Læknaneminn - 01.04.1998, Page 20
Guðmundur Þorgeirsson
Males %
25
20
15
10
55 years at L . 65 years at
examination examination
I I I
<208 209-227 228-244 245-261 262-284 >285
Cholesterol mg/dl
Mynd 6. Dánarlíkur ár kransæðasjúkdómi innan 10 ára
meðal karla í mismunandi kólesterólhópum í Hjarta-
verndarrannsókninni (ref. 10).
heilsubætandi áhrif. Áætlað er að spænska veikin hafi
árið 1918 lagt að velli um 20 miljónir manns í þeim
löndum þar sem hún geisaði. Flokkast hún því með stór-
um drepsóttum í sögu mannkyns. Áætlað hefur verið að
u.þ.b. 18% þeirra sem nú eru á foldu í þróuðum lönd-
um heims muni láta lífið vegna tóbaksreykinga (21).
Þetta eru 200 milljón manns, tíu sinnum fleiri en dóu
úr spænsku veikinni. Um það bil helmingur
þessara dauðsfalla hrífur fólk á aldrinum 35-69
ára sem að meðaltali munu glata 23 árum af
ævinni. 38% munu deyja úr hjarta og æða-
sjúkdómum. Það er sorgleg staðreynd að
fórnarlömbum tóbaksreykinga mun enn
fjölga á næstu árum vegna þess sem er að ger-
ast í þróunarlöndunum og þegar hefur verið
vikið að.
Faraldursfræðin fær stöðugt ný viðfangsefni.
Sem dæmi um mikilvægar spurningar sem ný-
lega hefur verið glímt við með faraldursfræði-
legum aðferðum er spurningin um tóbaksreyk
í umhverfi eða óbeinar reykingar sem orsaka-
vald kransæðasjúkdóms. Vegna þess hve
margir verða fyrir barðinu á tóbaksreyk í um-
hverfi eru möguleg áhrif á heilsufar gríðarleg.
Á hinn bógin koma upp erfið aðferðafræðileg
vandamál við mat á slíkum þætti. Áhrifin á
hvern einstakling eru að sjálfsögðu miklu
veikari en áhrif beinna reykinga og ruglandi
þættir (“confounding factors”) eru erfiðir við-
fangs, t.d. tengsl við erfðir, hreyfingu eða
hreyfingarleysi og aðra þætti í lífsstíl sem
tengjast tóbaksreyk í andrúmslofti. Einnig
hefur almenn þjóðfélagsstaða og menntun
sterk tengsl við heilsufar, sérstaklega hjarta-
og æðasjúkdóma. Sannfærandi upplýsingar
liggja nú fýrir um áhrif óbeinna reykinga á
starfshæfni æðaþels (22) og nýlega var sýnt
fram á afgerandi áhrif þessa umhverfisþáttar
til lækkunar á HDL meðal barna sem af
erfðafræðilegum ástæðum hafa hátt LDL
(23). Rannsóknir af þessu tæi renna stoðum
undir það faraldursfræðilega mat að óbeinar
reykingar auki líkur á kransæðasjúkdómi um
20% (24). I ljósi þess hve margir þurfa að
anda að sér reykmenguðu lofti er ljóst að
20% áhættuaukning er í reynd gríðarlegt
heilbrigðisvandamál.
15 Augusl 1993 • Armals of Inlemal Medicine • Volume 119 • Number 4 331
Mynd 7. Líkur á kransæðaáfalli á 1000 sjúklingsárum
sem fall af slagbilsbióðþrýstingi í tveimur hópum með
mismunandi áhættuþætti (ref. 13).
18
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.