Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1991, Síða 51

Læknaneminn - 01.04.1991, Síða 51
C. Þjálfun (síðari hluti). Kraftþjálfun er sú tegund þjálfunar sem byggir mest á loftfirrtri vinnu og orku úr kreatini og glykogeni úr vöðvum og lifur. Þrátt fyrir það eru þær þrjár greinar sem eru þekktastar kraftagreinar býsna ólíkar með tilliti til áhrifa á líkamann og áhættuþátta hjarta og æðasjúkdóma. Kraftlyftingar byggja nær eingöngu á fáum mjög þungum lyftum, í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Ólympískar lyftingar byggja meira á sprengikrafti og snerpu en þó á fáum þungum lyftum. Vaxtarrækt er þriðja aðai kraftagreinin og er þess vegna oft ranglega sett undir sama hatt og hinar tvær þegar talað er um áhrifin á Iíkamann. Vaxtarræktbyggirhinsvegarmiklumeiraá úthaldi en hinar tvær, enda getur súrefnisupptaka orðið mest svipuð og hjá körfuboltamönnum. Vaxtarræktarmenn lfkjast því meiraþolíþróttum með tilliti til áhrifa á hjarta og æðakerfið enda sameinar þjálfunin margt það besta úr bæði þol- og kraftaíþróttum (9). I þessu sambandi er mikilvægt að gera sér grein fyrir því þegar talað er um kraftþjálfun (resistance eða strength training) hvernig hún fer fram í þeim tilraunum sem um ræðir þannig að ekki sé um að ræða kraftlyftingar sem gefur töluvert aðra niðurstöðu. Sumir vísindamenn hafa fundið svipuð HDL gildi í kraftíþróttamönnum og í þolíþróttamönnum (11.12.13.) eða jafn vel lægri eða allt niður í LDL/HDL hlutfall 2.0 á móti 2.4 í hlaupurum (9.10). þessar niðurstöður eru flestar ef ekki allar fengnar við úthaldskraftþjálfun eða vaxtarrækt og stöðvaþjálfun ( circuit weight training) í fólki sem að auki borðar fitusnautt fæði. Aðrir hafa fundið lægra gildi HDL og hærra heildar kólesteról/HDL hlutfall miðað við þolþjálfun (14.15.16). Þessir síðastnefndu hafa þó verið gagnrýndir fyrir lélega eða enga leiðréttingu (11.17.18.19) fyrir aldur, líkamsfitu, fæði, æfingakerfi og lyfjanotkun enda hafa anaboliskir sterar mjög blóðfituhækkandi áhrif eða allt að 280 % aukning á LDL/ HDL hlutfallinu í einni tilraun, sem þó er skammtaháð og þjálfunin getur ekki bætt (9). Allir þessir þættir sem hafa þótt gagnrýniverðir hafa áhrif á lipoprotein í blóði. Þegar leiðrétt hefur verið fyrir líkamsfitu og vefjaaukandi sterum, hafa vaxtarræktarmenn svipað blóðfituhlutfall og hlauparar, en kraftlyftingamenn hafa lægra HDL og hærra LDL (20) eða LDL/HDL hlutfall 3.7 (9). Þess vegna eru tilraunir, þar sem ekki kemur fram hvort viðkomandi er á hormónalyfjum eður ei, einskis nýtar. Hvort ástæður þess liggja í eðli þjálfunarinnar, fæðu, eða erfðum hefur ekki verið ákvarðað fullkomlega, hinsvegar hafa vaxtarræktarmenn bæði lægri fituprósentu og neyta almennt minni fitu bæði mettaðrar og heildarfitu og rneiri kolvetna og trefja sem allt hefur áhrif á blóðfitu. Flestar tilraunirnar eru á körlum, en tilraunir á konum gefa illtúlkanlega niðurstöðu milli vaxtarræktarkvenna og hlaupakvenna. Sumir finna sambærilegt HDL í báðum hópum (21). Aðrar rannsóknir finna hærra HDL í hlaupurum en vaxtarræktarkonum, sem þá er svipað og hjá þeim konum sem ekki stunda íþróttir (22). Hér eru þó sömu vítin að varst og hjá körlunum. Af þessu sést að vaxtarrækt eða stöðvaþjálfun sem stunduð er án vefjaaukandi stera getur verkað mjög svipað, mtt. allra helstu áhættuþátta hjarta og æðasjúkdóma og þol íþróttagreinar, ekki síst til lækkunnar á blóðfitu , líkamsfitu og einnig blóðþrýstingi og hefur að auki áhrif á stoðkerfið bæði bein og vöðva sem þolgreinar hafa í mun minna mæli. Niðurstöðurnar eru því þær að ef ætlunin er að minnka áhættuþætti hjarta og æðasjúkdóma og óteljandi annarra sjúkdóma, hægja á ótímabærri ellirýrnun stoðkerfis og minnka kostnað þjóðfélagsins vegna almennt lélegs líkamsástands fólks, þarf að reka sterkan áróður fyrir aukinni hreyfingu. Helst sem blöndu af styrkjandi kraftþjálfun og úthaldsaukandi þolþjálfun í staðin fyrir hina nokkuð einlitu þolþjálfunar umræðu sem uppi hefur verið. D. Áhrif fæðu á blóðfitu. Það er ekki bara aukin hreyfing sem hefur góð áhrif á blóðfitu. Allir sérfræðingareru sammála þvi að fyrsta skrefið til lækkunnar kólesteróls í blóði sé með breytingum á fæðuvenjum, sem hafa tvenn markmið, að minnka mettaða fitu og rnegra viðkomandi. Að LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg. 49

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.