Læknaneminn - 01.04.1998, Page 77

Læknaneminn - 01.04.1998, Page 77
Eiríkur Benjamínsson Tryggingamál lækna Hér verður fjallað um tryggingamál. Sumar trygg- ingar eru samkvæmt lagaskyldu, en aðrar taka mið af sérstökum aðstæðum viðkomandi, bæði félagslegum og fjárhagslegum. Heila bók þyrfti til að fjalla um þær all- ar. Noldtrar tegundir trygginga snerta Iæknastéttina meira en aðrar. Hafa ber sérstaklega í huga stutta starfsœvi með allháum tekjum, þótt ævitekjur í heild séu kannski ekki ýkja háar. Eins búa læknar við áhœttu í starfi, s.s.vegna smitsjúkdóma og lögsókna sjúldinga sinna. Þegar starfsævin hefst, oft á fertugsaldri er hart sótt af ýmsum aðilum að selja okkur margvíslegar tryggingar og því gagnlegt að þekkja til tryggingamála almennt.- Þekkja nokltur grundvallaratriði sem gilda fyrir alla. Til þess að gefa einstaklingsbundin ráð þarf að þekkja viðkomandi vel, tekjur hans, fjölskylduhagi, stöðu og viðhorf. Verður það því ekki reynt á þessum vettvangi. Mikilvægt er að kaupa nauðsynlegar trygg- ingar, jafnframt því virkar það sem kjaraskerðing að kaupa þær sem eru óþarflega háar eða óþarfar með öllu. Það gildir um allar tryggingar að nauðsynlegt er að lesa smáa letrið og skilja hvað raunverulega er verið að kaupa. ALDREI skyldi kaupa skilyrtar tryggingar. T.d. tryggingu gegn krabbameini, hjartasjúkdómum.ferða- líftryggingu o.þ.h. Betra er að kaupa t.d. líftryggingu sem greiðir umsamda upphæð við fráfall, óháð því við hvaða aðstæður það gerist. Hvort viðkomandi deyr á ferðalagi eða heima í rúmi er óháð því, hvað eftirlifend- ur þurfa til framfæris. Líftrygging á því að gilda við all- ar aðstæður. Höfiindur er svœfingalœknir á Landspítalanum í þessu sambandi verður fjallað um fjórar tegundir trygginga: líftryggingu, örorkutryggingu, lífeyris- tryggingu og ábyrgðartryggingu. Líftrygging: Þetta er eingreiðsla til þeirra sem eftir lifa. Hún þarf að vera há hjá þeim sem eiga ung börn, maka sem ekki er vinnufær eða eru með miklar skuld- ir, sem fallið gætu á vini og vandamenn. Sem betur fer eru líftryggingar ódýrar hjá þeim sem ungir eru og hafa þörf fyrir háa tryggingu. Hins vegar er allstór hópur hinna eldri eða barnlausra sem ekki þurfa neina líf- tryggingu. Ef hjón vinna bæði og börn eru uppkomin er engin ástæða til að kaupa líftryggingu. Nýútskrifað- ir læknar þurfa í mörgum tilfellum háa líftryggingu vegna ómegðar og mikilla skulda, hinir eldri geta marg- ir sparað sér þessi útgjöld. Ororkutrygging: Þessi trygging er kannski mikilvæg- ust þeirra allra og nauðsynlegt að skoða hana vel. All- ir geta orðið fyrir einhverju óláni sem gerir þá ófæra um að afla sér tekna. Fyrir einstakling er dýrt að kaupa trygginguna á al- mennum markaði. Oftast er betra að vera í einhverjum skilgreindum hópi, t.d. allir heimilislæknar eða starfs- menn á stórum vinnustað. (Þegar maður af götunni vill allt í einu kaupa örorkutryggingu eru aukin Iíkindi til þess að hann sé með grun eða jafnvel vissu um væntan- lega örorku). Með þessu er verið að tryggja einhver til- tekin mánaðarlaun fram að eftirlaunaaldri. Oftast er innifalið í þessari tryggingu að sama upphæð haldi áfram þegar örorku sleppir við 67 ára aldur, en þó er það ekki öruggt. Rétt er að gæta hagkvæmni í vali ör- orkutryggingar og kaupa tekjutryggingu (“loss of income “) en ekki tryggingu, sem er bundin við ákveð- ið starf s.s. skurðlækningar. Starfsbundin trygging er mun dýrari og reyna tryggingasalar því oft að halda LÆKIMANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg. 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.