Læknaneminn - 01.04.1998, Page 90

Læknaneminn - 01.04.1998, Page 90
Vanmetur læknadeild rannsóknarverkefni 2. Umfangsmeiri en lokaverkefni Aðrar háskóladeildir skilgreina oftast 5 eininga lokaverkefni, sem jafngildir að krafist sé fimm vikna vinnu. Sumar greinar innan heimspekideildar gefa kost á 10 eininga ritgerðum. Þessar ritgerðir leiða til BA eða BS gráðu. Tólf vikna rannsóknarverkefni læknanema gera það aftur á móti ekki. Þetta er óréttlátt misræmi. 1 þessu sambandi er rétt að taka fram að læknadeild metur verkefnin á sanngjarnan hátt til eininga. Þannig vegur verkefnið 10 einingar í lokaeinkun á embættis- prófi sem er meira en öll próf fyrsta misseris, svo dæmi sé tekið. 3. Samanburður við önnur lönd Sé litið til annarra landa staðnæmist fólk fyrst við að fjöldi háskóla skiptir læknanámi í tvennt þar sem fyrri hlutanum lýkur með grunngráðu, sambærilegri við BS- gráðu. Meðal þessara landa eru Bandaríkin en nefna má að í Evrópu lýkur „prekh'níska“ hlutanum gjarnan eftir fjögurra ára nám. Samræmdar reglur ESB segja fyrir um að læknanemi skuli þá hljóta tililinn Drs eða Doktorandess. Það merkir að viðkomandi þyki hæfur til að hefja doktorsnám. Flest lönd ESB gera þó ekki kröfu um sambærilegt rannsóknarverkni og það sem tíðkast hér á landi. Til samanburðar má nefna að læknadeild Háskóla Islands hefur ólíkt evrópsku skólunum aðeins talið læknanema tilbúna til að hefja eins árs BS nám eftir hið 12 vikna rannsóknartímabil og fjögur ár í námi! I besta falli hefur mátt vinna að rannsóknum til meistaraprófs sem er vitanlega mun eðlilegra framhald 12 vikna rannsóknarvinnu á háskólastigi. I Evrópu bregða menn sér hins vegar beint í doktorsnámið! 4. Hagsmunir læknanema í frekara námi Aukin þrýstingur hefur myndast um úrlausn í BS- málinu þar sem dæmi er um að læknanemar sem lokið hafa fjórum námsárum og rannsóknarverkni hafi þurft að hefja nám á fyrsta ári í öðrum háskóladeildum. Hefði rannsóknarverkefnið verið eðlilega metið til BS- gráðu myndu viðkomandi hafa rétt til þess að hefja þegar meistaranám, sem verður að telja mun eðlilegra. Þetta á meðal annars við um líffræðideild Háskóla Islands. Samanburðurinn er sláandi. Líffræðinemi getur hafið meistaranám í læknavísindum við lækna- deild eftir þriggja ára nám sitt eins og eðlilegt er þar sem viðkomandi hefur BS-gráðu. Vitanlega stendur honum jafnframt til boða að hefja meistaranám í líf- fræði. Læknanemar eiga það undir náð og miskunn hvort og hvernig þeir fá viðurkenningu á námi sínu. NÚVERANDI BS-GRÁÐA Það hefur hamlað umræðu um þessar einföldu umbætur í læknadeild að undanfarna áratugi hefur nokkur fjöldi læknanema slegið hefðbundnu námi sínu á frest í eitt ár til rannsókna. Mun það hafa verið gert í fyrsta skipti skömmu eftir 1970 og var þá viðkomandi veitt BS-gráða fyrir vikið. Hefur þessi háttur Iöngum verið hafður á síðan. Ekki er efitt að skilja hvers vegna stofnað var til þeirrar BS-gráðu en ekki meistaraprófs í upphafi. Upphafið má einfaldlega rekja til þess tíma þegar framhaldsnám við Háskóla Islands þekktist varla og enn voru fimmtán ár þangað til fjórða árs rannsóknar- verknum var komið á við deildina. MEISTARAPRÓFIÐ ER FRAMTÍÐIN Það á einnig erindi í þessa umræðu að þróunin hefur óumræðanlega verið í þá átt að læknanemar geri aðeins hlé á námi sínu vegna rannsókna sem metnar eru til meistaraprófs. Ástæða er til að ætla að þróunin verði enn frekar í þessa átt með tilkomu styrkjakerfis í meist- aranámi. Ætti læknadeild að styðja þessa þróun eftir fremsta megni, bæði vegna þess að námshlé og rannsóknarvinna í heilt ár er eðlilegt að meta til meist- aragráðu og jafnframt vegna þess að BS-gráða gefur ranga mynd af umfangi slíks verkefnis. Aukinheldur er viðkomandi mun betur staddur með meistargráðu en BS-gráðu. Okkur þykir því fyrirséð að núverandi BS- gráða muni leggjast af með tímanum. LOKSINS BS-H0N0URS Að lokum er rétt að hnykkja á því að vitanlega eru núverandi handhafar BS-gráðu engu bættari þó þeim tak- ist að koma í veg fyrir það að BS-gráða fáist fyrir rannsóknarverkefni fjórða árs. Þegar hefur fengist ffam að skilgreind hefur verið gráðan BS-honours fyrir þennan hóp og umfangsmeiri rannsóknarverkefni sem þó duga ekld til meistaraprófs. Kemur hún í stað „gömlu“ BS-gráðunnar. Óvíst er hins vegar hvort að hlutur þeirra sem hafa „gömlu“ BS-gráðuna verði noklcuð réttur þrátt fyrir þetta. Það getur þó aldrei orðið aðalatriði málsins. Ef læknadeild hefur ekki virt verkefni þeirra að verðleikum á það ekki að leiða til þess að önnur rannsóknarverkefni séu vanmetin. 88 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.