Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1987, Qupperneq 77

Læknaneminn - 01.10.1987, Qupperneq 77
menn fúsir að vinna í þeim verkefnum sem fyrir lágu. Þó að hver stjórnar- maður hafi sitt sérsvið að hugsa um, vinna menn saman að mörgum mál- um. Þá er byrjað á að ræða málin á fundinum, og allir vilja leggja eitt- hvað til, og síðan gera menn mismikið í að tala við fólk og sjá um aðrar út- réttingar í sambandi við framkvæmd mála. Dæmi um svona sameiginleg verkefni eru: sala félagsskírteina, samning símaskrárinnar, kynningar- dagur Háskólans 19. okt., merki fé- lagsins úr tini, Söngbók F.L., útvarp og kælir útvegað á Suðurgötuna, les- stofumál, etc. etc. Onnur mál sáu menn um einir eða tveir til þrír sam- an. Nákvæmari skýrslur af því sem helst var á döfinni eru hér að aftan. Fundargerðir eru allar til í félags- heimilinu Suðurgötu 26b. Oftast fór mikið meiri tími heldur en sem svarar stjórnarfundasetunni í að leysa málin og aðalvinnan hjá flest- um okkar var fyrir utan stjórnarfund- ina. Ritari. Félagsfundir Aðalfundurinn og stjórnarskiptin voru 4. október 1986. Félagsfundir voru fjórir á starfsárinu. Auk þess var kynningarfundur fyrir 1. árs nema og kennslumálaráðstefna í febrúar. Aðalíundurinn Hann stóð samfellt í fimm tíma og viðstaddir voru nær eingöngu emb- ættismenn og verðandi embættis- menn F.L. * Ársskýrsla síðustu stjórnar var rædd og samþykkt. * Reikningar F.L. voru ræddir og líka samþykktir. * Ráðningargjöld voru ákveðin kr. 1000 fyrir læknastöðu á heilsu- gæslu, en kr. 600 á spítala. Menn í hjúkrunarstöðum greiði kr. 300 á mán. * Lagabreytingartillögur ýmsar tóku lengsta tímann. Þeim var öllum vís- að til næsta félagsfundar, nema einni. Sjá um frávísuðu tillögurnar í kaflanum um félagsfund 4. 12. Samþykkt var tillaga frá stjórn um sameiningu fræðabúrs og fræðslu- nefndar. „Fræðslunefndin“ nýja er eins mynduð og sú gamla var, en tekur nú að sér að sjá um fræðabúr- ið auk fyrra hlutverks. Formaður hennar er áfram í stjórn. * Kosnir voru embættismenn félags- ins næsta árið. * Nú hófust umræður um ýmis mál, og má lesa um það í fundargerðar- bók. * Síðast var vísa félagsins kyrjuð. Mæting félagsmanna á félagsfundi var dræm í vetur, sem og undanfarna vetur. Flestir voru 38 á febrúarfund- inum. Meinvörp flytja reynda núorð- ið mikið af vísdómi embættismanna F.L., en þar heyrist ekkert frá öðrum félagsmönnum. Og þó að úr því væri bætt geta þau aldrei orðið eins góður vettvangur skoðanaskipta og fjöl- mennir félagsfundir. Auk þess marka félagsfundir stefnu félagsins með til- lögum sem þar eru ræddar og sam- þykktar. Betri Meinvörp geta því ekki komið í stað fámennari félagsfunda. Krónískt fámenni á félagsfundum steingeldir félagið og vegur að tilveru- rétti þess! 4.12. 1987. Þessi fundur var upphaf- lega auglýstur 27. 11. en var frestað um viku. Aðalmál fundarins voru lagabreyt- ingartillögur, sem vísað hafði verið af aðalfundi. Þar var gert ráð fyrir fækk- un í stjórn F.L. og formannafundum mánaðarlega. Að lokum var sam- þykkt að fækka aðeins um einn mann í stjórn, ritstjóra læknanemans, en samt að halda formannafundina. Aðrar lagabreytingatillögur komu fram um að ráðningarstjóri sæti í stjórn, að stúdentaskiptastjóri færi úr stjórn og um Alþjóðanefnd F.L., sem heíði umsjón með erlendum sam- skiptum F.L. Tillagan um ráðningar- stjórann var felld og hinar voru ekki fullunnarsvo að fundurinn beindi því til tillögusmiðanna að halda áfram, sem starfshópur um máiið. Næst varð umræða um atvinnu- horfur lækna í tilefni af Málþingi L.í. um sama efni 12. 12. Svartsýni frekar ríkjandi á efri árum. Jón T.H. með tillögu um gerð og framkvæmd skoð- anakönnunar meðal Iæknanema á því hvernig þeim líst á framtíðina og hvernig þeir meta námið í deildinni í þvísambandi. Starfshópur myndaður á staðnum. Niðurstöður tilbúnar fyrir málþingið. Síðast voru umræður um fræðslu- herferð landlæknis gegn AIDS og hlutverk læknanema þar, sem virðist ætla að verða stórt. Hans J. Beck, læknanemi á 5. ári, sem einnig vinnur á skrifstofu landlæknis hefur með skipulagningu að gera hvað viðvíkur læknanemum. 29.1. 1987. Aðalmálið var kosning nýs ráðningarstjóra 5. árs. Guðni Ar- inbjarnar náði kosningu, en þrír voru í kjöri. Næst var kynning á vegum hóp- slysanefndar á fyrirlestri um sjúkra- flug og kynningu á þyrlu landhelgis- gæslunnar. Síðast kynnti Gunnlaugur Sigfús- son kennslumálaráðstefnu F.L. sem verða mundi í febrúar. Önnur mál voru engin frá félags- mönnum og því virtist sem að allt væri eins og best væri á kosið í deild- inni. Enginn hafði yfir neinu að kvarta. 19.2. 1987. Þetta var fjölmennasti fé- lagsfundurinn í ár, fyrir utan aðal- fund. Numerus clausus var ræddur og stefna félagsins ákveðin óbreytt, þ.e. LÆKNANEMINN «987-40. árg. 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.