Læknaneminn - 01.04.1998, Síða 91

Læknaneminn - 01.04.1998, Síða 91
Eru tengsl milli menntunar og kransæðasjúkdóma? Maríanna Garðarsdóttir Þetta greinarkorn er umfjöllun um 4. árs rannsókn- arverkefni, sem unnið var í maí 1997 undir leiðsögn Þórðar Harðarsonar prófessors í lyflækningum, Guðmundar Þorgeirssonar yfirlæknis á lyflækningadeild Landspítala, Helga Sigvaldasonar verkfræðings og Nikulásar Sigfússonar yfirlæknis við rannsóknarstöð Hjartaverndar. HJARTASJÚKDÓMAR OG MENNTUN - HVERSVEGNA? Mikið hefur verið fjallað um erfðir að undanförnu í tímaritum og fjölmiðlum. Tengsl erfða og langvinnra sjúkdóma eru mörgum hugleikin, sem og áhrif umhverfis á þá. Hjarta- og æðasjúkdómar hafa ekki síst verið undir smásjánni, því í flestum löndum heims eru þeir leið- andi dánarorsök og þar af eru kransæðasjúkdómar stór þáttur. A Islandi árið 1990 töldust hjartasjúkdómar rúmlega þriðjungur dánarorsaka og algengasta dánarorsökin (1) Erlendis hefur samband þjóðfélagsstöðu lengi verið þekkt (2-7). Fyrr á þessari öld voru hjartasjúkdómar mun algengari hjá þeim sem betur voru stæðir (6, 8- 10), en nýlegar rannsóknir í Norður-Evrópu og í Bandaríkjunum hafa sýnt að þessu horfir nú öðruvísi við. Mörgum rannsóknum hefur verið lýst þar sem komið hefur fram öfugt samband þjóðfélagsstöðu og dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma (2, 3, 5, 6, 8, 9, 11), og hefur hærri dánartíðni fylgt minni menntun. Niðurstöður þeirra rannsókna hafa jafnvel gefið til kynna að samband þetta fari vaxandi hin síðari ár (2, 8, 10, 12), þannig að bilið mili hinna ólíku menntahópa Höjundur er l&knanemi á 6. ári. hafi aukist. Áður hefur verið rannsakað samband menntunar og áhættuþátta kransæðasjúkdóma, þar sem almennt var íyrir hendi öfugt samband áhættuþátta og menntunar (4). I þeirri rannsókn var ekki gerð úttekt á raun- verulegri þýðingu þessa sambands, þ.e.a.s. áhrif þess á dánartíðni. Því hefur löngum verið haldið fram að stéttaskipting- ar gæti minna hér á landi en annars staðar í hinum vestræna heimi og félagslegur jöfnuður sé almennur, ekki síst með tilliti til sjúkdóma. Því lék forvitni á að kanna hvort munur væri á dánartíðni ólílcra mennta- hópa á Islandi og hvort sá munur gæti hugsanlega skýrst að miklu eða öllu leyti af breytilegu vægi áhættu- þátta hinna ólíku menntahópa, eða hvort menntun sem slík hefði sjálfstæð áhrif á dánartíðni af völdum kransæðasj úkdóma. HVERNIG VORU ÁHRIF MENNTUNARINNAR METIN? Rannsókn þessi var hluti af hóprannsókn Hjartaverndar. Hóprannsókn Hjartaverndar var hleypt af stokkunum árið 1966 og er ein af viðamestu þýðis- rannsóknum í heimi. Einstaklingar í þeim hluta rannsóknarinnar sem tók til rannsóknar okkar voru fæddir á fyrstu fjórum áratugum aldarinnar og voru þeir búsettir í Reykjavík og nágrannabyggðarlögum við upphaf rannsóknarinnar. Alls var um þrjátíu þúsund manns boðin þátttaka í upphafi en um tuttugu þúsund karlar og konur tóku þátt í rannsókninni að minnsta kosti einu sinni. Rannsókn okkar tók til þeirra sem mættu í fyrsta sinn, en rannsóknin hefur farið fram á fimm stigum alls og hafa sumir hópanna verið rannsakaðir oftar en einu sinni (13, 14). Meðalaldur þátttakenda við fyrstu heimsókn var rúmlega fimmtíu LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg. 89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.