Læknaneminn - 01.04.1998, Síða 45

Læknaneminn - 01.04.1998, Síða 45
Hægðatregöa meðal aldraðra. moideum), vinstri ristli og jafnvel upp í þverristil. Þá er greinilega mikil hægðatregða til staðar. Þensla verður á kvið við uppsöfnun hægða í ristlinum og er hún oft verkjalaus meðal háaldraðra og vitrænt skertra. RANNSÓKNIR Yfirlitsröntgenmyndatöku af kviðarholi þarf til að greina hægðatregðu þegar engar hægðir þreifast í enda- þarminum. Hægðastíflan getur þá legið ofar í ristlin- um. Risaristill (megacolon) er oftast auðgreindur á yfirlitsmynd. Röntgen ristilmyndataka með innhellingu eða ristil- speglun er gerð ef hægðabreyting er nýtilkominn, oft- ast er þá miðað við síðustu 6-12 mánuði. Einnig er gerð ristilmyndataka ef hægðatregðumeðferð skilar ekki ár- angri, því þá vaknar grunur um þrengingu eða æxli í ristlinum. Ristilpokar (diverticulosis) sjást oft við rönt- gen myndatöku ásamt kröftugri ristilkarlamyndun (haustrering) vegna ofvaxtar (hypertrophia) í vöðvalög- um, og er það vísbending um langstæða hægðatregðu. Risaristill (megacolon) greinist einnig með slíkri myndatöku. Endaþarms- eða ristilspeglun greina blóðþurrðar- sjúkdóm í ristli (ischemic colon). Verkir samfara hægðalosun vekja grun um slíkan sjúkdóm. Innri gyllinæð greinist einnig með speglun. Blóðrannsóknir hjálpa við orsakagreiningu á hægða- tregðu. Hæmoglobin og natríum hjálpa við greiningu á líkamsþurrki (dehydration) og kalíum, kalsíum, kreat- inin, glucosi og TSH er hluti uppvinnslu á hægða- tregðu (sjá orsakir). MEÐFERÐ Onnur en lyfjameðferð: Að aulca trefjainntöku er oftast fyrsta meðferð hægðatregðu, sérstaklega meðal yngri öldunganna. Gróft brauð, All-Bran og sveskjur innihalda mikið af trefjum og á öldrunarlækningadeildum er mikið not- að af svo kölluðu trefjamauki. Gæta þarf að því að vökvainntaka sé ríkuleg. Oft er hún mæld og skráð (vökvaskema) en þannig er vökva markvissara haldið að hinum aldraða. Reynt er að hafa vökvainntöku ekki minni en 1500 ml á dag. Líkams- Hægðalosuii er holl Til marks um hvað hægðavenjur geta skipt aldraða mildu máh, þá var hinn kunni hehn- spekingur og sta:rðfi"eðingur Btu'lrand Russel sannfærður mu, þó hann léti sér það í léttu rúmi liggja, að langlífi sínu væri því að þakka að hann losaði hægðir tvisvar á dag (14). 14) Russcl B. In: Autobiography, London: Alen & Unwin, 1970. hreyfmgu er reynt að auka, en það er oft vandkvæðum bundið vegna líkamlegrar fötlunar hins aidraða. Með reglulegum klósettferðum er reynt að venja ristillinn á að tæma sig reglulega, og er þá reynt að líkja eftir þjálf- un þvagblöðrunar. Reynt er að minnka lyfjanotkun, eða velja lyf sem eldci valda hægðatregðu. Líkamlegir sjúkdómar sem hugsanlega valda hægðatregðu eru meðhöndlaðir eftir því sem við á. Lyf: I sérlyfjaskránni eru hægðalyfin flokkuð skv. ATC flokkun eftir klínískri verkun lyfjanna. A 06 AC Rúmmálsaukandi lyf. Þessi lyf innihalda trefjar sem binda vatn í ristlinum og auka þannig rúm- mál hægðanna og mýkja þær. Þau eru notuð þegar hægðirnar eru harðar og neysla trefja er ónóg. Þau eru ekki vinsæl meðal aldraðra helst vegna þess að ríkuleg vökvainntaka er mikilvæg til þess að þau verki mýkj- andi. Þessi Iyf valda aldrei niðurgangi. Það lyf sem nefnd eru í þessum flolcki eru Vi-Siblins en auk þess eru vinsæl Husk og Colon Care. A 06 AD Hœgðalyf með osmótíska verkun. Þessi lyf draga vökva inn í ristilinn og mýkja þannig hægðirnar. Þau eru því notuð þegar hægðirnar eru harðar og ofan- greind meðferð skilar eldd árangri. Aðal hjáverkun þeirra er gasmyndun og uppþemba, en ofnotkun þeirra veldur niðurgangi. Nægir þá oft að minnka skammtinn sem gefin er. Sorbitol mixtúra er iðnaðarvara sem not- uð er í sælgætisgerð og því mun ódýrari en Laktúlosa sem nefnd er í sérlyfjaskránni, og gerir sama gagn. Sali- lax og Go Lightly eru lyf sem notuð eru með inntöku til úthreinsunar á hægðum í ristli fýrir ristilmyndatöku og speglun. A 06AA Mýkjandi lyf. Paraffínolía til inntöku er not- LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg. 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.