Læknaneminn - 01.04.1991, Síða 29

Læknaneminn - 01.04.1991, Síða 29
Mynd 7. Segulómun gefur góða möguleika á að skila myndum sem sýna mismunandi "kontrast" í einni rannsókn og getur þannig greint á milli margra vefjagerða. Hér er t.d. sýnt hve vel er hægt að greina á milli mænuvökva, gráa og hvíta efni heila og fitu. hafa verið mjög þungir (allt að 100 tonn) en nteð því að nota sjaldgæfa og dýra jarðmálma hafa komið tæki á markað sem eru um 10 tonn. - Hægt að velja sneiðar þvert í gegnum líkamann, langsum eftir honum, bæði fram og bak og frá hægri til vinstri, og einnig í hvaða skáplani sent Loftnetin, sendir og móttakari. ásamt litlu staðsetningarseglunum, eru notuð til að taka sneiðmyndir af líkamanum undir nær öllum hugsanlegum sjónarhornum, sjá mynd 6. Myndatakan a) Púlsaraðir Rafsegulbylgjan sem breytir stefnu segulmögnunarinnar erbeitl í mjög stuttan tíma, og þess vegna nefnd rafsegulpúls. Mismunandi aðferðir við myndatökuna nota mismunandi langa púlsa og hafa mislangan tíma á milli þeirra. Þessar aðferðir raða saman slíkum púlsum og segja jafnframt hvaða staðsetningarseglum á aðbeitaogíhvaðaröð(x,y,og z). Þessaraðferðireru þvínefndar púlsaraðirog hafa afgerandi áhrif á gæði myndanna sem þær skila. Rétl val á púlsaröð tryggir bestu niðurstöðu úr viðkomandi rannsókn. Þess vegna þarf að velja púlsaröð með tilliti til hvers konar vefjagerðir eru líklegaráþvísvæði sem veriðeraðskoða. Segulómun áþvímargamöguleikatil aðskila myndum semsýna mismunandi “kontrast” í einni rannsókn og getur þannig greint á milli margra vefjagerða, þetta er sýnt á mynd 7 (svonefnd "spin echo" púlsaröð). Helstu kosti segulómunar má taka saman í eftirfarandi upptalningu: - Engin jónandi geislun er notuð, eins og t.d. í röntgenrannsókn. - Ekki vitað um nein skaðleg áhrif eða aukaverkanir (undantekning er innilokunar- kennd). - Tæknin stendur langfremst meðal jafningja að greina á milli mjúkra vetja í líkamanum, t.d. t'itu, vöðva og vökva. b) SettulóiiHinarrannsókn Gagnvart sjúklingnumermyndatakan svipuðog í tölvusneiðmyndatæki. Sjúklingurinn leggst á bekk sem er rennt inn ísegulinn. Myndatökunni er stjórnað aftölvubúnaðiog getur hún varað frá5 mínútum íalIt að 20 mínútur eða lengur. Það líða yfirleitt um 30 mínútur frá því að sjúklingur kemur í myndatöku og þartilhann fer. Allarmyndirnarerugeymdaríminni tölvunnar og má skoða að vild. Myndgreining Staða segulómtækninnar hefur ítrekað verið metin (Clinical application of magnetic resonance imaging 1989 - American College of Radiology) og árið 1990 eru menn almennt sammála um að segulómun: * er nákvæmari en aðrar myndgerðarrannsóknir við greiningu á sjúkdómum í miðtaugakerfi (heila og mænu), vöðva- og stoðkerfi og við stigun ilikynja sjúkdóma í grindarholi. LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg. 27

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.