Læknaneminn - 01.10.1987, Qupperneq 83

Læknaneminn - 01.10.1987, Qupperneq 83
norrænu samstarfi sem kennslu- málanefnd F.L. tekur þátt í. Þetta mál hefur síðan verið rætt á nær hverjum einasta fundi kennslu- nefndar læknadeildar enda skildi hún hafa undirbúningsvinnu og yfirum- sjón þessa máls á sinni könnu. Létu stúdentar mikið að sér kveða í þessari umræðu enda mikið til málanna að Ieggja. Um áramótin kom fram frumtil- laga að endurskipulagi á námi í læknadeild sem samin var af þremur forsvarsmönnum deildarinnar. Stúd- entar lögðu þar á eftir fram tvær til- lögur sem unnar voru upp úr tveimur síðustu kennslumálaráðstefnum F.L. og afnefndarmönnum. Þessar tillögur voru ræddar nokkuð og síðan kynntar á deildarfundi Iæknadeildar 13. maí sl. Helgi Valdimarsson kynnti þar til- lögu „deildarinnar" en undirritaður fór orðum um okkar tillögu og hvað við sáum athugavert við fyrrnefndu tillöguna. Var þar ennfrekari umræða um málið og komu fram ný sjónar- mið, einkum frá heimilislæknum. Stúdentar báru þar upp tillögu um vinnuhóp sem ynni að frekari tillög- um sem í ættu sæti kennarar, læknar utan úr bæ, fulltrúar FUL og F.L. Var sú tillaga felld en í staðinn réð deildin vinnuhóp sem skipaður er þremur læknum af yngri kynslóðinni, þeim Kristjáni Erlendssyni, Sigurði Guðmundssyni og Guðmundi Þor- geirssyni, og hafa þeir síðan unnið að þessu máli í sumar. Nýlega höfum við læknanemar svo rætt við einn af þremenningunum og fengið tillögur þeirra til umsagnar og verður þetta mál sem gengið hefur ótrúlega greitt væntanlega til lokaum- ræðu og samþykktar nú á þessu eða næsta ári. Fyrir þann tíma munu full- trúar úr kennslumálanefnd kynna nýjustu tillögurnar en eldri tillögur hafa áður verið kynntar á kennslu- málaráðstefnu F.L. og á félagsfundi nú í vetur. Þá var þetta mál til umræðu á læknaþingi L.í. nú í september þar sem undirritaður tók þátt í pallborðs- umræðum og þannig höfum við reynt að fylgjast með þessu máli á öllum vígstöðvum. Þar var jafnframt til kynningar læknadeildin við Mac- Master háskólann í Kanada sem þyk- ir forvitnileg og spennandi hvað varð- ar kennslufyrirkomulag. Verður spennandi að sjá hvað kem- ur útúr þessu mjög svo mikilvæga og athyglisverða máli sem ég held að læknanemar ættu að fylgjast grannt með og taka virkan þátt í . . . þó að sitt sýnist hverjum um hversu miklu þeir eigi að ráða í þessum efnum. Óhætt er að fullyrða að í tillögum vinnuhópsins fyrrnefnda fellst gagn- ger breyting á náms- og kennsluhátt- um í læknadeild, flest ef ekki allt til bóta. Þar hafa séð dagsins ljós ýmis atriði sem við höfum verið að minnast á gegnum árin og barist fyrir s.s. fækk- un fyrirlestra, valfrí tímabil, valnám- skeið, tutorakerfi o.fl. o.fl. o.fl. (það er næstum því að maður byrji aftur !!!) Af fyrsta ári Að vanda var töluvert rætt um fyrsta árið í deildinn á fundum kennslunefndar í vetur og komu þar upp nokkur mál og verður hér aðeins getið eins af þeim en það var um margt sérstakt og alvarlegt. Það kom upp í kjölfar jólaprófa er í ljós kom að nemandi sem fengið hafði falleinkunn í Innganginum haíði alls ekki fallið heldur hafði vantað í prófið hans tvær blaðsíður sem síðar voru dregnar frá einkunn. Frétti viðkom- andi nemandi ekki af þessu fyrr en eftir mánuð er hann fékk að sjá prófið sitt og hafði þá ekki mætt í tíma eða hugsað um læknisfræði meðan hinir voru á fullu. Tók þetta mál töluverð- an tíma bæði í kennslunefnd og deild- arráði en erfitt úrlausnar en að lokum var gerður sérsamningur við viðkom- andi nemanda um próftöku um vorið. Kynningarnámskeið lækna- deildar fyrir nýstúdenta í umræðum um fyrsta árið í lækna- deild þar sem stúdentar í kennslu- nefnd kvörtuðu undan þeirri ringul- reið sem þar ríkir og hversu illa er staðið að málum ársins, kom upp í kennslunefnd tillaga (formlega borin upp af Hannesi Blöndal) um kynn- ingarnámskeið fyrir nemendur sem eru að hefja nám í fæknisfræði. Slík námskeið eru haldin í nær öllum læknadeildum í löndunum umhverfis okkur og tilgangur þeirra m.a. að taka almennilega/vingjarnlega á móti ný- stúdentum, kynna þeim námið og námstilhögun. Tóku læknanemar í kennslunefnd þátt í mótun þessa námskeiðs og fluttu þar ásamt öðrum kynningu á F.L. Sigurður Árnason kennslustjóri sá síðan um framkvæmd námskeiðsins sem haldið var í fyrsta skipti nú í haust og þótti takast með ágætum. Kennsla í tölvufræð- um og stjórnun Undanfarin ár hafa læknanemar óskað eftir kennslu í þessum tveimur greinum og voru tillögur um slíkt nám ræddar í kennslunefnd í vetur. Nám- skeið í stjórnun sem L.í. hefur haldið var boðið læknanemum og tóku sjötta árs stúdentar þátt í því og greiddi deildin hluta kostnaðarins. Jafnframt samþykkir kennslunefnd ályktun þess efnis að taka bæri upp kennslu í stjórnun sem valnámskeið á fimmta eða sjötta ári. Tillaga um námskeið í tölvufræðum var samþykkt og var Bárði Sigurgeirssyni faiið að sjá um kennslu. Var gerð könnun á áhuga læknanema og námskeiðið skipulagt í framhaldi af því. Þegar allt var tilbúið vantaði hins vegar peninga fyrir fram- kvæmdinni og velktist málið milli kennslunefndar og deilarráðs þar til misserinu lauk og ekki varð neitt úr LÆKNANEMINN W987-40. ái 81
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.