Læknaneminn - 01.04.1998, Síða 97

Læknaneminn - 01.04.1998, Síða 97
Genalækningar um aðferðum verður sjaldan innlimun gens í litninga og henta slíkar aðferðir því illa til meðferðar á vefjum þar sem frumur eru í sífelldri skiptingu, en geta hins vegar gagnast þegar um er að ræða vefi eins og vöðva og tauga- vef sem eltki eru í skiptingu. Aðferðum til að flytja gen inn í frumur má skipa í þrjá flokka; eðlisrænar, efnafræðilegar og líffræðilegar aðferðir (tafla 1) (1,2). Eðlisrænar aðferðir beinast að því að þvinga DNA inn í umfrymi. Þetta er t.d. gert með örsprautun (microinjection) á DNA inn í frumur eða með því að skjóta DNA húðuðum málmkúlum inn í frumur með genabyssu (particle bombardment). Með örsprautun er aðeins ein fruma sprautuð í einu, en DNA skot genabyssunnar dreifast til nolckurra frumna í hverju skoti. Þessar aðferðir eru því ekki nógu afkasta- mildar þegar flytja á gen inn í margar frumur, en örsprautun kemur sér vel við markvissan genaflutning inn í eina ákveðna frumu, t.d eggfrumu. Með enn annarri aðferð, rafgötun (electroporation) er búið til rafsvið í frumurækt þannig að göt myndist á frumu- himnur sem DNA getur sveimað inn um. Fáar frumur lifa þó þessa meðhöndlun af sem gerir það að verkum að ekki er hægt að færa frumur inn í líkama sjúldings eftir slíka meðferð. Innlimun DNA í litninga er fátíð með eðlisrænum aðferðum og takmarkar það notagildi þeirra við genalækningar. Með efnafræðilegum aðferðum er reynt að skapa aðstæður í frumurækt þannig að frumurnar taki auðveldar upp DNA. DNA myndar til dæmis stóra kekki með kalsíumfosfat úrfellingum, en frumur taka DNA upp á þessu formi greiðar en ella. Þó er það oft aðeins ein af þúsund frumum sem tekur upp erfðaefnið. Skilvirkara er að setja DNA í lausn með jákvætt hlöðnum fitusýrum. Fitusýrurnar mynda þá lípósóm þar sem jákvætt hlöðnu hausarnir bindast neikvætt hlöðnu kjarnsýrunum, en fitusýruhalarnir gera um frumuhimnuna mögulega. Með þessum hætti geta 50-100% frumna tekið upp eríðaefnið, en innlimun í litn-inga er sjaldgæf. Hvorki eðlisrænar né efnafræðilegar aðferðir þykja nógu skilvirkar til að genalækningar séu árangursríkar og því beina flestir núorðið sjónum sínum að Iíffræðilegum aðferðum, en þær byggja á notkun erfðabreyttra veira. Veirur eru hagnýtar sem genaferjur þar sem þeirra lífs- ferli byggir á að koma erfðaefni sínu inn í frumur og að gen þeirra séu þar tjáð. Flutningur með hjálp veira er þó flóknari en áður nefndu aðferðirnar þar sem hér er um líffræðileg kerfi að ræða. Flest flutningskerfin hafa verið þróuð með adenóveirum eða víxlveirum (retro- viruses), en adenótengdar veirur, herpes simplex og fleiri veirutegundir hafa einnig verið reyndar. Adenóveirur Adenóveiran er DNA-veira með 36 lcb tvístranda línulegt DNA. Veiran sýkir aðallega þekjufrumur öndunarfæra og hefur því íyrst og fremst þróast sem in vivo meðferð, sérstaklega við cystic fibrosis (1,4). Til þess að mynda virkt og hættulaust flutningskerfi þarf að framleiða veiru sem eftir flutning í frumu getur tjáð það gen sem hún hefur verið erfðabreytt með, en ekld fjölgað sér og sýkt aðrar frumur. Með því augnamiði er smíðuð genaferja sem inniheldur öll gen adenóveiru, nema gen eins og E1 sem eru nauðsynleg til að veiran geti fjölgað sér. I stað E1 er komið fyrir því geni sem ætlun er að tjá. Adenóveirugenaferjan er svo inn- leidd inn í sérstakar frumur, sem eru erfðabreyttar þann- ig að þær tjá E1 genið. Þannig eru öll nauðsynlegu veiruprótínin tjáð innan frumunnar og þá geta mynd- ast nýjar veirur sem innihelda hið utanaðkomandi gen, en eru án El. Þessar veirur eru svo notaðar til að flytja gen inn í frumur sem á að erfðabreyta (5). Helstu kostir adenóveirugenaferja eru að þær má framleiða í afar háum títer (1011 veirur/ml) og þær sýkja frumur hvort sem þær eru í skiptingu eða ekki. En sýkingar með adenóveirum valda hins vegar oft bólgu- og öðrum ónæmissvörunum (5,6) og auk þess innlimast adenóveirugen eldd í litninga hýsilfrumu og tapast því smám saman úr frumunum. Því eru endurteknar sýkingar nauðsynlegar til að viðhalda genatjáningu. Kostur þess að nota kerfi þar sem innlimun í hýsillitn- ing á sér ekki stað er að engin hætta er á að skemma gen frumunnar (insertional mutagenesis). Víxlveirur Víxlveirur eru RNA-veirur sem auk erfðaefnis inni- halda víxlrita (reverse transcriptase) og integrasa. Eftir innleiðslu í frumur er RNA veirunnar víxlritað yfir á tvíþátta DNA sem integrasinn sér um að líma inn í lit- ning hýsilfrumu og síðan eru veiruprótínin tjáð. Víxlveirur eru þrenns konar, spúmaveirur, onkóveirur og lentiveirur. Flestar víxlveirur sýkja aðeins frumur sem eru í skiptingu, en lentiveirur búa yfir þeim mikils- verða hæfileika m.t.t. genalækninga að sýkja frumur hvort sem þær eru í skiptingu eða ekki (7). I flokk LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg. 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.