Læknaneminn - 01.04.1998, Page 14
Skilningur samtímans á orsökum og eðli hjarta- og
æðasjúkdóma á sér rætur í rannsóknum á sviði margra
fræðigreina; meinafræði, frumulíffræði, lífefnafræði,
klíniskrar hjartasjúkdómafræði, erfðafræði en ekki síst
faraldsfræði. Framlag hennar á þessu tiltekna sviði hefur
verið kallað önnur faraldsfræðibyltingin. Hin fyrsta var
að sjálfsögðu ómetanlegt framlag faraldsfræðinga 19.
aldar til skilnings á
smitsjúkdómafaröldr-
um þess tíma og lagði
grunninn að heil-
brigðis- og sóttvarnar-
aðgerðum sem ger-
breyttu lífi fólks á síð-
ustu öld og fram á
okkar daga. Síðustu 4
til 5 áratugi hefur far-
aldsfræðin þróað að-
ferðir til að greina
áhættuþætti lang-
vinnra sjúkdóma og
lýsa hegðun þeirra í
samfélaginu (1). Þessi
þekking hefur lagt
grunninn að forvarnar-
aðgerðum sem bæði
snúa að einstakling-
um og samfélaginu í
heild. Nánar til tekið
lýsir faraldsfræðin
stöðunni í samfélaginu
hvað ákveðna sjúk-
Höfiindur er hjartasérfrœðingur
á Landspítalanum
dóma snertir, algengi þeirra og nýgengi, breytingum
með tíma og leitast við að lýsa tölfræðilegu sambandi
lífshátta eða persónulegra sérkenna og sjúk-
dómsáhættu. Þetta er sjálft áhættuþáttarhugtakið, sem
er framlag faraldsfræðinnar, ekki bara til fræðilegrar
umræðu heldur einnig til daglegs máls og hugsunar-
háttar. Nátengt er hugtakið hlutfallsleg eða afstæð
12
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.