Læknaneminn - 01.04.1998, Page 56

Læknaneminn - 01.04.1998, Page 56
Kjartan Orvar Endurtekinn brjóstverkur Utiloka hjartasjúkdóm • Eðlilegt áreynslurit,, hjartaómskoðun og hjartaþræðing r ______________________________I I I íhuga microvascular angina Brjóstverkur án hjartasjúkdóms 1----------------------------------r------------------------Li Vélinda Stoðkerfisverkur Sálrænar orsakir • Vélindaspeglun Utiloka bakflæðissjúkdóm: • 24 tíma sýrustigsmæling • Meðferðartilraun með próteindælu hemil Frekari vélinda lífeðlisfræðipróf Þrýstingsmæling Onnur sérhæfð próf Tafla V. Uppvinnsla á brjóstverk. fram mikil blöndun í maganum þar sem fæðunni er hrært saman við magasafann. Hreyfingar magans sjá um þessa blöndun. Eftir fæðutekju berst fæðan eftir vélinda niður í efsta hluta magans eða fundus. Rúmmál magans getur aukist frá 300 ml upp í 1500 ml án þess að holþrýstingur í maga hækki. Þetta er hægt vegna þess að maginn hefur mikla hæfileika til að aðlagast þenslu með því að vöðvar magans slaka á og þannig getum við borðað mjög stóra máltíð án þess að finna fyrir óþægindum. Auk þess kemur þetta í veg fyrir of hraða tæmingu maga niður í skeifugörn og bakflæði upp í vélinda ef neðri hringvöðvi vélindans er í góðu lagi. Fljótlega eftir að fæðan hefur borist niður í magann og fundus magans hefur þanist út byrja rythmiskar hreyf- ingar í maganum eða peristalsis en þessar vöðvahreyf- ingar eru í neðri tveim þriðju hlutum magans. Þessum hreyfingum er stjórnað af gangráð sem er í magaveggn- um. Við þessar vöðvahreyfingar í maga berst fæðan í áttina að lokuðum pylorus þannig að fæðan hreyfist fram og aftur í neðri tveim þriðju hluta magans. Þegar stærð fæðuagnanna er komin niður í um það bil 1 mm opnast pylorus og hluti af magainnihaldinu tæmist yfir í skeifugörn. I skeifugörninni tekur við ákveðin aðlögun þannig að skeifu- görnin getur tekið á móti miklum vökva án þess að þrýstingur aukist mikið en eftir að ákveðin fylling hefur náðst þar berast aftur boð til magans þannig að hægt er á hreyfingum mag- ans. Þannig gefst tækifæri til að melta enn frekar fæðuna í skeifugörn og efsta hluta smáþarma án þess að ýtt sé um of á hreyfingar innihaldsins niður á við. Þetta undirstrikar náin tengsl á milli starfsemi magans og skeifugarnar og er því oft erfitt að greina nákvæm- lega hvort að vandinn er í maga eða skeifugörn eins og áður hefur verið sagt frá. Þegar maginn hefur tæmt sig af allri niðurbrjótanlegri fæðu sitja eft- ir í maganum leyfar af ýmsum fæðu- tegundum sérstaklega treíjar sem eklti er hægt að brjóta niður. Þetta getur setið í maganum í allt að 3 klst. en þá koma aftur rythmiskar vöðvahreyfing- ar sem eru mjög kröftugar og byrja ofarlega í maganum sem síðan berast niður magann í áttina að pylorus sem þá opnast upp á gátt og þessar rythmisku hreyfingar fara þannig niður í gegnum magann, skeifugörnina, smáþarmana og langleiðina niður að ileum og ýta þannig í gegn ómeltanlegri fæðu eins og trefjum niður í ristilinn þar sem að þessar fæðutegundir gegna svo aft- ur mikilvægu hlutverki. Þessar kröftugu vöðvahreyfing- ar heita „migrating motorkomplex“ (MMC) og hafa þessar hreyfingar verið kallaðar þarmasópur vegna eig- inlegs hlutverks þeirra. Nánar verður fjallað um þessar kröftugu MMC hreyfingar í kaflanum um smáþarma. 54 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.