Læknaneminn - 01.04.1991, Side 10
þessir sjúklingar eru oft aldraðir og illa á sig komnir
líkamlega. Brunaslys í iðnaði og öðrum atvinnu-
vegum virðast fremur sjaldgæf, enda eru ekki margar
atvinnugreinar hér á landi, þar sem veruleg hætta er á
slíkum slysum. Á sumrin verða alltaf nokkur
brunaslys í sambandi við tómstundaiðkanir, oftaster
þar um að kenna óvarlegri meðferð á gasi, eða
grilltækjum, og á hverju ári brennast nokkrir erlendir
ferðamenn í hverum, eða á h verasvæðum, fæst þessara
slysa eru þó alvarleg. Slys af völdum ertandi efna eru
sjaldgæf hér á landi. Banaslys af völdum bruna eru á
bilinu 1 -3 á ári og er þá oftast um að ræða húsbruna eða
eldsvoða í bátum og skipum.
Fyrirbyggja mætti flest brunaslys, einkum slys á
börnum, en þó nokkuð hafi verið gert að því að reka
forvarnaáróður, virðist þessum slysum ekki fækka að
ráði hér á landi. Annars staðar, t.d. í Danmörku, (B.
Sörensen), og á Bretlandseyjum (Wallace A.B.,
Jackson, D.) hafa forvamir borið verulegan árangur.
Þjóðfélagslegar aðstæður hafa mikil áhrif á tíðni
brunaslysa og brunaslys eru því mjög algeng í
þróunarlöndum.
Mynd 2. Fyrsta stigs bruni.
Brunasárið.
Brunasár er vefjaskemmd af völdum elds. heitra
efna í föstu eða fljótandi formi, ertandi efna,
rafstraums og geislunar. Kal er í eðli sínu svipaður
áverki þar sem vefjaskemmdin stafar af kælingu. Það
er venja, að skipta brunasárum í þrjú stig. Þessi
skipting er upprunnin frá Fabriciusi frá Hilden úr bók
hans '”De Combustionibus”, en hún var gefin út árið
1607. Dýptbrunasárafereftir þvíhvesterkur(heitur)
brunavaldurinn var og hve lengi hann verkaði á
húðina, en þar sem húðin er misþykk eftir aldri,
kynferði og stað á líkamanum, getur jafnsterkur
brunavaldur valdið ntisdjúpum bruna.
Fyrsta stigs brun i einkennist af sársauka, roða og
þrota, sem stafar af útvíkkun á háræðunum í húðinni
og ertingu á endastöðvar húðtauganna, en ekki er um
að ræða eyðileggingu á neinum hluta húðarinnar.
Fyrsta stigs bruni jafnar sig því á fáum dögum og
skilur ekki eftir sig nein merki (mynd 2).
Venjulegt er að skipta annars stigs bruna í
grunnan og djúpan annars stigs bruna, en skilin eru oft
óglögg. Aðaleinkenni annars stigs bruna er
brunablöðrurnar auk sársauka, roða og þrota.
Vefjaskemmdirnar ná þá mismunandi langt niður í
leðurlag húðarinnar, en þekjan losnar alveg og
eyðileggst. Nái vefjaskemmdirnar ekki gegnum
leðurlag húðarinnar er um að ræða grunnan annars
stigs bruna, en nái þær í gegnum leðurlagið á blettum,
er bruninn djúpur annars stigs bruni. Grunnur annars
stigs bruni grær á 10-14 dögum og þarf ekki aðra
meðferð en sýkingavörn. Þetta byggist á því að ysta
lag húðarinnar endurnýjast alveg frá leðurlaginu, eða
líffærum íþví. Bruninn skilur eftir sig litarbreytingu á
húðinni sem jafnar sig að fullu. Djúpur annars stigs
brunigrærá 14-21 degi eftir verðurör ogferþaðeftir
staðsetningu, skemmdum í Ieðrinu og áhrifum
sýkingar hve áberandi það verður (myndir 3 og 4).
Við þriðja stigs bruna, eru öll Iög húðarinnar
eyðilögð og eyðileggingin getur náð mismunandi
langt niðuríundirliggjandi líffæri. Þegar dauðahúðin
losnareða er losuð verður eftir opið sár. Slíkt sár grær
þannig að þekjan skríður inn yfir sárið frá börmunum
og jafnframt dregst sárið saman (mynd 5).
Atleiðingar af djúpum leðurbruna og
fullþykktarbruna eru ör. Örin valda útlitslýtum og
starfstruflunum og fer það eftir staðsetningu á
8
LÆKNANEMINN 11991 44. árg.