Læknaneminn - 01.04.1991, Síða 6

Læknaneminn - 01.04.1991, Síða 6
Ritstjóraspjall Þá er haustið tekið að bylja á þakrennum þannig að húsin beygja af og ekki sést út um rúður fyrir tárum. Vegasöltin eru hætt að vega og ætla að láta fyrirberast í vetur, ýmist sem X eða V. Rólurnar bíða rólegar, dingla sér yfirlætislega í vindinum eins og þær viti meira en við hin en vilji ekki segja. A haustin verður allt grátt nema grasið og trén sem kveðja í svo íðilfögrum litum að öruggt er að við gleymum þeim ekki yfir veturinn. Mannlífið verður líka grátt en þó ekki mannfólkið sem þá hleypur um í rokinu, klætt gulum, grænum og bláum regnkápum. Síðar, þegar jörðin snýr upp á sig og sólargeislarnir eru orðnir hrumir og gamlir er þeir ná til okkar, þorir konungurinn loks að láta sjá sig. Kemur hann fagnandi með blauta sokka og frostbit í andlit okkur til handa. Bflar stynja og spóla og eina sem gengur enn er strætó, bjargar okkur sjóköldum úr skipbrotsmannskýlum vfðs vegar um bæinn. Þar inni er móða á rúðum og við getum lítið annað en horft í augu á svöngu barni í heitu landi, langt í burtu. Nú brosir 1. tölublað Læknanenrans ársins 1991 til póstburðarmanna og síðan til þín. Læknaneminn er orðinn miðaldra og virðulegt blað. Varð blaðið fimmtugt á síðasta ári en það kom fyrst út 1940. Lítið var um dýrðir vegna hálfrar aldar áfangans en afmælisbarnið var að heiman. Er því hér með árnað heilla. Læknaneminn hefur í gegnum árin verið læknanemum, læknum svo og öðrum til fróðleiks og skemmtunarog löngu orðinn gjörsamlega ómissandi til viðhalds heilsu okkar svo og geðheilsu. Steinar ROD & COME 4 LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg.

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.