Læknaneminn - 01.04.1998, Page 56
Kjartan Orvar
Endurtekinn brjóstverkur
Utiloka hjartasjúkdóm
• Eðlilegt áreynslurit,, hjartaómskoðun og hjartaþræðing
r ______________________________I
I I
íhuga microvascular angina Brjóstverkur án hjartasjúkdóms
1----------------------------------r------------------------Li
Vélinda Stoðkerfisverkur Sálrænar orsakir
• Vélindaspeglun
Utiloka bakflæðissjúkdóm:
• 24 tíma sýrustigsmæling
• Meðferðartilraun með próteindælu hemil
Frekari vélinda lífeðlisfræðipróf
Þrýstingsmæling
Onnur sérhæfð próf
Tafla V. Uppvinnsla á brjóstverk.
fram mikil blöndun í maganum þar sem fæðunni er
hrært saman við magasafann. Hreyfingar magans sjá
um þessa blöndun. Eftir fæðutekju berst fæðan eftir
vélinda niður í efsta hluta magans eða fundus. Rúmmál
magans getur aukist frá 300 ml upp í 1500 ml án þess
að holþrýstingur í maga hækki. Þetta er hægt vegna
þess að maginn hefur mikla hæfileika til að aðlagast
þenslu með því að vöðvar magans slaka á og þannig
getum við borðað mjög stóra máltíð án þess að finna
fyrir óþægindum. Auk þess kemur þetta í veg fyrir of
hraða tæmingu maga niður í skeifugörn og bakflæði upp
í vélinda ef neðri hringvöðvi vélindans er í góðu lagi.
Fljótlega eftir að fæðan hefur borist niður í magann og
fundus magans hefur þanist út byrja rythmiskar hreyf-
ingar í maganum eða peristalsis en þessar vöðvahreyf-
ingar eru í neðri tveim þriðju hlutum magans. Þessum
hreyfingum er stjórnað af gangráð sem er í magaveggn-
um. Við þessar vöðvahreyfingar í maga berst fæðan í
áttina að lokuðum pylorus þannig að
fæðan hreyfist fram og aftur í neðri
tveim þriðju hluta magans. Þegar
stærð fæðuagnanna er komin niður í
um það bil 1 mm opnast pylorus og
hluti af magainnihaldinu tæmist yfir í
skeifugörn. I skeifugörninni tekur við
ákveðin aðlögun þannig að skeifu-
görnin getur tekið á móti miklum
vökva án þess að þrýstingur aukist
mikið en eftir að ákveðin fylling hefur
náðst þar berast aftur boð til magans
þannig að hægt er á hreyfingum mag-
ans. Þannig gefst tækifæri til að melta
enn frekar fæðuna í skeifugörn og efsta
hluta smáþarma án þess að ýtt sé um
of á hreyfingar innihaldsins niður á
við. Þetta undirstrikar náin tengsl á
milli starfsemi magans og skeifugarnar
og er því oft erfitt að greina nákvæm-
lega hvort að vandinn er í maga eða
skeifugörn eins og áður hefur verið
sagt frá. Þegar maginn hefur tæmt sig
af allri niðurbrjótanlegri fæðu sitja eft-
ir í maganum leyfar af ýmsum fæðu-
tegundum sérstaklega treíjar sem eklti
er hægt að brjóta niður. Þetta getur
setið í maganum í allt að 3 klst. en þá
koma aftur rythmiskar vöðvahreyfing-
ar sem eru mjög kröftugar og byrja ofarlega í maganum
sem síðan berast niður magann í áttina að pylorus sem
þá opnast upp á gátt og þessar rythmisku hreyfingar
fara þannig niður í gegnum magann, skeifugörnina,
smáþarmana og langleiðina niður að ileum og ýta
þannig í gegn ómeltanlegri fæðu eins og trefjum niður
í ristilinn þar sem að þessar fæðutegundir gegna svo aft-
ur mikilvægu hlutverki. Þessar kröftugu vöðvahreyfing-
ar heita „migrating motorkomplex“ (MMC) og hafa
þessar hreyfingar verið kallaðar þarmasópur vegna eig-
inlegs hlutverks þeirra. Nánar verður fjallað um þessar
kröftugu MMC hreyfingar í kaflanum um smáþarma.
54
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.