Læknaneminn - 01.04.1998, Síða 32

Læknaneminn - 01.04.1998, Síða 32
Beinbrot í höndum nærenda beinsins og er nærendinn einnig klofinn í tvennt. Þessi brot eru óstöðug og þarfnast oft aðgerðar. Til eru s.k. “TENNEB” brot (öfug Bennett) sem eru nánast spegilmynd af Bennett brotunum og staðsett í Mynd 11: Bennett brot fyrir og eftir réttingu og festingu a.m. Wagner nærenda V. miðhandarbeins. Gilda um þessi brot öll sömu meginatriði og um Bennett brotin. Kastlos hjá börnum má venjulegast rétta lokað í deyf- ingu en vægar skekkjur í plani hreyfingar skipta venju- lega ekki máli. Hins vegar þolast hliðarskekkjur ver og snúningsskekkjur illa. Oftast er nóg að gipsa u.þ.b. 2 vikur við kastlosum. BROT í ÚLNLIÐSBEINUM Afrifur af þríhyrnubeini (os triquetrum) eru tiltölu- lega algengir áverkar sem muna verður eftir þegar sjúk- lingar koma með verki í úlnlið eftir að hafa dottið á höndina. Þeim fylgja þreifieymsli á litlum punkti yfir triquetrum og þessi brot sjást sem litlir flaskar handar- baksmegin yfir beininu á hliðarmyndum af úlnliðnum. Gipsspelka í 3 — 4 vikur er oftast nægileg meðferð. Högg í lófann geta brotið krókinn af krókbeininu (hamulus af hamatum) og þarf að biðja um sérstakar myndir m.t.t. þessa ef grunur er til staðar. Ekki er óal- gengt að þessi brot grói ekki og er krókurinn þá num- inn brott með aðgerð ef einkenni gefa tilefni til. Bátsbeinið (os scaphoideum) er það úlnliðsbeina sem þumallinn og geirstúfsbeinið hvíla á og er algengt að það brotni. Beinið hefur mikla sérstöðu sökum lélegs blóðflæðis sérstaldega í nærendann og brot gróa því á löngum tíma auk þess sem talsverð hætta er á að brot þar grói hreinlega ekki. Myndast þá s.k. falskur liður (pseudoarthrosis) sem gefið getur þrálát einkenni og leitt til slitgigtar eða jafnvel hruns á úlnliðnum (“SNAC wrist”). Gipsmeðferð við brotum gegnum bátsbeinið er iðulega 8 — 12 vikur en ef aðeins er brot- ið hornið af (tuber scaphoidei) dugar venjulega 4 — 6 vikna meðferð. Vegna lélegs gróanda þykir mikilvægt að greina brotið sem fyrst og hefja meðferð snemma. Gallinn er að brotið sést ekki alltaf á fyrstu röntgen- myndum. Ef til staðar er grunur um brot í bátsbeini, þ.e. sjúklingur er með verki í úlnlið eftir að hafa dottið á höndina (hyperextensio) og þreifieymslin eru fyrst og fremst í “anatomical snuff box” (fossa tapatiére) þá skal fá röntgenmyndir af úlnlið og sérmyndir af bátsbeini. Sjáist brotið elcki en grunurinn er sterkur þá skal hefja meðferð með gipsi (hér notað s.k. “scaphoid gips” sem nær fram að millikjúkulið í þumli en víða aðeins spel- ka ef brotið er ekki staðfest). Síðan þarf að staðfesta brotið og er algeng leið til þess að mynda aftur báts- beinið án umbúða eftir 2 vikur en brotið sést venjulega mun betur þá. Betri leið (fljótari og öruggari) er þó að fá beinaskann einni viku eftir áverkann. Það má gera með umbúðirnar á og gefur venjulega örugga vísbend- ingu um brot að þessum tíma Iiðnum. Grói brot í bátsbeini ekki eða ef hliðrun eða gap (>1 — 2 mm) er til staðar í byrjun er oft gerð aðgerð, brot- ið rétt og fest auk þess að flytja í það bein frá mjaðma- kambi. HEIMILDIR Allar myndir eru fengnar úr bókinni „Handkirurgi - en introduktion" eftir Göran Lundborg (Studentlitt- eratur, Lund, 1988) með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda. Við samningu greinarinnar hefur einkum verið stuðst við: 1. Handkirurgi - en introduktion; G. Lundborg; Studendlitteratur, Lund 1988 2. The hand - diagnosis and indications (3rd edition); G. Lister; Churchill Livingstone, London 1993 3. Líffæri mannsins; H. Feneis (þýð. Súsanna Þórkatla Jónsdóttir); Heimskringla, Reykjavík 1991. 30 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.