Læknaneminn - 01.10.1987, Qupperneq 81

Læknaneminn - 01.10.1987, Qupperneq 81
Thor hf. og tapaði naumlega einum færri. Er því spurningin hvort áfengi og íþróttir fari ekki vel saman. Eftir þróttmikið starf um veturinn dró af nefndinni með vorinu og ekki varð af frekara móthaldi. F.h. íþróttanefndar, Kári Logason, 5. ári. Skýrsla Hópslysanefndar fyrir skólaárið 1986—1987 í janúar 1987 íluttu Jón Baldursson og Óskar Einarsson læknar á Bsp. er- indi um þyrluvakt lækna og Land- helgisgæslunnar. A eftir var farið og þyrlan skoðuð og hjálmarnir mátaðir. Mæting var góð, 30-40 manns. í apríl flutti Jón Baldursson fróðlegt erindi um aðkomu að slysstað. Farið var í mikilvæg atriði sem allir læknanemar þurfa að kunna. Góð mæting, aftur um 30-40 manns. Einnig voru í vetur heimsóttar aðalstöðvar Almanna- varna ríkisins og þær skoðaðar og kynnt starfsemi almannavarna. Mæt- ing var slæm, 5 manns. Æskilegt væri í framtíðinni að ofannefndum atrið- um verði komið fyrir inni í kennslunni í læknadeild, því að þau eru mjög mikilvæg og hagnýt fyrir læknanema. Fyrirhugað er að halda skyndihjálp- arnámskeið í október, sem heíð er komin fyrir og er aðallega ætlað 1., 2. og 3. ári. Ársskýrsla ráðninga- stjóra Á aðalfundi F.L. var Hjörtur Oddsson kjörinn aðalráðningastjóri en hann var af persónulegum ástæð- um að láta af störfum í desember og Gunnar Guðmundsson tók við til bráðabirgða þar til undirritaður var kjörinn á félagsfundi 29. jan. Kann ég þeim bestu þakkir fyrir þeirra starf. Veturinn ’86-’87 var nokkuð um afleysingastöður fyrir læknanema eða svipað og var veturinn áður, alls 31 staða sem voru 24 vinnumánuðir (ekki talin með námsstaða á Isaíirði). Skipting milli máanaða var þessi: okt. nóv. des. jan. feb. mar. apr. maí 33633238 Allar þessar stöður tókst að manna og flestallir sem vildu vinna gátu það. Nokkrum 5. árs nemum sem tóku sér frí til að vinna var meinað að fara í vorprófog þurftu að fara í haustpróf- CAVE. Lengi vel leit illa út með læknastöð- ur um sumarið en nokkuð rættist úr er nær leið. Ástæðan fyrir óvissunni var m.a. sú að kandidatar sem höfðp löngu ráðið sig hættu við á síðustu stundu vegna þess að þeir fengu betri stöður. Framboð á vinnu var nokkuð minna en sumarið ’86 mikið til vegna breyttra skattalaga, menn tóku sér minna sumarfrí, og aðrir framlengdu stöður sínar út árið. Heildarvinna um sumarið var sem hér segir: júní 49 vinnumánuðir júlí 15 vinnumánuðir ágúst 13 vinnumánuðir sept. 7 vinnumánuðir Af stöðum í júní voru tíu 3ja mán- aða stöður og nokkrar tveggja mán- aða, þannig að af þessum tölum er ekki hægt að ráða hve margir voru í vinnu í hverjum mánuði. Hér má nefna að F.L. buðust 2 læknastöður í Svíþjóð í skiptum fyrir eina hér heima en ekki var áhug læknanema fyrir þessu, aðallega vegna stutts fyrirvara og einnig vant- aði endanlegt svar frá Socialstyrelsen í Svíþjóð sem var þó góð von um að gæíi sitt samþykki. Athuga þarf þetta nánar með góðum fyrirvara fyrir næsta sumar. í heildina má segja að framboð á læknastöðum hafi ekki verið nóg því ekki fengu allir vinnu sem þess ósk- uðu. Hjúkrunarstöður sumarsins voru geysimargar, aldrei eins margar áður eða alls 177 vinnumánuðir, einungis tókst að manna 61 mánuð þannig að við þurftum að gefa margar góðar stöður frá okkur og kom það mjög illa við margan hjúkrunarforstjórann sem við höfðum gefið góðar vonir um mannskap. Af þessu má ráða að breyta þarfreglum F.L. um ráðningar í hjúkrunarstörf. Meinatæknastöður í boði voru 29 vinnumánuðir og mannafli fékkst í 6 mánuði! Hvað gera læknanemar á sumrin? Ráðningar skólaársins gengu stórá- fallalaust fyrir sig þó upp hafi komið umdeilanlegt mál. Að lokum við ég þakka Kristjáni Oddssyni og Magn- úsi K. Magnússyni ráðningarstórum 4. og 3. árs gott samstarf á árinu. Guðni Arinbjarnar. Skýrsla Fulltrúaráðs Að venju stóð Fulltrúaráð fyrir skemmtan og upplyftingu handa les- móðum læknanemum síðasta vetur, sem og fyrri vetur. Fyrsta verkefni fráfarandi ráðs var vísindaferð. Undir gunnfána vísinda og námfýsni var ekið í Stykkishólm. í Hólminum stendur spítali til dýrðar helgum Francisus, mynduglega rek- inn af nunnum reglunnar. Þær buðu hangiket og uppstúf, en læknarnir á staðnum sýndu læknanemum spítal- ann og heilsugæslustöðina, að ógleymdum Árna fréttaritara Helga- syni er söng gamanvísur við gífurleg- an fognuð. Um kvöldið splæsti bæjar- stjórn í kvöldverð ágætan. Er líða tók á nótt var haldið til húsakynna læj- ónsklúbbsins Kidda, þar sem dansinn var stiginn fram eftir morgni. Um há- degisbilið upphófst leit að bílstjóran- um og fannst hann undir borði í eld- húskróknum. Jólaballið var haldið að Hótel Loft- leiðum. Gleraugnakeppni var háð með glæsibrag. LÆKNANEMINN «987-40. árg. 79
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.