Læknaneminn - 01.04.1991, Page 7

Læknaneminn - 01.04.1991, Page 7
Brunasár og brunameðferð Yfirlitsgrein l.hluti. s Arni Björnson læknir Sögulegt yfirlit. Frá því að maðurinn fór að nota eldinn, og jafnvel fyrr, hafa áverkar af völdum hans, verið hluti af daglegum hættum í lífinu. Því er eðlilegt að lækning brunasára, eins og annarra sára, sé tengd fyrstu tilraunum mannanna til lækninga. Menn hafa sennilega snemma gert sér Ijóst, að brunasár geta verið, allt frá því að vera fleiður , sem valda tíma- bundnum óþægindum, í það að valda varanlegum örkumlum og dauða. Tilraunirnar hafa í fyrstu beinst að því að draga úr sársauka og ljóst er, að menn hafa snemma áttað sig á því, að kalt vatn, dregur fljótt og vel úr sársauka við bruna. I fornum ritum er minnst á kælingu við brunasár. en það fyrsta sem er í raun skjalfest um ágæti kælingar, er í ritum hins þekkta arabfska læknis Avicenna, sem uppi var á árunum 980-1037. Kæling, sem meðferð á brunasárum virðist svo gleymast fram á 19.öld, þó telja megi víst að hún hefur verið notuð af alþýðu gegnum aldirnar. Dzondi (1770-1835) mun hafa gert fyrstu tilraun til að meta gildi kælingar með þvíaðbrennahundaog dýfaþeim síðan í kalt vatn. Islenski læknirinn Ofeigur Ofeigsson á einna stærstan þátt í því að kæling er nú, nær alls staðar í heiminum, viðurkennd sem fyrsta meðferð við bruna. Ófeigur fékk hugmyndir sínar upphaflega frá ömmu sinni sem notaðikælingusemhúsráðviðbruna. Hann gerði síðan all umfangsmiklar dýratilraunir við læknaháskólann í Glasgow og taldi sig geta sýnt framá, að kæling hefði þau áhrif að endanlegar afleiðingar brunaáverkans yrðu minni en ella. Menn deila enn um þessar niðurstöður, þó flestir séu sammála um gildi kælingar sem fyrstu meðferðar. Elstu heimildir um brunameðferð eru í Ebers papyrus frá Egyptalandi, frá því um 1600 fyrir Krist. Þar er lýst brunasmyrslum og því hvernig þau eru notuð til lækninga á brunasárum ásamt tilheyrandi galdraþulum, og gegnum aldirnar hefur meðferð brunasára verið fólgin í notkun hinna margvíslegustu smyrsla, með hæfilegum skömmtum af göldrum. Það er sameiginlegt með öllum smyrslum sem eruvirk við meðferð brunasára, aðþau innihaldaefni sem verka hindrandi á sýklagróður. I hinum fornu egyptsku smyrslum myrra, í nútímasmyrslum clórhexidin o.fl. Ennþá hafa engin smyrsl verið búin til sem sannanlegahafi minnstu áhriftil að flýta því að sár grói. Þó benda nýjustu rannsóknir á sárgræðslu til þess, að hugsanlega geti komið að því að hægt verði, að hafa áhrif í þessa átt, aðallega með því að hafa áhrif á boðefnin sem stjórna sárgræðslunni. Susrutalýsirþví íeinumaf VedabókumTndverja kringum 1000 f.Kr. að stórum brunasárum fylgi mikill þorsti og hár hiti. Þetta mun vera fyrsta lýsing á heildaráhrifum brunasára á líkamann. En það liðu 2500 ár áður en menn áttuðu sig á þýðingu þessara einkenna og gerðu tilraun til að hafa áhrif á þau. Sá sem það gerði var hinn heimskunni franski skurðlæknir Guiilayme Dupuytren, árið 1832, en honum var ekkert óviðkomandi er varðaði skurðlækningar. Það var þó ítalski læknirinn Tommasoli frá Sikiley sem fyrstur meðhöndlaði bruna með saltvatnsgjöf í æð, árið 1897. Skilningur á vökva- og rafvakatruflunum við bruna grundvallast, að verulegu leyti á rannsóknum bandaríska læknisins Franks Underhill, en hann rannsakaði 20 sjúklinga LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg. 5

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.