Læknaneminn - 01.04.1991, Page 44

Læknaneminn - 01.04.1991, Page 44
ef búið er að fjarlægja anus með skurðaðgerð. Æ ofan í æ sjást sjúklingar sem eru ranglega meðhöndlaðir eða settir í erfiðar, hættlegar og dýrar rannsóknir vegna þess að rectal skoðun er sleppt. Gyn-skoðun kvenna er oft erfiðari viðfangs og þarfnast sérstakrar aðstöðu þ.e. lýsingar og áhalda. A stórum alvöru spítölum eru sérfræðingar í kvensjúkdómum alltaf til staðar og þessi hluti skoðunar best framkvæmdur af þeim. Rannsóknir. Eftir að sögu og skoðun lýkur ætti læknirinn að hafa dágóða hugmynd um sjúkdómsgreininguna í 60 til 70% tilfella. Samt sem áður eru rannsóknir ómissandi hluti,en vandinnerað velja. Inn ívaliðspila oft þættir sem ekkert hafa með læknisfræði að gera sem slíka eins og t.d. kostnaður, tími sólarhrings, upplag og geðsveiflur þess fólks sem leita þarf til að framkvæma þessar rannsóknir. Það mun vera algengt að unglæknareru að morgni skammaðirfyrirað panta rannsókn unr miðja nótt og reynt að koma inn hjá þeim einhverri sektartilfinningu vegna þess að dagvinnan gjaldi fyrirog kostnaðursé mikill en ef nánareraðgáð sést hér hversu læknastéttin er heilaþvegin af alls konar skrifstofuliði og gleyma læknar þvi að þeirra skylda er fyrst og síðast gagnvart þeim sjúklingi sem þeir taka að sér og skrifað undir eiðstaf þar að lútandi. Val rannsókna á því að byggjast sem mest á læknisfræðilegu mati. Margir telja skynsamlegt að skipta rannsóknum á bráðum kviðverkjum í grundvallarrannsóknir annars vegar sem gera ætti hjá öllum og hins vegar rannsóknir eftir ábendingum. Blóðstatus og þvagstatus á að gera hjá öllum. Sé frekari rannsóknaþörfspyrmaðursjálfan sig: Hvernig getur niðurstaðan breytt meðferðaráætlun þessa sjúklings? Ef svarið erað niðurstaðan breyti ekki hvað maður gerir við sjúklinginn þá á ekki að biðja um rannsóknina. Einnig er mikilvægt að gleyma ekki að laparotomia explorati va er rannsókn, sem dregst oft úr hönrlu að framkvæma. Lokaorð. Bráðir kviðverkir eru oft flókið vandamál en aldrei leiðinlegt. Þeim fylgjaofl hraði ogdramaogoft veröur að taka ákvörðun um aðgerð, hámark “invasionar”, byggðameiraátilfinninguogreynsluen áþreifanlegum staðreyndum og standa síðan og falla nreð þeirri ákvörðun. Það mun vera reynsla flestra skurðlækna, að lendi þeir í vandræðunr, er það oftast vegna hluta, sem ekki voru gerðir heldur en vegna einhvers sem þeir gerðu. Sem dæmi má taka bráða botnlangabólgu. Enginn, hvorki sjúiingur, ættingi eða starfsbróðir, álasar skurðlækni fyrir að taka óbólginn botnlanga, en missi skurðlæknir af bólgnum botnlanga gegnir öðru máli. Einnig er vert að hafa í huga mikilvægi þess sem kallað hefur verið samfella (continuity) í umönnun sjúklings með bráða kviðverki og oft getur tekið einn til einn og hálfan sólarhring að komast að niðurstöðu og á þeim tíma þarf að endurtaka skoðun sjúklings nokkrunr sinnum. Liggur í hlutarins eðli að hagsmunum sjúklings er best borgið með að sami Iæknirinn sjái um hann, en ekki nýr læknir á 8 stunda fresti eins og skriftstofublækur og stimpilklukkuforkólfar virðast halda, enda hagsmunir sjúklinga ekki til í þeirra hugarheimi. Reykjavíkur Apótek Lyfjabúö Háskóla íslands Almennur sími: 11760 Læknasímar: 18760-24533 42 LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.