Læknaneminn - 01.04.1998, Qupperneq 46
Bjöm Einarsson
uð í takmarkaðan tíma ef hægðir eru harðar og ofan-
greind meðferð hefur ekki skilað árangri. Sjúklingar fá
sjaldnast Paraffínolíu með sér heim því ef viðkomandi
svelgist á henni veldur hún efnafræðilegri lungnabólgu.
A 06 AB Lyfsem auka þarmahreyfingar (purgative lax-
ativa). Þessi lyf eru notuð ef hægðir eru mjúkar en
ristillinn kemur þeim þó ekki frá sér. Þau verka ertandi
á slímhúð ristilsins og auka þannig á ristilhreyfmgarn-
ar. Ef þau eru notuð við hægðatregðu með hörðum
hægðum valda þau kviðverkjum. Langvarandi notkun
þeirra eykur á hægðatregðuna þar sem þol myndast og
einnig getur hún leitt til myndunar risaristils (mega-
colon) eins og áður er lýst. I þessum flokki eru Toilax,
Pursenid og Senokot en undanþágulyfið Laxoberal er
notað á sjúkradeildum ef annað ekki dugar.
A 06 AG Innhellislyf.PíLW eru helst ekki notuð nema
til skamms tíma til að losa um hægðastíflur en síðan
taka ofangreind inntökulyf við. Við harða hægðatregðu
eru notað annarsvegar Microlax í túpu, sem smyr og
mýkir hægðirnar og kemur af stað hægðalosun (defeca-
tion) og hinsvegar Klyx (120 ml) og Paraffín innhell-
ing sem leysa upp harðar hægðir. Við mjúka hægða-
tregðu eru notuð Dulcolax ogToilax túpur en lyfin erta
slímhúð ristilsins og auka þannig á ristilhreyfingar. Ef
innihellislyf ná ekki að losa um hægðastífluna er gripið
til þess ráðs að plokka hægðirnar úr endaþarminum
með fingri.
L0KA0RÐ
Kynslódirnar {>rjár
A mánudagsmorgni riíjuðu þrír karlar upp
alburði helgarhmar. Sá uugi sagði: Hiiu var
ekki léleg lijá mér helgin. Eg fór í Keisar-
aim og liitti þessa svaka gellu. Þá sagði sá
miðaldra: Elvki var liiin síðri hjá inér helgiu.
Við hjónin fórum á Hollið og fengiun þessa
lungnamjúku lilóðugu nautasteik og líka
þetta flauclfína rauðvín. Þá sagði sá aldraði:
Þessi helgi var nú sú besta lengi, piltar. Eg
fékk þessa góinsætu AB-mjóIk, og þetta fína
musli og Iosaðii þessar líka svakalegu liægðir.
Hægðatregða er algengt vandamál meðal aldraðra.
Hún fer oft hljótt en veldur vanlíðan þó hún sé sjaldn-
ast hættuleg. Vandamál aldraðra eru oft misgreind,
vangreind hjá sumum og ofgreind hjá öðrum, þar sem
einkennin eru oft afbrigðileg (atypic) frá því einkenna-
mynstri sem við þekkjum hjá þeim sem yngri eru. Því
er góð skoðun mikilvæg við greiningu og meðferð á
vandamálum aldraðra. Þetta á einnig við um hægða-
tregðu. Þótt hægðatregðan sé greind er hún oft elcki
meðhöndlað með viðeigandi lyfjum þannig að þjáning-
unum linnir ekki. Þreifing í endaþarm er því lykilatriði
við greiningu og val á meðferð við hægðarregðu.
HEIMILDASKRÁ:
1) Connel AM et al: Variations in bowel habit in two population sam-
ple. Br.Med.J. 1:1095,1965.
2) Brocklehurst J.C: The gastrointestinal system - the large bowel. Ger-
iatric Medicine and Gerontology, J.C.Brocklehurst, p.534-54l.
3) Halls S J. Bowel contents shift during normal defaecation. Proceed-
ings of the Royal Society of Medicine 58; 859-860, 1965.
4) Milne J S, Williamson J. Bowel habit in older people. Gerontologia
Clinica 14; 56-60, 1972.
5) Todd L P: Some aspects of adult megacolon. Proceedings of the
Royal Society of Medicine, 64: 561-565, 1971.
6) Smith B: The effect of irritant purgatives on the myenteric plexus in
man an mouse. Gut 9: 139-143, 1968.
7) Brocklehurst & Kahn: A study of faecal stasis in old age and use of
Dorbanex in its prevention. Gerontologia Clinica 11, 293-300,
1960.
8) Harari D et al: Constipation in the Elderly. JAGS 41:1130-1140,
1993.
9) Melkerson et al: Intestinal transit time in constipated and non-con-
stipated geriatric patients. Scan. J Gastroenerol; 18:593-597,1983
10) Metcalf et al: Siplified assessment of segmental colonic transit.
Gastroenterology; 92:40-47; 1987.
11) Lawrence et ai: Constipation. Principles of Geriatric Medicine and
Gerontology, second edition: 1167-1167,1990.
12) Romero et al: Constipation and Fecal Incontinence in the Elderly
Population. Mayo Clin. Proc; 71:81-92, 1996.
13) Sérlyfjaskrá 1997.
44
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.