Læknaneminn - 01.04.1998, Blaðsíða 112

Læknaneminn - 01.04.1998, Blaðsíða 112
ónæmiskerfis músa í pneumokokkasýkingum. Lengri drápsvirkni CRO miðað við PCN má líklegast rekja til lengri Tl/2 þess. Niðurstöðurnar varpa frekara ljósi á mismunandi lyfhrif sýldalyfja milli hjúpgerða og milli sýkingarstaða, sem geta haft klíníska þýðingu við mat á bestu sýklalyf- jameðferðinni. Ahrif reykinga á myndun gigtarmótefna og framvindu iktsýki Birna Björg Másdóttir^. Þorbjörn Jónsson^, Arnór Víkingsson^, Valdís Manfreðsdóttir^, Helgi Valdimarsson^. 1LHÍ, ^Rannsóknarstofa í ónæmisfræði, Lsp. Inngangur: Iktsýki (rheumatoid arthritis, RA) er krónískur bólgusjúkdómur sem aðallega leggst á liði. Algengi sjúkdómsins er um 1-2%. Orsök RA er ekki þekkt en talið er að samspil erfða, umhverfis og hormóna stuðli að myndun hans. Reykingar hafa Iegið undir grun sem einn umhverfisþáttanna. Gigtarmótefni (rheumatoid fac- tors, RF) beinast gegn Fc hluta IgG mótefna og finnast hækkuð í sermi u.þ.b. 75% sjúklinga með iktsýki. Rannsóknir hafa bent til að reykingamenn séu líklegri til að hafa hækkun á RF og til þess að fá RA. í þessum rannsóknum hefúr RF einungis verið mælt með kekkjunarprófi sem greinir aðal-lega IgM RF. Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til þess að það sé helst IgA RF sem tengist slæmum horfum í RA. Markmið þessarar rannsóknar var því að kanna tengsl reykinga og RF undirflokka (IgM, IgG og IgA) hjá konum með RA og áhrif á framvindu sjúkdómsins. Efniviður og aðferðir: Urtakið var 63 konur með RA, sem voru í meðferð hjá gigtar-sérfræðingum Landspítalans. Konurnar voru boðaðar á göngudeild Landspítalans þar sem lagður var fyr*r þær spurningalisti. Var m.a spurt um sjúkdómslengd, reykingasögu og lyfja-notkun vegna RA. Til þess að meta alvarleika sjúkdómsins var lagt fyrir konurnar færnismat (HAQ), gripkraftur mældur og einnig spurt um gerviliða- og sinaaðgerðir. Liðeymsli og liðbólgur voru metnar, og kannað hvort liðskekkjur eða gigtarhnútar væru til staðar. Blóð var dregið til rannsóknar á RF. Notuð var ELISA aðferð til að mæla magn IgM, IgG og IgA RF í blóðsýnunum. Niðurstöður: Af RA sjúldingunum voru 32 RF jákvæðir en 31 RF neikvæður. Þær konur sem voru með hækkun á RF voru með marktækt meiri liðskekkjur (p=0,0005) og oftar með gigtarhnúta (p<0,0001). í ljós kom að konur sem höfðu reykt mikið (20 pakkaár) voru marktækt oftar með gigtarhnúta og höfðu minni færni (HAQ) og minni gripkraft heldur en þær sem minna reyktu eða aldrei höfðu reykt. Jafnframt kom í ljós jákvæð fylgni milli fjölda pakkaára og magns IgM RF (p=0,04) og IgA RF (p=0,03) en ekki IgG RF. Einnig voru konur sem reyktu þegar iktsýkin gerði vart við sig með marktækt meira af IgM RF (p=0,03) og IgA RF (p=0,01) í blóði og oftar með gigtarhnúta (p=0,02) en þær sem ekki reyktu. Ályktun: Þessar niðurstöður benda til þess að stórreykingamenn fái verri iktsýki og að reykingar hafi þannig áhrif á framvindu sjúkdómsins. Einnig virðast reykingar örva framleiðslu IgM RF og IgA RF. To be or not to be: a paradigm,that is the question Dagur B. Eggertsson^. Reidar K. Lie M.D., Ph.D^. * School of Medicine, University of Iceland, ^Department of philosophy, University of Bergen. This paper is in the field of philosophy of science and focuses on accumulation and development of knowledge on circulatory control and heart contraction. It is an analysis of a debate that took place in the Journal of Cellular Cardiology. It started by an editorial initia-tive by A.M. Katz a distinguished doctor in the field of cardiology research. The focus of his paper was to use Thomas S. Kuhn's terms of paradigm to shed a light on the history of scientific achievement within the field of circulato- ry control. Katz's analysis is based mainly on two elements. His historical perspective or idea of how science progress on one hand and his idea of Kuhn's theory of Scientific rev- olutions and his use of the concepts and ideas which it introduced on the other hand. Katz can be criticised or confronted on both points. The criticism of Katz's use of the concept of paradigm and Deppert et al's response to him leads us to a point were we recognise that the criticism on the unclear meaning of para-digm and the weak analytical force of "the physicalistic-reductionistic" under- standing of the paradigm can both be directed against Kuhn's bookThe Structure of Scientific Revolutions and his introduction of the concept(s) of paradigm(s). After a reconstruction of Katz account of the history of cardiological regulation research we can unsolve "the revolutionary pattern" or paradigm-shift according to Kuhn’s theory. Even so, we put forward a rival explanation. It seems that Lakatos' theory of research programmes manages to account for our main point; the revolu- tionary pattern adapted from Kuhn as well as the notion of continuity in science stressed by Katz and Deppert et al. general methodological point on "the physicalis- tic-reductionistic" approach. NB. This article is written in the customary style of a philosophical paper, rather than a scientific paper with the section's introduction, methods, results and discus- sion. Afleiðingar mjaðmar- og hnégerviliðasýkinga Einir lónsson^, Brynjólfúr Mogensen^, Már Kristjánsson^. ^LHÍ, ^Bældunarlækningadeild SHR, ^Lyflækningadeild SHR. Inngangur: Gerviliðaaðgerðir á mjöðm og hné eru mjög hagkvæmar fyrir þjóðfélagið og auka mikið vellíðan sjúklinga (Rorabeck et al 1994). Tíðni djúpra sýkinga eftir þessar aðgerðir er um 1-2% (Rand et al 1986) en eru mjög erfiðar viðureignar og þjóðfélaginu dýrar. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvernig til hefur tekist við að lækna þessar gerviliðasýkingar í mjöðm og hné á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Efniviður: Notað var tölvukerfi SHR til að finna sjúkraskýrslur þeirra sjúklinga sem greinst höfðu með sýkingu í mjaðmar- eða hnégervilið á árunum 1986-1995 (ICD 996.6). Safnað var saman upplýsingum úr þeim skýrslum sem uppfylltu það megin- skilyrði að djúp sýking hefði að fúllu verið sönnuð með ræktun á sýklinum/sýklunum úr liðvökva, bein-, vefja- eða synovial biopsiu úr liðunum. Niðurstöður: A ofangreindu tímabili greindust 23 sýkingar í gervilið í mjöðm eða hné. Meðalaldur sjúklinga sem fór í gerviliðaaðgerð var 67 ár (46-83). Meðaltími frá aðgerð þar til sýking uppgötvaðist var 4 ár og 9 mánuðir (2 dagar - 18 ár). Meðalfjöldi sýkingaraðgerða var 2,3 (0 - 5), röntgenrannsókna um 13 (3 - 30), blóðrannsókna um 27 (10 - 100) og meðallegutími 53 dagar (7 - 105). Allt vegna sýkinga í gervilið. Fimm fyrstu aðgerðir höfðu verið gerðar á LSP og tvær af þeim gengu eðlilega fyrir sig en upplýsingar um hinar vantar. Einn gekkst undir aðgerð á FSA og 17 á SHR og þær allar gengið vel. Tveir af þessum sjúkl-ingum sýktust strax í fyrstu legu. Ekkert sérstakt var með sjúklingana 23 sem hefði getað gert þá frekar útsetta fyrir sýkingu nema hvað tveir voru með iktsýki og hjá einum urðu skurðör þess valdandi að hann fékk húðnecrosu og sýktist af þeim sökum. Allir sjúklingarn- ir þurftu að gangast undir aðgerð eða aðgerðir vegna sýkinga fyrir utan einn sem læk- naðist með sýklalyfjum einum saman. Alls ræktaðist staph. epidermitis hjá 12, staph. aureus hjá 6 og corynebacterium hjá fjórum. Þrír greindust með streptococ- casýkingar og fimm höfðu blandaðar sýkingar af ofantöldum bakteríum. Vancomycin var mest notaða sýklalyfið. 15 sjúklingar fengu lækningu, að því er virðist, með nýjum gervilið. Fjórir enduðu með engan lið og þrír með staurlið. Umræða: Mjaðmar- og hnégerviliðasýkingar eru óalgengar en mjög erfiðar viðureignar. Þær eru sjúklingunum mjög erfiðar og lokaárangurinn yfirleitt mun lakari en eftir vel heppn-aða gerviliðaaðgerð. Aukakostnaður þjóðfélagsins vegna sýkinganna er margfaldur miðað við eðlilega fyrstu aðgerð. Hugsanlega mætti fækka sýkingum með enn harðari skimun sjúkl-inga fyrir aðgerðir. Skammtíma og langtímaárangur offituhópmeðferðar á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði 1992-1995 Eirfkur Orri Guðmundsson^, Sigurbjörn Birgisson^. ^LHÍ, ^Rannsóknarstofa Jónasar Kristjánssonar, Heilsustofnun NLFÍ, Hveragerði. Inngangur: Offita er ört vaxandi sjúkdómur sem hrjáir um þriðjung einstaklin- ga í vestrænum löndum. Offita ein sér er áhættuþáttur ýmissa sjúkdóma og hún dre- gur úr lífslíkum og lífsgæðum. Til að megrun gagnist þarf Iangtímaárangur að nást. Langtímaárangur flestra megrunaraðferða er lélegur, en mjög fáar langtí- marannsóknir hafa verið birtar um árangur offitumeðferðar og engin slík rannsókn hefúr verið gerð á íslandi. Á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði (HNLFÍ) hefur verið starfrækt markviss hópmeðferð offeitra einstakl-inga frá því haustið 1992 þar sem 110 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.