Læknaneminn - 01.04.1998, Page 62
Kjartan Örvar
á smáþarmi sem
geta verið
gróðrastía fyrir
bakteríuvöxt sem
geta gefið ýmiss-
konar einkenni
sem líkjast
hreyfitruflunum
í smáþarmi.
Langalgeng-
asta ástæðan til
að rannsaka smá-
þarma er til þess
að útiloka lang-
vinna smáþarma
pseudoobstruc-
tion (CIP) sem er sjaldgæft sjúkdómsfyrirbæri sem ein-
kennist af truflun annað hvort í sléttum vöðva smá-
þarma eða í taugakerfi smáþarmanna. I töflu VII sjást
helstu orsakir pseudoobstructionar þar sem CIP getur
haft áhrif á allan meltingarveginn eru einkenni þessa
sjúkdóms margvísleg. Þau einkenni sem helst tengjast
maga og smáþarmi eru kviðverkir, ógleði, uppköst,
uppþemba, frásogsvandamál og niðurgangur.
SMÁÞARMAÞRÝSTINGSMÆLING
Smáþarmaþfystingsmæling er erfið rannsókn í fram-
kvæmd fyrir sjúklinginn. Hún getur tekið allt að 6-8
klukkustundir. Byrjað er á því að þræða slöngu í gegn-
um nefið niður í smáþarma. Til þess þarf að nota
skyggnilýsingu til að sjá nákvæmlega hvar slangan er
staðsett. I upphafi er sjúklingur fastandi og er reynt að
fá fram einn MMC hring með fasa I —III. Síðan fær
sjúklingur staðlaða máltíð og hreyfimynstrið er skoðað
eftir fæðutekju (mynd 10).
Þetta er tímafrek rannsókn og því einungis fram-
kvæmd í mjög völdum tilvikum. Algengasta ástæðan er
eins og áður segir til að útiloka pseudoobstruction í
tengslum við uppvinnslu sjúklinga sem eru með t.d.
hægðatregðu (colon inertia) og eru í uppvinnslu fyrir
hugsanlegt brottnám á ristli.
Mynd 11 sýnir bæði eðlilega þfystingsmælingu á
smágirni og dæmi um afbrigðilega vöðvastarfsemi. A
mynd 12 sést dæmi um afbrigðilega taugastarfsemi í
smáþarmi.
Mynd 15. Yfirlitsmynd af kviðarholi við ristils-
flæðismælingu þar sem röntgenþéttir hringir
eru dreifðir í ristlinum. Hringirnir eru taldir og
síðan reiknaður út flæðistími.
ÖNDUNARPRÓFH2
Ondunarpróf er í dag eina öndunarprófið sem getur
mælt flæðishraða gegnum smáþarm.
Við þetta próf er notað H2 merkt efni sem viðkom-
andi neytir og losnar það ekki inn í líkamann úr melt-
ingarveginum fyrr en komið er niður að mótum smá-
þarms og ristils (mynd 13). Þannig kemst efnið inn í
líkamann og viðkomandi andar því út og er hægt að
mæla í útönduðu lofti hvenær þetta efni hefur komið
niður í ristilinn. Þannig má fá fram allgóða mynd af
flæðishraða (mynd 14).
Áverki:
• Eftir fæðingu
• Eftir endaþarmsaðgerð
Taugasj úkdómar:
• Idiopathic
• Upper motor neuron sjúkdómur
• Lower motor neuron sjúkdómur
• Diabetes
• B12skortur
• Meningomyelocele
Áunnin hægðatregða:
• Endaþarmsslímhúðarsig
• Endaþarmssig
• Sig á innri gyllinæð
Tafla IX Orsakir hægðaleka.
60
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.