Læknaneminn - 01.04.1998, Page 28
Beinbrot
í höndum
Magnús Páll Albertsson
Beinbrot í höndum eru að sjálfsögðu margvísleg
enda beinin mörg og aðstæður mismunandi eftir því
hvar brotið er.
Meginreglan er að kyrrsetja höndina í umbúðum í
eins stuttan tíma og mögulegt er og markmiðið á alltaf
að vera “sem best starfsgeta” handarinnar í lok meðferð-
ar. Þannig á að hefja æfingar fljótt og oftast áður en
merki um gróanda sjást á röntgenmyndum. Sem dæmi
má nefna að helst á ekki að festa fmgur í umbúðum
lengur en í þrjár vikur vegna brots en gróandi sést oft-
ast ekki fyrr en talsvert síðar á röntgenmyndum.
Litlar skekkjur í fingrum hafa oft talsverða truflun í
för með sér. Jafnvægi hins fína og vel stillta kerfis sina,
liða og beina truflast oft alvarlega við styttingar beina í
fingrum vegna brota og það jafnvel þótt styttingin sé
lítil. Þá er snúningsskekkja í fingrum oft verulega trufl-
andi en mat á snúningsskekkju er fyrst og fremst
klínískt. Þannig getur fingurbrot litið vel út á röntgen-
mynd en samt verið til staðar í því snúningsskekkja sem
truflar starfsgetuna verulega. Mynd 1 sýnir hvernig lín-
ur frá hálfkrepptum fingrunum mætast í einum punk-
ti við eðlilegar aðstæður.
Meðferð beinbrota í hendinni getur verið af ýmsum
toga rétt eins og meðferð brota annars staðar í líkaman-
Höfundnr er handarskurÖHknir
á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
um. Sum brotanna þarfnast engrar sérstakrar meðferð-
ar og önnur þarfnast eldti meiri meðferðar en fæst með
því að hefta / líma (“teipa”) brotinn fingur við óbrotinn
fingur við hliðina þannig að sá brotni hafi stuðning af
hinum óbrotna.
Onnur brot þarfn-
ast gipsumbúða og
oft er við hæfi að
“teipa” saman fing-
ur fyrstu eina eða
tvær vikurnar eftir
að gipsmeðferð lík-
ur til þess að auð-
velda sjúklingnum
hreyfiþjálfun. Þegar
það er gert er mikil-
vægt að gæta þess að
hefta ekki fingurlið-
ina með plástrinum
, , , a n Mynd 1: Stefna hngranna í hálf-
þvi það truflar •' . ö
, Cr i . krepptn stöou.
hreyhferu liðanna. rr
Þá eru einnig til
brot sem nauðsynlegt er að lagfæra með aðgerð og innri
festingu, t.d. með skrúfum, plötu og skrúfum, stálvír,
pinnum eða á einhvern annan hátt. Stundum er stöðug-
leiki og styrkur þessarar innri festingar nægilega góður
einn sér til að leyfa hreyfingu fljótlega eftir aðgerð og
er það mikill kostur þar sem sjúklingar geta þá hafið
hreyfiþjálfun fyrr en ella og minni hætta verður á var-
anlegum stirðleika að meðferð lokinni.
Flokka má handarbrot á ýmsa vegu þegar verið er að
ákveða heppilega meðferð. Þannig þarf t.d. oft að gera
strax við brot sem eru opin, en lokuð brot má oftast
gera við til bráðabirgða (rétta gróflega — grófreponera)
og setja í gipsumbúðir og veita síðan endanlegu með-
26
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.