Læknaneminn - 01.04.1991, Side 48

Læknaneminn - 01.04.1991, Side 48
En hver eru þá þessi lyf ? 1. Lvf sem binda gallsvrur Cholestyramine Colestipol 2. Nikótín svra (niacin) 3. Probucol 4. HMG CoA afoxara hindrarar Lovastatin Pravastatin Simvastatin 5. Gemfibrozil Aileiður klófíbrats Gallsýrubindandi lyfin eru fyrsti valkostur til lækkunaráLDL gildum. Þettaeru resin sem getaskipt við önnur efni á anjónum. Þau eru ekki uppsoguð af líkamanum, eru vatnssækin en þó óleysanleg í vatni. Þau binda gallsýrur í mjógirninu og koma þannig í veg fyrir enduruppsog gallsýranna í enda mjógirnisins (terminal ileum). Þetta minnkar magn kólesteróls í “umferð”, og samkvæmt því sem áður er frá sagt (“down regulation”) veldur aukinni tjáningu LDL viðtaka, þá sérstaklega í lifur. Við þessa atburði minnkar svo magn LDL í plasma. Til að þessi lyf hafi verkun þurfa LDL viðtakarnir að vera vel starfhæfir, en þrátt fyrir þessa staðreynd geta flestir sjúklingar með arfblendna ættgenga kólesterólhækkun nýtt sér þessi lyf. Aukaverkanir þessara lyfja eru helstar: Ógleði, hægðatregða auk þess sem magn þríglýseríða í plasma getur aukist. Við ákjósanlegustu kringumstæður geta þessi lyf ein sér lækkað LDL gildi um 25-35%, en eins og síðar kemur fram eru lyf þessi oft notuð með öðrum kólesteróllækkandi lyfjum. Nikótín sýra lækkar bæði hækkuð VLDL og LDL gildi. Þetta lyf er venjulega notað með gallsýrubindandi lyfjum. Líkleg verkun nikótín sýru er sú að minnka framleiðslu VLDL í lifur, og sem afleiðingu af því magn LDL í plasma. Þetta gæti gerst þannig að nikótín sýra hindri losun fitusýra úr fituvef og þannig hafi lifrin minna úr að spila til myndunar á lípópróteinunum. Eitt sér virðist nikótín sýra, við ákjósanlegustu aðstæður geta lækkað LDL gildi um 20-35%. I þeim skömmtum sem nikótín sýra er notuð til lækkunar á kólesteróli eru aukaverkanir algengar, og margir geta því ekki nýtt sér nikótín sýru í þessum tilgangi. Meðal aukaverkana hér má nefna húðroða (e. cutaneous flushing), einkenni frá meltingarvegi, hækkun á transaminösum lifrar og þvagsýrudreyri (e. hyperuricemia). Frábendingar við notkun þessa lyfs eru þvagsýrugigt og meltingarsár. Eitt það athyglisverðasta við þetta lyf er að það virðist hækka HDL gildi. Slík verkun eykur, allavega fræðilega séð, gildi nikótín sýru sem kólesteróllækkandi lyfs. Probucol er lyf sem ekki er “í fyrstu röð” til meðferðar á hyperkólesterólemiu, heldur er notað meðöðrumkólesteróllækkandi lyfjum. Rétteraðgeta þess að þetta lyf er ekki skráð á Islandi. Probucol lækkar LDL gildi, en í raun er óvíst á hvaða hátt það gerist. I þessu sambandi er afar athyglisvert að svo virðist sem þetta Iyf gagnist einstaklingum með arlbreina ættgenga kólesterólhækkun. Þetta þýðir að lyfið virðist ekki hafa verkun sína gegnum LDL viðtaka þar sem LDL viðtakana vantar í arfhreinni ættgengri hyperkólesterólemiu. Probucol virðist vera tekið upp í lípópróteinin við myndun þeirra og breyta þeim þannig að frumur “þekki” ekki lípópróteinin og geti því ekki tekið þau upp. Hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir hafa verið með probucol virðist einnig sem hreinsun (e. clearance) LDL úr plasma gangi hraðar en ella. Probucol virðist einnig geta komið í veg fyrir oxun. í þessu sambandi er rétt að minnast þess er fyrr var minnst á, að við æðakölkun er umbreytt LDL, m.a. LDL sem hefur orðið fyrir peroxidation, tekið upp í átfrumur æðaveggja. LDL sem einangrað het'ur verið úr sjúklingum sem undirgengist hafa probucol meðferð virðist vera þolið (e. resistant) fyrir oxun. Aðaloxunarvari lókamans sem vinnur á fituleysanlegu formi fæst eingöngu úr fæðunni og er það E-vítamín. Það er flutt á lípópróteinum í blóði og veldur skortur þess auknum líkum á skemmdum þeirra (34). 46 LÆKNANEMIN N 1 1991 44. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.