktmanna. Hugmyndir eru uppi um vistlegri inn- réttingu lesstofunnar og með hillum til geymslu persónulegra bóka, en íjárveitingu skortir. Háskólasj úkrahúsið Landspítalinn - University Hospital - draumur eða veruleiki? A síðustu dögum í deildarráði bár- ust þau óvæntu tíðindi að bæði heil- brigðis- og mennatmálaráðuneytið væru búin að staðfesta formlega, að Landspítalinn væri kennslusjúkrahús Háskóla íslands. Væri það kjörið verkefni næstu stjórnar að beita sér fyrir útgáfu bæklings til að bera út þessar fregnir, sérstaklega á Land- spítalanum. Með honum mætti út- skýra tilgang og mikilvægi kennslu- stofnana almennt fyrir þeim sem ekki vita. Stúdentaskipti við Bretland F.L. stóð fyrir þeirri nýjung að stofna til stúdentaskipta við Bretland utan IFMSA, þar sem Bretar eru ekki aðilar að þessum alþjóðlegu samtök- um læknanema. Fóru fimm stúdentar í sumar, tveir af fjórða ári og þrír af fimmta ári, í skiptum fyrir stúdenta frá Sheffield og Southhampton. Þótti þetta takast vel og töldu íslensku stúdentarnir sig hafa lært mikið af þessu. Bresku stúdentarnir voru einn- ig mjög ánægðir með dvöl sína hér á landi. Þar sem þessi skipting grundvallast aðallega á umfangsmiklum bréfa- skiptum legg ég til að skipuð verði sérstök nefnd í tengslum við stúdenta- skiptastjóra til að annast þessi skipti því von er á framhaldi næsta sumar. Möguleikar eru á skiptum við Uni- versity of Edinburg og Leicester auk Sheffield og Southhampton. Stjórnarsamstarfið 12. grein laga Félags læknanema segir orðrétt: Formaðurfélagsstjórnar skal vera úr síðari helmingi námsins og er helsti formælandi félagsins út á við. Hann boðar stjórnarfundi og stýrir þeim. Einnig setur hann félags- fundi og skipar fundarstjóra og fund- arritara þeirra. Er þetta talsverð einfoldun á starfi og skyldum formanns gagnvart fé- laginu og Iangar mig hér að reyna að útskýra starf formanns og stjórnar svolítið nánar. Hlutverk stjórnar er að leggja línurnar í allri starfsemi félags- ins. Formenn hinna ýmsu nefnda og ráða eru ábyrgir gagnvart stjórn, en starfa þó sjálfstætt. Hlutverk for- manns er eins og að ofan greinir að boða stjórnarfundi, stýra þeim, hafa yfirsýn og samræma alla félagsstarf- semina eftir fongum. Til þess að þetta takist verður að vera gott og náið samband milli for- manns, stjórnar og formanna hinna ýmsu nefnda og ráða, þannig að sam- ræmi náist í hinni fjölbreyttu dagskrá. Nefndir sem vinna hver í sínu horni án samræmingar ieiða af sér óskapn- að. Auk þess að sitja í stjórn hafa sum- ir stjórnarmenn sín sérsvið sem þeir fást við en eru eins og aðrir ábyrgir gagnvart stjórn og skýra frá starfsemi sinni á stjórnarfundum. Það er því kostur að sem flestir mæti á stjórnarfundum til þess að upplýsa aðra og samræma aðgerðir. Hugmyndin um formannafundi mán- aðarlega er góð en í reynd líður of langur tími á milli þeirra til að gang verði af þeim, þar sem vikulega koma upp mál sem þarfað samræma. Helst þyrftu formenn að mæta vikulega og jafnvel á stjórnarfundina sjálfa. Gall- inn er hins vegar sá að fundartími myndi lengjast þar sem talsverður LÆKNANEMINN ?Í987-40. árg. 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.