Læknaneminn - 01.10.1987, Page 82

Læknaneminn - 01.10.1987, Page 82
Árshátíðin fór fram á Broadway og fór í alla staði vel fram. Heiðursgestir voru Stefán Ólafsson háls-, nef- og eyrnalæknir og eiginkona hans. Skemmtiatriði voru í höndum lækna- nema sjálfra, enda óþarfi að leita lengra eftir talentum. Happ var dreg- ið á aðgöngumiða, ferð til Lundúna í verðlaun. Rétt er að geta Þórsmerkurferðar í júlímánuði sem farin var að forgöngu aðstoðarstúdentaskiptastjóra, en undirbúin af fulltrúaráði. Skálavörð- urinn í Húsadal heilsar orðið lækna- nemum innvirðulega á götu, svo mik- ils háttar þykir honum framganga vor síðastliðin sumur. Lokahnykkur starfsársins var kynningarballið í Hreyfilshúsinu um síðustu helgi. Að sögn þeirra sem komnir eru aftur heim til sín tókst það stórvel. F.h. Fulltrúaráðs, Hans Jakob Beck. Fræðslunefnd Samkvæmt 18. grein laga Félags læknanema skal fræðslunefnd skipuð 6 mönnum, einum af hverju ári og skal kosið til hennar á aðalfundi. Skal förmaður vera úr seinni hluta náms- ins og kosinn á aðalfundi. Fræðslu- nefnd skal halda a.m.k. fjóra fræðslu- fundi, sjá um bókakost félagsins, kvik- myndasýningar og fræðabúr F.L. Um fræðabúr er frekar kveðið á um í reglugerð. Þess má geta að pantaðar voru tvær mjög athyglisverðar bækur frá U.S.A. Önnur heitir „Computers in medicin“ og hin heitir „How to choose a medical speciality“. Nú á síðustu og bestu tímum á efni bók- anna inn á lesborð ílestra læknanema. Fræðslufundir síðasta vetrar voru með eindæmum vel sottir. Fyrsti fræðslufundurinn var haldinn 21.11. ’86. Þá fóru 36 gallvaskir læknanemar til Svartsengis og hlustuðu þar á frá- bæran fyrirlestur Jóns Hjaltalíns um Psoriasis. Á meðan Jón Hutti fyrirlest- urinn voru bornar fram kökur og kaffi drukkið með. Eftir erindið fóru þeir sem vildu í bað í bláa lóninu (hver man ekki eftir Hans Jakobi Krókodíl og KRÓKODÍLASUNDINU !!!). Um kvöldið var svo farið í partý til Ara „bara“ og dansað á Borginni fram á nótt. Næst var haldinn fræðslufundur 26.2. ’87. Þessi fundur var haldinn í Odda. Fyrirlesarar voru tveir. Það voru þeir Páll Skúlason prófessor við Heimspekideild og Sigurður Árnason onkolog með meiru. Um 80-90 manns hlustuðu á frábæran fyrirlest- ur þeirra félaga. Páll fjallaði almennt um siðfræði en Sigurður meira út frá sjónarhóli lækna og læknanema. Eftir fyrirlesturinn rigndi yfir þá spurning- um og var fundurinn mjög líflegur fyr- ir bragðið. Síðasti fræðslfundurinn var sér- stæður að því leyti að hann var hald- inn í samvinnu við hjúkrunarfræði- nema. Fundarefni var „Kynlífshegð- un“ og fyrirlesarar voru Högni Óskarsson geðlæknir og Hulda Guð- mundsdóttir félagsráðgjafi. Fundur- inn var haldinn í Hjúkrunarskólanum við Eiríksgötu fyrir fullu húsi. Sama var uppi á teningnum hér eins og á hinum fundunum, fyrirlesarar stóðu sig vel og eftir erindið voru þeir spurð- ir spjörunum úr. Síðast en ekki síst vil ég þakka stelpunum í „búrinu“ og öllum stjórnarmeðlimum fyrir stórskemmti- legt og gott samstarf á síðasta vetri. Með kærri kveðju frá formanni Fræðslunefndar, Stefán Hjálmarsson. Skýrsla formanns kennslumálanefndar F.L. Eftirfarandi greinargerð fjallar um það helsta úr starfi kennslumála- nefndar F.L. og kennslunefndar læknadeildar veturinn 1986-87. Þykir mörgum hún vafalítið langhundur hinn mesti en þannig þjónar hún þó best hlutverki sínu sem fróðleikur og stuðningur fyrir komandi kollega mína. Svo sem kunnugt er sitja í þeirri kennslumálanefnd sex fulltrúar, einn af hverju námsári og sitja þeir jafnan einnig fundi kennslunefndar lækna- deildar þar sem stúdentar eiga þrjú atkvæði á móti sex atkvæðum kenn- ara. Kennslunefnd hittist að jafnaði tvisvar í mánuði en kennslumála- nefnd F.L. fundaði nær vikulega í vet- ur og stundum daglega enda var sam- starfið þar bæði gott og skemmtilegt. Breytingar á heildar- skipulagi náms og kennslu í læknadeild H.í. Það mál sem bar hæst á síðastliðn- um vetri og tók hvað mestan tíma nefndarmanna var tvímælalaust um- ræðan um endurskipulagningu á náms- og kennsluháttum í læknadeild H.í. Það mál ætti að vera kunnugt öllum þeim sem með málunum fylgj- ast enda höfum við í kennslunefnd notað hvert tækifæri til að koma því á framfæri. Engu að síður munu nú meginatriði þess máls rakin, enda stórmál á ferðinni. Sú umræða hófst þegar á fyrsta fundi kennslunefndar Iæknadeildar í haust er forseti deildarinnar, Ás- mundur Brekkan, hóf máls á því sem læknanemar hafa reyndar löngum tönglast á, að tími væri til kominn að huga að endurskipulagi náms í lækna- deild. Er skemmst frá því að segja að læknanemar í nefndinni tóku vel und- ir þessa hugmynd Ásmundar og ásettu sér að vera vel með á nótunum í umræðunni frá upphafi. Höfum við lagt mikla vinnu í að kynna okkur þessi mál og hvernig slíku er fyrir komið m.a. í löndunum í kringum okkur og höfum við notið þar góðs af 80 LÆKNANEMINN 44987-40. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.