Læknaneminn - 01.04.1991, Page 18

Læknaneminn - 01.04.1991, Page 18
kvikmynd eða leikrit, les dagblað, skrifar bréf, horfir á íþróttaleik eða bíður eftir að röðin komi að því í einhverjum kappleik. Að lokum getur farið svo að manneskjan sofnar við mjög óviðeigandi aðstæður, t.d. þegar hún ekur bifreið, er í miðju samtali eða jafnvel í miðri setningu. Mjög algengt er að fólk sofni þegar það bíður eftir grænu ljósi við gatnamót og útafkeyrslur og bílslys eru algengari hjá þessu fólki en öðru. Þegar fólk sofnar við aðstæður sem ekki leyfa svefn er algengast að svefninn sé stuttur, vari aðeins nokkrar sekúndur eða mínútur. Við aðrar aðstæður sefur fólk oft 15 mínútureða hálftíma í senn og lengri lúrar eru ekki óalgengir. Stundum kemur svefnþörfin með litlum eða engum fyrirvara og manneskjan sofnar án þess að gera sér grein fyrir því að hún er að sofna. En einnig er algengtaðfólkfinni svefnþörfinakomayfirsigog geti haldið aftur af sér í nokkurn tíma. Sumir finna alltaf fyrir þessu fyrirfram, aðrir stundum og enn aðrir aldrei. Ef manneskju tekst að halda afturaf syfjukasti er Iíklegt að syfjan haldist í langan tíma og hún sofni auðveldlega. Almenn syfja milli kasta er mjög breytileg hjá þessum sjúklingum. Ástandið getur verið allt frá því að vera eðlilegt vökuástand án nokkurrar syfju með einstökum stuttum syfjuköflum til þess að um stöðuga syfju sé að ræða, næstum allan daginn þar sem fólk finnur fyrir þreytu og berst við svefninn allan tímann. Sumir telja sig vel vakandi og skýra strax og þeir vakna, en aðrir segja að svefnköstin bæti aldrei fullkomlega þreytuna og syfjuna. Skyndilömun (cataplexy) Skyndilömun er skyndileg minnkun á vöðvakrafti í þverrákóttum vöðvum, sem venjulega byrjar vegna tilfinningalegs uppnáms, t.d. við hlátur, reiði eða mótlæti. Skyndilömun er til staðar í vægu formi hjá meirihluta drómasjúklinga en er ekki vandamál nema hjá um helmingi þeirra. Mjög breytilegt er hversu alvarleg skyndilöntunin verður, allt frá því að vera einhver óljós tilfinning um þróttleysi í vöðvum um allan líkamann og til þess að fram komi verulegt máttleysi eða jafnvel algjör vöðvalömun. Meðan á kasti stendur getur komið fram sjóntruflun og talerfiðleikar. Algengt er að höfuðið falli aftur og munnurinn opnist lítillega og hnjáliðir kikni. Stundum líkjast þessi köst vægum krömpum, þannig að fram koma kippir þegar vöðvar slakna og dragast saman á víxl. Að sjálfsögðu hlýtur það að verka mjög tilfinningalega hemjandi á fólk að geta aldrei leitt hugann að tilfinningahlöðnum hugsunum öðruvísi en að eiga á hættu skyndilömunarkast. Þegar einkenna skyndilömunar verður fyrst vart eru köstin venjulega mild og fátíð. En með árunum verða þau alvarlegri og ná smám saman hámarki, sem 16 LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.