Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1998, Qupperneq 64

Læknaneminn - 01.04.1998, Qupperneq 64
ÍSÓTÓPARANNSÓKNIR Á SMÁÞARMAFLÆÐI Isótóparannsóknir hafa verið notaðar til að mæla flæði í gegnum smáþarma og reyndar einnig ristil. Þessi rannsóknaraðferð er bæði tímafrek og dýr en gefur góða hugmynd um flæðishraðann og er betri en H2 öndunarprófin að því leyti til að H2 prófin mæla ein- ungis hversu hratt fyrsti hluti efnisins fer niður í gegn- um smáþarmana en ekki heildarflæðistímann meðan að ísótóparannsóknir gefa betri hugmynd um hann. Isótóparannsóknir má ekki gera í börnum og ófrískum konum og erfitt er að endurtaka þær til að meta árang- ur af lyfjameðferð. Vegna þessa hefur H2 öndunarpróf- ið meira praktískt notagildi. Við rannsóknir á lífeðlisfræði smáþarma er þrýstings- mæling góð til að mæla hreyfingar í smáþörmunum en öndunarpróf eða ísótóparannsókn er nauðsynleg til að mæla flæði staða. LÍFEÐLISFRÆÐIRANNSÓKNIR í RISTLI Það er mjög erfitt að rannsaka lífeðlisfræði ristilsins af mörgum ástæðum. I fyrsta lagi er líífærið mjög stórt og mæling í hluta af ristli gefur ekld endilega þá heildar- mynd sem nauðsynleg er. I öðru lagi er ristillinn yfir- leitt fullur af hægðum sem gerir allar mælingar mjög erfiðar og mikil hætta á að innihald ristilsins trufli nið- urstöður. Rannsóknir eru fyrst og fremst gerðar þegar búið er að hreinsa ristilinn og því einhver óvissa um hversu haldgóðar þær upplýsingar eru. Hægt er að gera þrýstingsmælingar í ristli en í dag eru þær einungis not- aðar í vísindarannsóknum en hafa ekki almennt klínískt notagildi. Lífeðlisfræði ristils endurspeglar fyrst og fremst það hlutverk hans að soga vatn úr ristilinnihaldinu til að viðhalda vökvajafnvægi líkamans og að aðstoða við los- un úrgangsefna út úr líkamanum. Þegar hreyfingar ristils eru skoðaðar með þrýstingsmælingum sjást fyrst og fremst staðbundnar hreyfingar sem stuðla að lítilli hreyfingu ristilinnihalds milli svæða en stuðla fyrst og fremst að góðri snertingu milli slímhúðar ristils og innihaldsins og auka þannig frásog vökva úr ristli. Einu sinni til þrisvar á sólarhring verður hinsvegar svokölluð „massahreyfing“ (mass movement) sem ein- kennist af peristalsis þar sem ristillinn dregst saman ofan við hægðamassann en slakar á fyrir neðan hann þannig að innihaldi ristilsins er ýtt niður á við í áttina að endaþarmi. Þannig eru hægðir fluttar á milli hægri og vinstri hluta ristils niður í sigmahluta ristilsins. Þess- ar massahreyfingar eru síðan undanfari hægðalosunar sem hefst venjulega fljótlega eftir að þessar hreyfingar byrja en því er lýst nánar í kaflanum um rannsóknir á endaþarmi. Þær rannsóknaraðferðir sem við höfum til 1. skref 2. skref — Ristilflæðismæling (transit) — Hægt flæði Colon inertia. Brottnám ristils Útiloka vefræna sjúkdóma með Eðlileg speglun eða röntgen ------- Lamaður ristill eða útrásarhindrun Endaþarmsþrýstings -mæling Skyggning hægðalosunar Starfræn útrásarhindrun -----Biofeedback þjálfun Pelvic floor dyssynergia Vefræn útrásarhindrun. Rectocele. — Enterocele. Aðgerð á útrás Rectal prolapse Intussiscepdon. Tafla X Uppvinnsla langvinnrar hægðartregðu. 62 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998,51. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.