Læknaneminn - 01.04.1991, Page 64

Læknaneminn - 01.04.1991, Page 64
liggur í blóði sínu á götunni og hafði verið ekið á hana. I bílnum voru evrópsk hjón sem voru gjörsamlega miður sín og vissu ekki sitt rjúkandi ráð. I kringum slysstaðinn stóðu um þrjátíu Egyptar og horfðu þögulir á. Stelpan var meðvitundarlaus, en andaði og með hægan en að mér virtist veikan púls. Mín fyrsta hugsun var að koma henni á spítala sem fyrst og vonaði að í grenndinni fyndist slíkur og þá ekki af því taginu sem við höfðum áður kynnst. Þar sem kynni mín af “egypska hraðanum” voru orðin nokkur þessar vikur sem höfðum dvalið í landinu, ráðlagði ég þeim að flytja barnið á spítala sjálf því ekki víst að sjúkrabíl væri að finna á þessu landsvæði og tæki hann sjálfsagt eilífð að komast á staðinn fyndist hann einhvers staðar. Þau samþykktu það og bað ég þau þá að finna ábreiðu eða eitthvað til að flytja stelpuna inn í bílinn. Hún fannst ekki strax og tóku þá nokkrir Egyptar stelpuna upp en voru stöðvaðir af konunni sem ók bílnum. Bað hún þá að bíða aðeins með þau fyndu teppi og skildist mér á henni að hún vildi ekki fá blóð í aftursætið því töluvert blæddi úr vitum stúlkunnar. Lögðu þá mennirnir stúlkuna aftur í blóðpollinn. Að lokum fannst teppi og var þá hægt að flytja stúlkuna inn í bílinn. Hófst þá heilmikil rekistefna meðal fólksins sem þarna var samankomið hvert ætti að fara. Ég bað þau bara að drífa sig á næsta spítala sem fyrst en var ekki virtur viðlits. Fannst mér ég þá ekki geta gerl neitt meira, tók reiðskjóta minn og kvaddi útifundinn og fæ líklega aldrei að vita hvernig stelpunni reiddi af. Ég las einhvers staðar að munur væri á tímaskynjun vestrænna- og arabaþjóða. Var því líkl við það að vestrænar þjóðir skynjuðu tímann sem fljót sem stöðugt rynni fram hjá þeim en arabar hugsuðu tímann sem stöðuvatn sem þeir geta hvílst í. Þetta kann að skýra af hverju Egyptar kunna ekki að flýta sér og gera allt í rólegheitunum. Það getur verið ágætt í sumum tilvikum en hvort sem það er stöðuvatn eða Skaftárfljót þá finnst mér að menn verði pínulítið að ræsa utanborðsmótorinn þegarbráðatilfelli sem þetta kemur upp! Frá Hurgadafórum við loks til Cairo þarsem við dvöldum í nokkra daga. Cairo var skítug (“Ekki land contact-linsa”, eins og einhver myndi segjaj.Fór tíminn þar mest í skoðunarferðir þar sem við kíktum á pýramídana og spfinxinn í Giza og fleira. Einnig skruppum við til Alexandríu sem er á norður strönd Egyptalands þannig að segja má að höfum farið um landið þvert og endilangt (“We've done Egypt”, eins og Kaninn segir þegar hann fer til “the Old Country”, Evrópu). I lok mánaðarins flugum við síðan til Kaupmannahafnar, dauðfegnir að komast í vestræna menningu á ný. Hafði ferðin heppnast mjög vel, við séð og upplifað margt nýtt. Það var gaman að fá tækifæri til að kynnast þessu landi og þjóðinni sem þar lifir. Egyptar eru gott fólk og þægilegir í umgengni ef maður slakar á og leyfir sér að hvílast í stöðuvatni þeirra sem stundum getur verið erfitt. Fólkið virtist yfirleitt vera þokkalega ánægt með sitt hlutskipti og hittum við iðulega fyrir brosmilt og heiðarlegt fólk (fyrir utan flesta leigubílstjóra og sjálfskipaða leiðsögumenn við fornminjar). En þrátt fyrir það vorum við glaðir að komast heim þar sem lífið gengur á þann hátt sem við þekkjum öll svo vel 62 LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.