Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1991, Qupperneq 32

Læknaneminn - 01.04.1991, Qupperneq 32
Höfuð og háls Hvergi í líkamanum gefur rof á landamerkjum líffæra meiri upplýsingar um sjúkdóm en í höfði og á hálsi. Segulómun er því mjög vel fallin til rannsóknar á sjúkdómum í afholum nefs, í mjúkpörtum nálægt hausbeinum, á efri loftvegum, munnvatnskirtlum og skjöldungi. Með segulómun má sýna betur skil milli mjúkvefja, stærð æxla og afstöðu til æða en með tölvusneiðmyndum. Við rannsóknir á pharynx og larynx hafa beinar coronal og sagittal sneiðar alla kosti fram yfir TS. Engin truflun verður í myndgerð vegna fyllinga í tönnum, hauskúpubotns og neðri kjálka sem rýra TS myndina. Segulómun þykir vera kjörrannsókn við sjúkdóma í gl. parotis og henta ágætlega við skjaldkirtilsjúkdóma , en þar hefur hnútum niður í 4 mm verið lýst. Eðlilegir parathyroid kirtlar sjást oftast ekki við segulómun. TS er hinsvegar áfram fyrsta rannsókn við sjúkdóma í afholum nefs (beinbreytingar), os temporale og einnig við æxli í orbita. Undantekning er intraocular melanoma, en melanin veldur styttingu á T1 tíma og gefur kröftugt merki. Brjósthol í brjóstholi sýnir segulómun ágæta aðgreiningu milli mjúkvefja og æða. Fitan i miðmæti gefur kröftugt merki bæði á T1 og T2 myndum. Æxli og eitlar gefa meðalsterkt merki og greinast því frá. Að þessu leyti eru segulómun og TS með skuggaefni taldar jafngóðar í dag en með segulómun er hægt að sneiða í fleiri stefnum sem gerir hana að kjörrannsókn fyrir æxli sem liggja þétt við eða í hjarta. Lungu eru hinsvegar illa fallin til skoðunar með segulómun. Hjarta Segulómunarrannsókn á hjarta byggir á góðum skuggamun á milli blóðs og hjartavefs og má skoða hvorutveggja samtímis. Blóðið hefur sérkennandi merki og skoða má hjarta og æðar án utanaðkomandi skuggaefna. Merkið frá blóði á hreyfingu er mismunandi eftir því hvaða segulómtækni.Tl eða T2 og hvaða púlsaraðir eru notaðar. Ef "gradient echo” tækni ernotuð gefureðlilegt blóðflæði kröftugt merki ( hvítt ) en hvirfilstreymi og óreglulegt flæði gefur ekkert merki (svart) . Þannig má t.d. meta lokusjúkdóm í hjarta . "Spin echo" myndraðir gefa hinsvegar bestu mynd af vefjum. Þessi myndröð er sú algengasta sem notuð er. Blóð á hreyfingu gefur ekki mælanlegt merki í þessari myndröð, og verður því “svart” á ntynd. Þannig er því t.d. mögulegt að nota "spin echo" myndröð til að meta líffærafræði hjartans. Margir telja segulómun jafngóða skoðun og echocardiografi (ómskoðun) og ísótópa rannsókn (nuclearcardiac imaging) og eru þá enn ekki fullmetin áhrif kvikmyndunar með segulómun (cine MRI). Þetta á bæði við líffærafræðilega og starfræna þætti hjartarannsókna. Það má endurtaka rannsóknir í sömu plönum, meta þykkt hjartavefs, gera rúmmálsmælingar og meta áhrif meðferðar á hjarta. Ekki er fyrirsjáanlegt að seglómun geti komið í stað hjartaþræðingar með kransæðamyndatöku. Æðar Æðarannsóknir (angiography) með segulómun hafa tekið miklum framförum á síðustu árum. Við venjulegar myndatökur (spin echo) fæst ekki nýtanlegt merki frá blóðinu vegna þess að það er á hreyfingu en við æðarannsókn er þessu “ snúið við”, Mynd 12. Retroperitoneum og efri hluti kviðarhols. 30 LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.