Læknaneminn - 01.04.1991, Page 40

Læknaneminn - 01.04.1991, Page 40
Mismunandi verkanir og aukaverkanir Þegar hugað er að verkunum og aukaverkunum lyfjanna, koma í ljós ýmsir möguleikar og þekkt eru dæmi um þá flesta. Möguleikarnir sem blasa við eru þessir: 1. Isómerarnir hafa sömu áhrif og eru jafn virkir. Dæmi: flekainíð. 2. Isómerarnir hafa sömu áhrif en virkni þeirra er mismikil. Dæmi: verapamíl. 3. Lyfhrif eru einungis háð öðrum ísómeranum: Dæmi: flestir betablokkarar. 4. Isómerarnir hafa ólík áhrif. - þeir virkja mismunandi viðtaka (dæmi: terbútalín) - þeir blokka mismunandi viðtaka (dæmi: labetalól) - annar virkjar en hinn blokkar sama viðtaka (dæmi: BAY k 8644). Hér á eftir verða rakin nokkur dænti þar sein rannsóknir hafa leitt í ljós áhugaverða hluti. Selegilín. MAO-B blokkun umbrotsefni R +++ R-amfetamín (óvirkt) S + S-amfetamín (virkt) Selegilín er sérhæfur MAO-B blokkari sem er notaður með levódópa við meðferð á Parkinsonssjúkdómi. Lyf þetta er nýlega komið á ntarkað sem rasemisk blanda. Eins og sést á töflunni þá breytist S-selegilín að hluta til í S-amfetamín sem er virka formið og getur haft óæskileg áhrif á heilann. Þar að auki er R-selegilín virkara sem MAO-B blokkari.HérvirðistþvíaugljóstaðheppiIegraværiað nota hreint R-selegilín. Prílókaín. staðdeyfiverkun methemóglóbínemía í stórum skömmtum R ++ + S ++ - R(-)prílókaín brotnar mun hraðar niður í lfkamanum en S(+)prílókaín og getur það leitt til methemóglóbínmyndunar. Handhverfurnar hafa nokkurn veginn jafn kröftuga staðdeyfiverkun. Hér væri að líkindum til bóta að nota hreint S(+)prílókaín. Talidómíð. róandi verkun fósturskemmdir R ++ - S ++ + Talidómíð var notað sem róandi Iyf og svefnlyf unt 1960en orsakaði fósturskemmdir í stórum stíleins og kunnugt er. Komið hefur í ljós að handhverfurnar hal'a álíka kröftuga róandi verkun en fósturskemmdir virðast bundnar við S-ísómerann. Þannig hefði verið hægt að forða þessu ntikla slysi, en samt halda lyfinu, ef þessi vitneskja hefði verið til staðar á sínum tíma. Verapamíl. Hlutfall verkunar milli S- og R-verapamíls: víkkun kransæða 2 blokkun kalsíumstraums 5 nrinnkun 02-notkunar hjarta 7,5 minnkun samdráttarkrafts hjarta 10 framköllun leiðslurofs í AV-svæði 10-15 Eins og sést af töflunni er frá 2 og allt að 15 faldur munur á helstu verkunum S- og R-verapamíls. Hérgætu verið á ferðinni áhugaverðir möguleikar unt mismunandi notagildi ísómeranna. Ibúprófen. Lyfið er notað sem rasemisk blanda en S-íbú- prófen er um 160 sinnum virkara en R-íbúprófen við að blokka prostaglandínmyndun. Hins vegar hefur komið í ljós að hið óvirka R-íbúprófen breytist hratt yfir í virka formið í líkamanum og má því líta á það sem eins konarforlyf. Þetta bendiróneitanlega til þess að litlu máli skipti hvort lyfið sé notað sem hreint virka forrnið eða sem blanda beggja ísómera. Ekki er þó alveg öruggt að svo sé og bent hefur verið á þann möguleika að umbreyting R-forms yfir í S-fornt kunni að vera mishröð og mismikil milli einstaklinga. 38 LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.