Læknaneminn - 01.04.1998, Page 22

Læknaneminn - 01.04.1998, Page 22
Kulnun Burnout Lárus Helgason Kulnun myndast helst hjá einstaklingum er búa við langvinna og oft erfiða streitu. Pines (1) lagði áherslu á mun þann sem aðskilur kulnun frá streitu. Flestir finna til streitu. Sumir nýta sér hana til framgangs aðrir líða íyrir hana. Þeir ráða ekki við úrlausnir og verða útsettir íyrir kulnun. Með kulnun er átt við heild einkenna og teikna er felast m.a. í tilfinningalegri ofþreytu eða dofa, reiði eða uppstöklcni, sjálfshvarfi, skertri afkastagetu og minnkandi áhuga fyrir starfi, jafnvel starfsfælni. Stundum, einkum ef ástandið versnar, ber mest á kvíða eða þunglyndi. Einkennin eru nokkuð misjöfn jafnvel breytileg og fer það eftir einstaklingum. Kulnun er ekki skilgreind sem sérstakur sjúkdómur hvorki í alþjóðlegu sjúkdómsskránni, ICD-10, eða í amerísku sjúkdóms- skránni, DSM-4. í ICD-10 fellur kulnun aðallega undir fjórar eftirtaldar greiningar: Svörun við mikilli streitu, aðlögunarraskanir, þung- lyndi eða kvíða. Þrátt fyrir það hefur kulnun hlotið vaxandi athygli. Einkum vegna þess að orsakir eru rakt- ar til álags er veldur starfsþreytu sértaklega meðal þeirra er vinna með tilfinningar eða þjáningar fólks. Grundvöllur fyrirbyggingar og meðferðar er því noklcuð ljós. Hér er aðallega átt við heilbrigðisstéttir einnig kennara, lögreglumenn og slökkviliðsmenn. Víðtækar rannsóknir hafa sýnt að kulnun hefur gífur- Ieg áhrif á starfsgetu, eykur fjarvistir, minnkar afköst og skapar verulega hættu á mistökum. Enskar rannsóknir (2) hafa sýnt fram á að um 60% fjarveru frá starfi meðal heilbrigðisstarfstétta megi rekja til kulnunar. Höfimdur er geðlœknir og starfiur á Landspítalanum ORSAKIR Margar kenningar hafa komið fram um orsakir kulnunar. Hér verður aðeins getið þriggja þeirra helstu. Metnaður Freudenberger (3,4) telur að orsakir kulnunar felist í því að sumir einstaklingar ætli sér of mikið t.d. að kröf- ur um árangur séu of miklar. Þeir leggja ríka áherslu á starf sitt jafnvel á kostnað félagslífs. Njóta ekki afraksturs, lenda í sjálfheldu, einangrast og stuðningur verður ófull- kominn. Þeir ráða ekki við álagið og fá gjarnan kulnun. Orsakir þurfa ekki aðeins að liggja í of miklu vinnu álagi heldur einnig í of mildum lcröfum um árangur t.d. með of milcilli nákvæmni eða meiri afrakstri. Skipulag og álag starfsviðs Bent hefur verið á (5.6.7) að oft megi rekja orsakir lculnunar til ástands á vinnustað. Helst hefur verið rætt um ósveigjanlegar vinnureglur, slæman aðbúnað, óraunhæfar lcröfur, mikla pappírsvinnu, langan vinnu- dag, of lág laun og takmarkaðan stuðning. Einnig hefur verið sýnt fram á (8) að geðlæknar og aðrir aðilar sem vinna með geðsjúklinga njóti sín mun betur á einkastofum en á stofnunum. E.t.v. vegna þess að þar stjórna þeir sjálfir starfi sínu. Samspil innri átaka og starfssviðs Hér er elcki átt við afleiðingar streitu vegna metnaðar eða ósætd við vinnustað heldur almennt ástand ein- staklingsins og hans innri átök. Sumir í heilbrigðisstétt fá kulnun en aðrir með svipuð störf og kringumstæður bera ekki slík einkenni. Rannsóknir hafa sýnt (9, 10) að einstaklingar sem höfðu orðið fyrir áfalli á yngri árum, stóðu í fjölskyldu- eða hjúskapardeilum eða voru 20 LÆKNAIMEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.