Læknaneminn - 01.04.1991, Síða 60

Læknaneminn - 01.04.1991, Síða 60
Ferðin til Egyptalands Bjarni Össurarson og Steinar Guðmundsson læknanemar Það var 1. ágúst 1990 sem við flugum til Egyptalands, daginn fyrir innrás Iraka í Kuwait. 1 Egyptalandi dvöldum við í mánuð. Hluta ferðarinnar sem stúdentar inni á spítala, en lengst af vorum við venjulegir túrhestar á ferð og flugi í bókstaflegri merkingu, að kynna okkur land og þjóð. Hér á eftir fer ferðasagan í stórum dráttum ásamt ýmsum fróðleiksmolum um Egyptaland. Á arabísku er Egyptaland nefnt Masr. Egyptaland er á norð-austur hluta Afríku og tengist Asíu í gegnum Sinaí skagann. Landið á landamæri að Libýu í vestri, Súdan í suðri, Saudi-Arabíu í suð- austri, ísrael í austri og Miðjarðarhafi í norðri. Einungis um 4% af landinu er byggilegt og ræktanlegt landsvæði en stærsti hluti þess er eyðimörk. Nílarfljót sker landið tvennt frá suðri til norður eða frá landamærum Súdan til Cairo en þar klofnar áin í tvær ár sem renna í Miðjarðarhafið. Svæðið fyrir norðan Cairo er nefnt Neðra Egyptaland en landið sunnan við Cairo að Súdan, Efra Egyptaland. Egyptareru rúmlega 51 milljón manns þar sem 95% þeirra búa á bökkum Nílar. Þéttbýli er þar mikið og jafnvel talið vera með því mesta sem gerist í heiminum, sem endurspeglar mikilvægi Nílar fyrir landið. I höfuðborginni, Cairo einni búa um 14 milljónir en næst stærsta borg Egyptalands er Alexandría en þar búa um 4 milljónir. Þessar borgir blésu út í sex daga stríðinu 1967 þegar flóttamenn frá svæðinu í kringum Súezskurðinn streymdu frá stríðssvæðunum. Um 85%Egyptaerumúhameðstrúaren um 14% kristnir. Arabíska er ríkismál en flestir menntaðir Egyptar tala a.m.k. eitt eða tvö önnur tungumál, yfirleitt ensku eða frönsku. Eftir ánægjulegt 6 tíma flug með Scandinavian Airline System (SAS) frá Kaupmannahöfn lentum við í Cairo heitt ágústkvöld. Við stigum út úr flugvélinni bjartsýnir og fullir eftirvæntingar. Enginn tók þó á móti okkur frá epypsku skiptinemasamtökunum en í staðinn “handtók” okkur brosmildur egypskur leigubílsstjóri sem ísífellu endurtók: “No probleml”. Sá fyrsti en ekki sá síðasti sem reyndi að greiða úr málunum með þessari mótsögn! Við höfðum verið varaðir við ágengi innfæddra við túrhesta en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að losna, kurteisis- sem dónalegar, fór karl hvergi. Að lokum, eftir mikið japl, jaml og fuður gáfumst við upp og leyfðum honum að aka okkur á næsta hótel þar sem hægt væri að hringja til Ismailia þar sem illa gekk að hringja frá flugvellinum. En Ismailia er borg við Suez skurðinn þar sem fulltrúi skiptinemasamtakanna átti heima og þar sem spítalinn “okkar” er. Fyrir utan flugvallarbygginguna beið fákurinn sem reyndist vera innlend framleiðsla, eftirlíking af Moskóvits árgerð "60. Vinur okkar ók okkur rakleiðis á næsta hótel sem reyndist vera Hótel Beirút og varð okkur nú ekki um sel. Heldur var farið að dýpka á bjartsýninni og brúnin að síga. Borguðum við nú karli 20 pund (1 EP = 20 ÍKR) og afþökkuðum frekari “þjónustu”. Okkur til mikillar furðu og gleði fór hann án frekari málalenginga. “No problem". Við hringdum til Ismailia og “fræddi” viðmælandi okkar þar sem ekki reyndist mikill ensku snillingur, á því hvert við ættum að fara. Þegar við vorum rétt búnir að snúa okkur við til brottfarar, dúkkar ekki “hjálparhellan okkar” aftur 58 LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg.

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.