Læknaneminn - 01.04.1998, Page 67

Læknaneminn - 01.04.1998, Page 67
Lífeðlisfræði rannsóknir á meltingarvegi. LÍFEÐLISFRÆÐI HÆGÐALOSUNAR Lífeðlisfræði hægðalosunar er í raun mjög flókin. Eins og áður segir eru eklci til staðar hægðir í enda- þarmi nema rétt fyrir hægðalosun. I lok svokallaðra massahreyfingar sem gerist einu sinni til þrisvar á sólar- hring berast hægðir niður í neðsta hluta sigmalykkju ristils. Þá virðist koma fram sterk hreyfmg í þann hluta ristilsins sem ýtir þá þeim hægðum niður í endaþarm- inn. Um leið og hægðir berast niður í endarþarminn verður þensla á endaþarmi sem svokallaðir „þannemar“ skynja sem eru fyrst og fremst í puborectalis vöðvanum sem umlykur endaþarm. Um leið og þessir þannemar eru ertir berast boð í tvær áttir. I fyrsta lagi gegnum mænuviðbragð upp til heila og fmnur þá viðkomandi fyrir hægðaþörf. í öðru lagi berast boð einnig í gegnum mænuviðbragð til innri hringvöðvans sem þá slakar á og opnast eins og trekt niður að endaþarmsopinu. Við það síga hægðirnar enn neðar í endaþarm- inn og nemar sem liggja í slímhúð endaþarmsins greina á milli lofts, formaðra hægða og vökva. A sama tíma hafa borist boð frá heilanum niður til ytri hringvöðvans sem þá dregst saman viljastýrt og lokar endaþarmsopinu ef aðstæður eru óheppilegar til hægðalosunar. Við það að komast á salerni er slaltað á ytri hringvöðvanum, þrýstingur myndast inni í kviðarholinu sem þrýstir ofan á þarminn, hring- vöðvarnir opnast upp á gátt og trektin er opin út þannig að hægð- ir geta runnið niður. Um leið og hægðir hafa runnið út dragast hringvöðvarnir saman aftur og þrýstingurinn í kviðar- holinu minnkar aftur. Til þess að hægðalosun sé eðlileg þarf því þrennt til: í fyrsta lagi þurfa hægðir að vera sæmilega formaðar til þess að þan nemarnir skynji þær eðlilega, í öðru lagi þarf tilfmning í endaþarmi að vera eðlileg og í þriðja lagi þurfa þeir vöðvar sem koma að hægðalosuninni að starfa rétt. Ef einhver truflun verð- ur í þessum þremur meginatriðum kemur fram truflun á hægðalosun ýmist með hægðatregðu, hægðaleka eða óþægindum tengdum hægðalosun. Lífeðlisfræðirannsóknir á starfsemi endaþarms ganga því út á að greina þessa þrjá þætti. Þær rannsóknarað- ferðir sem eru notaðar til að rannsaka lífeðlisfræði endaþarms eru þrýstingsmælingar, taugaleiðnipróf, ómskoðun og skyggning hægðalosunar. 1. skref 2. skref 3. skref IAS skaði - Biofeedback Útiloka bólgur og Eðlileg Endaþarmsþrýstings- — IAS/EAS skaði- — Biofeedback Ef lélegur árangur æxli með speglun mæling EAS skaði- Biofeedback íhuga ómskoðun og aðgerð. — Skyntap- — Biofeedback Tafla XI. Uppvinnsla hægðaleka. 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.