Læknaneminn - 01.04.1998, Page 10
Þorvarður R. Hálfdanarson
HBK, bæði þroskaðra neutrofíla og óþroskaðri forstiga.
Einnig er hægt að sjá s.k. „toxíska“ blóðmynd við ofan-
greinda sjúkdóma en þá fmnast Döhle korn sem eru
fölbláar innlyksur í umfrymi, „toxískar granúlur11
(dökkblá korn í umfrymi) og eyður í umfrymi neutró-
fíla (toxic vacuoles). Hér á eftir verða taldar upp
nokltrar ástæður breytinga á fjölda neutrófíla.
Fjölgun neutrófíla (neutrophilia)
• Sýkingar: Sérstaklega bakteríusýkingar, en þetta
getur sést við flestar sýkingar.
• Efnaskiptatruflanir s.s. diabetic ketoacidosis,
nýmabilun og svæsin ofstarfsemi skjaldkirtils.
• Vefjaskemmdir s.s. hjartadrep, bruni og brisbólga.
• Blóðsjúkdómar s.s. hvítblæði.
• Lyf s.s. barksterar og adrenalín.
• Lífeðlisfræðilegar skýringar s.s. mikil áreynsla,
streita, þungun og fæðing.
• Blóðrof af hvaða toga sem er.
Fœkkun neutrófíla (neutropenia)
Minnkuð framleiðsla:
• Ymsar sýkingar s.s. yfirþyrmandi blóðsýking.
• Lyf s.s. krabbameinslyf, ýmis sýklalyf og
skjaldkirtilslyf.
• Geislun.
• Blóðsjúkdómar s.s. hvítblæði, myelodysplasia
og anemia aplastica.
Styttur líftími: Svæsnar sýkingar, lyf og sjálfs-
ónæmissjúkdómar.
LYMFÓCÝTAR
Fjölgun lymfócýta miðast við > 4xl09/L og er algeng
hjá börnum og hefur gjarnan litla klíníska þýðingu
ólíkt því sem gerist hjá fullorðnum þar sem osökin er
oft fmnanleg.
Fjölgun lymfócýta (lymphocytosis)
• Sýkingar: - Veirusýkingar s.s. mononucleosis,
cytomegalovirus, hlaupabóla og mislingar.
• Bakteríusýkingar (gjarnan langvinnar) s.s.
kíghósti og berklar.
• Toxoplasmosis.
Mynd 4. Blóðstrok sjúklings með CML.
Greinilega sést að um mikla ljölgun HBK er að
ræða ásamt því að mikið er af óþroskuðum
frumum.
• Afturbati bráðasýkinga.
• Blóðsjúkdómar s.s. brátt (ALL) og langvinnt
(CLL) eitilfrumuhvítblæði (oft veruleg fjölgun
lymfócýta í CLL þar sem margir þeirra hafa
skemmst í vinnslu blóðstroksins og mynda s.k.
klessufrumur) og eitilfrumuæxli (non-Hodgkins
lymphoma).
Fækkun lymfócýta (lymphopenia)
• Aukin eyðing s.s. geislun, frumudrepandi lyf og
barksterar.
• Minnkuð framleiðsla s.s. anemia aplastica, krabba-
mein (sérstaklega Hodgkins sjúkdómur) og
sýkingar (eyðni).
8
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.