Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1991, Qupperneq 47

Læknaneminn - 01.04.1991, Qupperneq 47
áhrif á myndun kransæðasjúkdóms. Nú er talið að kransæðasjúkdómur sem gefur einkenni birtist venjulega ekki án hyperkólesterólemiu. Hins vegar virðist vera mikill breytileiki meðal þeirra sem hafa hyperkólesterólemiu hvort þeir konta sér upp kransæðasjúkdómi eða ekki. Svo virðist að heildarkólesterólgildi yfir 180 mg/dl “styrki” aðra áhættuþætti kransæðasjúkdóms, og hyperkólesterólemia sé þannig ríkjandi þáttur við myndun sjúkdóms í kransæðum. I þessu sambandi mætti minnast á japanska karlmenn, sem eru afar athyglisverðir með tilliti til kransæðasjúkdóms ! Japanskirkarlarreykjayfirleitt mikið,og meðal þeirra er há tíðni háþrýstings. Hins vegar hafa þeir yfirleitt lág heildarkólesterólgildi, og staðreyndin er sú að tíðni kransæðasjúkdóms meðal japanskra karlmanna er lág ! Kransæðasjúkdómur einkennist yfirleitt af æðakölkun (e. atherosclerosis). Eitt megineinkenni æðakölkunar er uppsöfnun fitu í átfrumum (e. macrophages) í veggjum æðanna. Þannig umbreytast átfrumurnar í “froðufrumur” (e. foam cells). Aður hefur verið minnst á í þessum pistli að það er LDL sem frumur líkamans taka upp og nýta. En nú hefur verið sýnt fram á í frumuræktunum að LDL getur ekki breytt átfrumum í froðufrumur. Er þessi slaðreynd ekki ósamrýmanleg því að hyperkólesterólemia sé ríkjandi þáttur í myndun kransæðasjúkdóms ? Lausn þessarar gátu virðist vera sú að það sé umbreytt eða oxað LDL sem átfrumurnar í æðaveggj unum taki upp. Hér verður að athuga að það er hlutverk átfrumna að taka upp skemmd eða umbreytt prótein. LDL virðist vera hægt að breyta á þrjá vegu: 1. Með peroxidation. 2. Með komplexbindingu við makrómólikúl (t.d. immunoglobulin). 3. Með efnabreytingum (e. chemical modifications). Maður verður líklega að passa mataræðið ! Það er eflaust hið besta mál, og við væga hyperkólesterólemiu er án efa besta meðferðin breytingar á mataræði ogjafnvel megrun! Reyndar er mælt með því allir sjúklingar með hyperkólesterólemiu fari í megrun í 4-6 mánuði, áður en byrjað er að spá í lyfjameðferð. Það er að segja, ef viðkomandi er of feitur, annars á viðkomandi að draga úr neyslu á mettaðri dýrafitu. Hins vegar er til í dæminu að það sé ekki hömlulaust át sem valdi hyperkólesterólemiu. Til er sjúkdómur sem nefndur er ættgeng kólesterólhækkun (e. familial hypercholesterolemia). Hérer um erfðagalla að ræða, sem veldur skertri starfsemi LDL viðtakans eða þá því að hann vantar á yfirborð fruma. Þessi galli erfist ríkjandi. Hér eru arfblendnir (e. heterozygous) einstaklingar í mjög aukinni hættu á að koma sér upp kransæðasjúkdóm, því þeir hafa hækkuð LDL gildi ævilangt. Fleiri erfðagallar eru einnig til. Spurningin er sú: Hverja á svo sérstaklega að meðhöndla með lyfjum ? Fyrst þarf að skilgreina hyperkólesterólemiu. Milli 200-239 mg/dl er talað um gildi í efri mörkum (e. borderline high), en yfir 240 mg/dl há gildi. Þetta eru amerísku viðmiðunargildin. íslensku mörkin eru þau að ef kólesterólið helst stöðugt ofan við 306 mg/dl (8,0 mmól/1) þrátt fyrir breytt mataræði í 4-6 mánuði, er vert að íhuga kólesteróllækkandi lyf. Hér eru samsvarandi LDL gildi fyrir þessa hópa annars vegar 130-159 mg/dl og hins vegar yfir 160 mg/dl. Flestir þeir sem fá kransæðasjúkdóm hafa gildi í efri mörkum. Þeir sem taldir eru í aukinni hættu á að fá kransæðasjúkdóm eru: 1. Þeir sem hafa aðra áhættuþætti en hyperkólesterólemiu 2. Þeir sem hafa lág HDL gildi 3. Þeir sem hafa ættarsögu um kransæðasjúkdóm 4. Þeir sem hafa þekktan kransæðasjúkdóm Fyrir þessaeinstaklingaeru heildargildi yfir 180 mg/dl talin of há. Rannsóknir sýna að fyrir hvert 1% sem heildarkólesterógildi lækka, séu 2% minni líkur á kransæðaáföllum næstu árin. Rætt er um að markmið meðferðar fyrir einstaklinga með hyperkólesterólemiu ættu að vera þau að LDL gildi verði 130 mg/dl eða lægri. Hjáþeim semeru ímikilli hættu á að fá kransæðasjúkdóm ættu LDL gildin að fara niður fyrir 100 mg/dl. LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg. 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.