Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 85

Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 85
í læknarimi sem haldin er samhliða fundi Norrænu kennslunefndanna og þangað munu væntanlega fara stúd- entar og kennarar héðan. Hefur þetta samstarf reynst okkur bæði gagnlegt og skemmtilegt og einnig og ekki síður er það fróðlegt fyrir okkur og ánægju- legt að kynnast kollegum vorum á Norðurlöndum. Má jafnframt segja að þetta samstarf sé okkur hér uppi á hinum einangraða klaka þar sem bara er ein læknadeild nauðsynlegt, að halda sambandi við og sjá hvernig læknanámi á hinum Norðurlöndun- um er háttað. Pá ber þess að geta að samtökin sjálfsem styrkt eru af Norræna Menn- ingarmálasjóðnum greiða að mestu fyrir ferðir okkar erlendis. Þau greiða allan kostnað stjórnarmannsins og hafa einnig tekið þátt í eða greitt fyrir aðra íslenska stúdenta sem farið hafa á árinu og þannig hefur hagur okkar verið mikill samfara þessu samstarfi og útgjöld lítil en töluverð vinna. Almennt og allt hitt Fer nú þessari langloku senn að ljrika þó ennþá sé efiaust ekki allt upp talið afvettvangi kennslumála síðast- liðinn vetur. Starfið innan kennslu- nefndar læknadeildar hefur verið skemmtilegt og að mér finnst árang- ursríkt í vetur. Þar hefur yfirleitt verið unnið á mjúku línunum og umræðan verið málefnaleg og skemmtileg. Einu sinni lentu þó stúdentar í hörðu (þeg- ar þess þurfti) við einn ónefndan kennara í ónæmisfræði en því máli lauk farsællega fyrir stúdenta styrkta af örðum kennurum í kennslunefnd. Er vonandi að hinn góði andi sem innan kennslunefndar ríkti lifi áfram - því þannig, með málefnalegri um- ræðu og samvinnu, vinnast málin. Þá er ógetið samstarfinu innan kennslumálanefndar F.L. í vetur sem hefur verið sérlega ánægjulegt en þar sátu auk undirritaðs: Finnbogi (6. ár), Ari Víðir (4. ár), Ólafur Þór (3. ár), Kjartan (2. ár) og Hlynur (1. ár). Þar hefur ríkt skemmtilegur starfs- andi enda eru menn þar uppfullir af áhuga og margir hafa unnið saman nokkur ár á þessum vettvangi. Eru allar líkur á að á þessu verði framhald þar sem fiestir ef ekki allir sem störf- uðu í nefndinni ætla sér að starfa áfram saman næsta vetur. Tel ég það mjög afhinu góða efmenn fórna sér til þessara starfa meir en eitt ár því þannig nýtist reynslan best en jafn- framt fæst hæfileg endurnýjun sam- hliða því eðlilega fiæði sem er í gegn- um deildina er sumir útskrifast og aðrir byrja. Mig langar í lokin að þakka þessum samstarfsmönnum mínum í kennslu- málanefnd fyrir samstarfið og ánægjuna, stjórn F.L. og ykkur hin- um fyrir samstarfið, trrinaðinn og síð- ast en ekki síst skemmtilegheitin sem félagsstarfinu fylgdu. Gunnlaugur Sigfússon, formaður kennslumálanefndar F.L. Athugasemd vegna viðauka Helga Sigurðssonar við ársskýrslu “einkunnir embættismanna“ Guðbjörg Birna Guðmundsdóttir læknanemi Þegar hafa birst í Meinvörpum mótmæli sem fram komu á aðalfundi gegn umsögn H.S. um störf stúd- entaskiptastjóra. Nú krefst H.S. að þessar „einkunnir“ hans verði birtar í Læknanemanum sem hluti af árs- skýrslu og það þó margir séu því mótfallnir. Það er því ill nauðsyn að þurfa hér að svara fyrir þessi leiðin- legu og beinlínis röngu ummæli þó svo að þau séu varla svaraverð. Hann segir: „. . . kom lítið nálægt hinum daglega rekstri." Hvílíkt bull; vikulega allt skólaárið kom öll stjórnin saman og vann sameigin- lega að ýmsum málum auk þess sem einstökum verkefnum var skipt milli manna. Þannig kom t.d. í hlut stúd.- skiptastj. vinnsla símaskrár ásamt ritara, gerð félagsmerkis etc, etc. Annað: „Aðalstarfstími. . . apríl og fram yfir sumartímann." Nei. Að- alstarfstími stúdentaskiptastj. er allt árið. Þessu starfi fylgja töluverð er- lend bréfaskipti, bæði vegna stúd.- skiptanna og IFMSA (Alþjóðasam- tök Læknanema) og í mars var mikil vinna í sambandi við stúd.- skiptastj.ráðstefnu. Þegar í desember var síðan hafinn undirbúningur að sumarstarfinu. . . . “dveljast erlendis í júní og júlí. . . “ Athuga skal að 2 stúdenta-skiptastjórar eru starfandi hverju sinni kosnir til 2 ára. Því tel ég það skynsamlega ráðstöfun að þeir hafi með sér verkaskiptingu yfir sumarið til að þurfa ekki að vera bundin í Reykjavík í tvö heil sumur. LÆKNANEMINN ^987-40. árg. 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.