Læknaneminn - 01.04.1991, Page 35

Læknaneminn - 01.04.1991, Page 35
Sjúkratilfelli Sigurður B. Porsteinsson og Asbjörn Sigfússon læknar Sjúkrasaga. 45 ára gamall kennari veiktist með háum hita, 39,5-40° ásamt kölduköstum. Hafði ennfremur hóstakjöltur, höfuðverk og lítilsháttar ljósfælni. Hann vár lagður inn á sjúkrahús þar sem gerð var mænustunga, reyndist mænuvökvi eðlilegur, ennfremur var lungnamynd hrein. Tvær bióðræktanir voru teknar og ræktaðist úr einni anerobkolbu Streptococcus milleri. Hann var í fyrstu meðhöndlaður með ampicillini í æð og síðar ceftriaxoni. Eftir 5 daga var sýklalyfja-meðferð hætt vegna útbrota þótt hann væri enn með hita. Rannsóknir á sjúkrahúsinu höfðu sýnt míkróskópíska haematuriu og einnig sáust rauðblóðkorna cylindrar í þvagi. Hann hafði enga kviðverki haft en fann fyrir lítilsháttareymslum íhægri síðu. Þegar hérvar komið við sögu var sjúklingur fluttur á lyflæknisdeild Landspítalans til frekari rannsókna. Við kontu þangað er fyrrgreind sjúkrasaga staðfest. Fyrra heilsufar var að mestu ómarkvert. Haft háþrýsting í nokkur ár og verið á lyfjum þess vegna. Hann hafði þindarslit og af og til brjóstsviða sent hann tekur sýrubindandi lyf við. Reykti áður en er hættur. Félagslegar aðstæður góðar. Skoðun. Skoðun við komu sýnir laslegan, fölleitan 45 ára gamlan mann, vægt Ijósfælinn. Gefur góða sögu. Hann er með hita, 38,2°. Lungna-hjartaskoðun er eðlileg. Blóðþrýstingur 140/70 mmHg. Við skoðun á kvið spennir hann kviðvöðva og virðist aumari hægra megin. Líffærastækkanir finnast ekki með neinni vissu. Ekki sleppieymsli. Ekkertóeðlilegt aðfinna við þreifingu í endaþarm. Rannsóknir. Blóðstatus: hvít blk. 16,7, Hb 132, blóðflögur 411, deilitalning hvítra blóðkorna sýndi vinstri hneigð. Sökk 70 mm/klst. Serum kreatinin 123 míkromól/1. Electrolýtar eðlilegir. Alk. fosfatasi 830 U/1 (80-280), ASAT 51 U/1 (0-40) gamma GT 354 U/ I (0-50) LDH 460 U/1 (0-450), CK 63 U/I (0-270). Smásjárskoðun í þvagi var nú eðlileg, hvorki að sjá rauðblóðkornnécylindra. Hjartalínurit: eðlilegt. Ekki fundust yfirborðsmótefnavakar hepatitis B veiru né mótefni. Mótefni gegn hepatitis Afundustekki. Engin mótefni fundust gegn cytomegaloveiru. Ræktanir frá blóði voru neikvæðar. Omskoðun af nýruin: eðlileg. Ómskoðun af lifur skömmu eftir komu sýndi ómríka lifur, en ekki annað athugavert. Þessi skoðun var endurtekin rúntri viku síðar og sýndi þá vel afmarkaðan ómsnauðan blett utan við gallblöðrustað. Var þá gert lifrarskann og í frarnhaldi af því hvítkornaskann afkviðarholi, sjámyndiránæstu síðu. Tölvusneiðmynd af sama svæði sýnir að umræddur blettur er vegna óreglulegs vökvafyllts holrúms. LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg. 33

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.