Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1998, Qupperneq 86

Læknaneminn - 01.04.1998, Qupperneq 86
Ingvar Hákon Ólafsson og Einar Kr. Hjaltested leiðslutruflanir og aukasiög frá sleglum (ventricular ectopic contractions) og hjartaensím mælast hækkuð. Þó er ekki hægt að útiloka hjartamar með hjartalínuriti og auk þess þurfa breytingar á riti ekki að tákna hjarta- mar þannig í raun er hjartalínurit ekki góð rannsókn til greiningar á hjartamari. Ómskoðun af hjarta er besta rannsóknin við þessar aðstæður því hún sýnir hreyfi- truflanir hjartans. Rifbrot. Ein og sér draga rifbrot menn ekki til dauða nema hugsanlega slæmt flekabrjóst með lungna- mari. Rifbrot ber þó ekki að vanmeta því sársaukinn sem þeirn fylgir heftir öndun og eykur þannig á súrefnisþurrð (hypoxia) og sýringu (acidodis). Góð verkjastilling skiptir því miklu máli og getur vel lögð millirifja (intercostal) deyfing eða utanbasts (epidural) deyfing á brjósthrygg komið í veg fyrir að sjúklingur þurfi að fara í öndunarvél. Auk þess geta tiltekin rif- brot gefið vísbendingu um umfang og eðli áverkans. Til dæmis verður að útiloka áverka á stóru brjósthols- æðarnar ef um er að ræða brot á herðablöðum og brot á fyrsta og öðru rifi. Brot á 1 1. og 12. rifi benda oft til áverka á milta eða lifur. HELSTU KVIÐARHOLSÁVERKAR (THORACOABDOMEN) Kviðarholið inniheldur mörg blóðrík líffæri og getur blæðing frá þeim auðveldlega dregið fólk til dauða. Þindin getur náð upp að 4. rifi og því ber að hafa kviðarholslíffæri í huga við alla áverka neðan geirvarta auk þess sem meta verður kviðinn við alla sljóa háorkuáverka og þá sérstaklega ef sjúldingurinn er með lágan eða fallandi blóðþrýsting. Skoða þarf kviðinn sérstaklega með tilliti til ertingar á lífhimnu (peri- toneum). Ef slík skoðun leiðir í ljós stífan og auman kvið (sleppieymsli og bankeymsli) og sjúldingur heldur elcki uppi eðlilegum blóðþrýstingi er það blæðing í kviðarhol þar til annað sannast og ber að meðhöndla með kviðarholsaðgerð (explorative laporatomy). Rof á milta og lifur eru algengustu kviðarhols- áverkarnir og getur blætt gífurlega úr þessum líffærum. Þau þarf alltaf að hafa í huga við mat á kviðarholi, sérstaklega eftir högg neðarlega á brjóstkassa eða síðu. Brot á neðstu rifjum benda sterldega til áverka á þessi MJAÐMAGRINDARÁVERKI Mynd 2. I ljós kemur liðhlaup í hægri mjaðma- lið. Brot á pelvis hægra megin, gliðnun í hægri sacroiliacalið og rof á symfysu. líffæri. Greining fæst annað hvort í aðgerð eða með myndgreiningaraðferðum (tölvusneiðmynd eða ómun). Rof á milta er annað hvort saumað eða þá miltað tekið og við stóra sprungu í lifrinni er kviðurinn paklcaður með grisjum sem síðan eru fjarlægðar eftir að blæðing hefur stöðvast. Brot á mjaðmagrind er talið hér með kviðarhols- áverkum því bæði fylgja þeim oft áverkar á innri líf- færum (þvagblöðru, innri kynfærum og endaþarmi) auk þess sem þau geta valdið gríðarmiklum, lífshættu- legum blæðingum. Þessum áverka fylgja mikil eymsli við þrýsting á mjaðmakamba (crista iliaca) og er það mikilvægur hluti af mati á kviðarholsáverkum. Þó er alls ekki hægt að útiloka brot með þessu móti og er röntgenmynd af mjaðmagrind því mikilvæg rannsókn á fórnarlömbum fjöláverka. Stöðva þarf blæðinguna og oftast nægir að gera mjaðmagrindina stöðuga með ytri festingu til þess. Dugi það ekki til að stöðva blæðing- arnar þarf að „embolisera" mjaðmagrindaræðarnar sem blæða, því ekki má opna inn á slíka sjúklinga. Setja þarf þvaglegg hjá flestum mikið slösuðum, bæði til þess að tæma þvagblöðruna og fylgjast með þvagút- skilnaði. Endaþarmsþreifing og skoðun á grindarbotni (perineum) er mikilvægur hluti kviðskoðunar og ber 84 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.