Læknaneminn - 01.04.1998, Síða 89

Læknaneminn - 01.04.1998, Síða 89
Björg Þorsteinsdóttir Dagur B. Eggertsson I Læknanemum síðast liðinna ára sést að læknadeild Háskóla Islands getur státað af því að niðurstöður umtalsverðs hluta rannsóknarverkefna sem nemendur vinna í lok fjórða árs læknanámsins fást birtar í viðurkenndum ritrýndum tímaritum innanlands og utan. Þetta er eldd aðeins merki þess að læknanemar hafi tekið rannsóknarþættinum í námi sínu opnum örmum heldur einnig til marks um að mörg verkefnin standist alþjóðlegan samanburð. Þau eru umsjónar- mönnum úr hópi kennara deildarinnar og röðum annarra vísindamanna til sóma. Ljóst er að fáar ef nokkrar deildir Háskóla Íslands geti státað af sama árangri þegar kemur að lokaverkefnum nemenda. RANNSÓKNARVERKEFNI TIL SÓMA Rétt er að taka fram að samanburður við aðrar deildir er að mörgu leyti ósanngjarn. Flest lokaverkefni við aðrar deildir skólans eru unnin eftir aðeins tveggja og hálfs árs nám og krefjast oftast aðeins fimm vikna vinnu (5 einingar) nema í undantekningatilvikum þegar 10 vikum er varið til ritgerðarsmíðinnar (10 einingar). Einsog kunnugt er eru rannsóknarverkefni læknanema 12 viltna. Að auki má nefna að okkur Iæltna- nemum gefst kostur á að helga okkur þessum verkefnum en í öðrum deildum eru þau oft unnin samhliða námi. Þess ber þó að geta að nokkuð algengt er í öðrum deildum að meiri vinna sé lögð í lokaverkefni en að lágmarki er krafist. Margir lækna- nemar halda raunar einnig áfram rannsóknarvinnu sinni eftir að því er formlega lokið. Höfiindar eru lœknanemar á 6. ári Vanmetur lækna- deild rannsóknar- verkefni? BS-MÁUÐ BÍÐUR Á grundvelli þessara staðreynda gegnir það nokkurri furðu að á þriðja ár hefur staðið árangurslítil barátta innan læknadeildar til að fá áðurnefnd rannsóknar- verkefni fjórða árs nema viðurkennd til BS-gráðu. Með BS-gráðu væri verið að undirstrika hinn akademíska rannsóknarþátt sem hluta af læknanáminu til jafnvægis við klíníska hlutann sem segja má að kristallist í embættisprófi í læknisfræði. Það eina sem unnist hefur með þessari baráttu síðustu ár er ágæt umræða um þetta mál. Þessi grein er ætluð sem framlag til hennar. AF HVERJU ANDSTAÐA? Oklcur virðist andstaðan við að veita BS-gráðu byggja á blöndu af vanvirðingu við rannsóknarverkefni fjórða árs nema, oftrú og stundum ranghugmyndum um lokaverkefni annarra deilda og loks ögn af íhaldssemi. Við lítum hins vegar ekki á það sem okkar hlutverk í þessum skrifum að leggja öðrum orð í munn, heldur köllum eftir andstæðum sjónarmiðum. Einkum þykir oklcur þó hafa skort á frambærileg rök gegn því að BS- gráða eigi að veita eftir fjórða ár í læknanámi. Rökin fyrir því að rannsóknarverkefni læknanema veiti BS- gráðu eru skýr. Þau eru eftirfarandi. Helstu rök 1. Sambærilegar lcröfur eða meiri Kröfur þær sem gerðar eru til rannsólcnarverkefna fjórða árs nema í læknadeild eru sambærilegar eða meiri en kröfur til BA eða BS verkefna í öðrum deildum slcólans. Það má sjá af því að gerðar eru kröfur um sam- bærilegar ritgerðir og raunar er jafnframt haldin sérstök rannsóknarráðstefna í lælcnadeild til að kynna niðurstöður verkefnanna. Það á sér aðeins samsvörun á meistarastigi í öðrum deildum. LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg. 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.