Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1998, Qupperneq 116

Læknaneminn - 01.04.1998, Qupperneq 116
Er berkjubólga á undanhaldi á Islandi? Orri Ingþórssonú Þorsteinn Blöndal^, Björn Einarsson^, Pálmi V. Jónsson^, Nikulás Sigfússon^. *LHÍ, ^Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, ^Hjartavernd. Markmið rannsóknar: Langvinnir teppusjúkdómar eru algengir og valda oft veikindum og fjarvistum frá vinnu. Markmið rannsóknarinnar var að meta algengi langvinnrar berkjubólgu á íslandi og tengsl hennar við reykingar, kyn og tíma (ald- ur). Efniviður og aðferðir: Úrtakið var 12.416 karlar og 12.577 konur úr þjóðskrá 1. september 1966, búsett í Reykjavík og nágrenni. Karlar voru fæddir 1907 til 1934. Konur voru fæddar 1908-1935. Fólkið var boðað til skoðunar í fimm (I-V) áföng- um á tímabilinu 1967-1991. Úrtakinu var skipt í 5 Hópa (A-E). B var skoðaður aft- ur og aftur, alls 5 sinnum. Hópar C, A, D og E voru skoðaðir aðeins einu sinni en á sama tíma og B í áfanga II-V. Hugmynd okkar var að bera saman hóp B annars veg- ar, sem segja má hafi orði bæði fyrir áhrifum frá rannsókn og samféiagi og hins veg- ar “ekki-B” sem eingöngu var útsettur fyrir samfélagsáverkan á tímabilinu. Gögnin voru unnin í SPSS og Excel. Niðurstöður: Niðurstöðurnar sjást í töflu 1 og 2. Reykingavenjur höfðu sterkara forspárgildi fyrir berkjubólgu en pakkaár. Hjá körlum sem reyktu sígarettur var lang- vinn berkjubólga 4,38 sinnum algengari en hjá þeim sem ekki reyktu. Hjá konum sem reyktu sígarettur var berkjubólga 3,56 sinnum algengari. Talla nr. 1. Algcngi langvinnrar berkjubólgu hjá körlum og konum í B. Áfangi Hópur Algcngi LB karlar Algcngi slgarcttu- reykinga karla Pakkaár hvers áfanga, karlar (meðaltal) Algengi LB konur Algengi sigarettu- reykinga kvenna Pakkaár hvcrs áfanga, konur (meðaltal) I B 5,82% 36,40% 7,60 5,31% 43,99% 6,51 III B 4,96% 25,31% 7,17 2,66% 35,21% 7,07 V B 3,25% 16,11% 6,12 4,31% 25,82% 6,65 Tafla nr. 2 Algengi langvinnrar berkjubólgu, sígarcttureykinga og meðal pakkaár hjá körlum og konum í hópi B, A og E. Áfangi Hðpur Algengi LB karlar Algcngi sígarettu- reykinga karla Pakkaár hvers áfanga, karlar (meðaltal) Algengi LB konur Algengi sfgarcttu- reykinga kvenna Pakkaár hvers áfanga, konur (meðaltal) I B 5,82% 36,4% 7,60 5,31% 43,99% 6,51 III A 4,73% 27,98% 7,31 3,21% 36,77% 7,62 V E 4,75% 19,82% 7,06 4,34% 28,67% 7,93 LB = langvinn berkjubólga Efnisskil: Algengi berkjubólgu og reykinga lækkuðu í báðum rannsóknarhópun- um eftir því sem nær leið okkur í tíma en pakkaár ýmist hækkuðu eða lækkuðu. Al- gengi LB og síga-rettureykinga lækkaði meira í hópi B en í ekki-B. Túlkun okkar er að með minnkandi reykingum hafi einkenni um berkjubólgu gengið til baka. Með því að athuga eingöngu þá sem héldu áfram að reykja mætti renna stoðum undir þá kenningu. Reykingar eru taldar megin orsök berkjubólgu. Þessar niðurstöður falla vel að þeirri kenningu en aðrar orsakir sem skipt geta máli eru loftmengun og starfsgrein. Axlarliðhlaup og tognanir Ólafur Sigmundssonú Brynjólfur Mogensen^. *LHÍ, ^Slysa- og bráðamóttaka SHR. Inngangur: I öxlinni eru 3 liðir hvorumegin sem allir geta tognað eða farið úr lið. Þeir eru axlarliður (AL) (articulatio humeri), axlarhyrnuliður (AHL) (articulatio acromioclavi-cularis) og viðbeinsliður (VBL) (articulatio sternoclavicularis). í Svíþjóð eru það 1,7% sem hafa einhverntíma farið úr AL (Hovelius 1982). Nýgengi (incidence) liðhlaupa í öxl hjá íslendingum er óþekkt. Tilgangur þessarar rannsóknar er að meta nýgengi liðhlaupa og togn-ana í öxl hjá Reykvíkingum árin 1990 og 1991. Einnig að kanna orsakir, meðferð og árang-ur meðferðar á liðhlaupi á AL. Efniviður og aðferðir: Skoðuð voru tölvukort allra þeirra sem áttu lögheimili í Reykjavík og komu á Sjúkrahús Reykjavíkur árin 1990 og 1991 vegna liðhlaupa eða togn-ana í öxl. Þeir sem höfðu áður farið úr AL voru ekki teknir með. Reynt var að hafa samband símleiðis við alla þá sem höfðu farið úr AL í fyrsta sinn árin 1990 og 1991. Bréf voru send á Landakot, Landspítala, Sjúkrahús Akureyrar, Sjúkrahús Egilstaða og Sjúkrahús Isa-fjarðar. Spurt var um hvort einhver með lögheimili í Reykjavík hefði komið vegna liðhlaups í öxl á árunum 1990 eða 1991. Niðurstöður: Á Sjúkrahús Reykjavíkur (Borgarspítalann og Landakot) og Landspítalann komu samtals 59 sjúklingar með liðhlaup og 8 með tognanir í öxl. Liðhlaup í AL voru 49 og tognanir í AL voru 5. í AHL voru 9 með liðhlaup og 2 með tognanir. í VBL var 1 með liðhlaup og 1 með tognun. Heildarnýgengi fyrstu liðhlaupa í AL árin 1990 og 1991 hjá Reykvíkingum var 25/100.000 persónuár. í aldurshópnum 15-19 ára var nýgengið 42/100.000 persónuár, hjá 65-69 ára var það 73/100.000 persónuár, hjá 70-74 ára 77/100.000 persónuár og hjá 80-85 ára var nýgengið 130/100.000 persónuár, en þetta eru þeir aldurshópar þar sem flestir fóru úr AL. Af 49 með AL liðhlaup fóru sex úr liðnum við íþróttaiðkun, við fall á jafnslét- tu 23 og fimm í umferðarslysum. Þetta voru þrjár algeng- ustu orsakirnar fyrir liðh- laupi í AL. Af þeim sem fóru úr AL voru 30 eldri og 19 yngri en 45 ára. Þrír voru með kurlbrot í nærenda eða brot um brotháls (collum chirurgicum) upphandleggjar samhliða liðhlaupi í AL. Þar var hægt að hafa samband í síma við 27 af 49 sem fóru úr AL í fyrsta sinn. Fjórir höfðu farið aftur úr liðnum, þeir voru 12 ára, 20, 21 og 22 ára þegar þeir fóru úr AL í fyrsta sinn. Af þeim 27 sem náðist í voru átta sem sögðust vera mjög góðir í öxlinni og einkennalausir. Sex sögðust vera góðir, 7 sæmi- legir og 4 lélegir. Umræða: Samtals var fjöldi áverka 67, þar af voru 88% liðhlaup og 12% tog- nanir. Af heildarfjölda liðhlaupa í öxl var hlutfall liðhlaupa eftirfarandi: í AL voru fremri liðhlaup 78,0%, aftari liðhlaup 1,7%, neðri liðhlaup 3,4%, liðhlaup í AHL 15,2% og liðhlaup í VBL 1,7%. Þetta eru sambærilegar tölur og hjá Rockwood og Green 1991. í AL liðhlaupunum er hlutfallið karlar/konur 1,72. Áður hefur verið sýnt fram á að tvöfalt fleiri karlar en konur fara úr AL (Rowe 1988). I okkar rannsókn er hlutfall eldri einstaklinga hærra en hjá öðrum (Rowe 1988). í þessari rannsókn fengu 4 (14,8%) endurtekið liðhlaup í AL af þeim sem náðist símasam- band við. Þeir voru allir ungir og kemur það vel heim við það að aldur vegur einna mest varðandi hve líklegt er að fá endurtekið liðhlaup. Tíðni fylgilcvilla hjá hjólastólsbundnum, mænusködduðum einstaklingum Óskar Ragnarssonú Alma Harðardóttir^, Guðmundur Geirsson^. ^LHÍ, ^Þvagfæraskurðdeild SHR. Inngangur: Það eru ekki nema rétt rúm 50 ár síðan að einstaklingum sem hlotið höfðu mænuskaða var vart hugað líf. Fylgikvillar sem fylgdu í kjölfarið voru á þeim tíma óviðráðanlegir og drógu menn til dauða, oftast á mjög skömmum tíma. Þvagfærasýkingar og nýrnabilun voru algengustu dánarorsakirnar. Með bættum meðferðarúrræðum hafa framtíðarhorfur mænuskaðaðra tekið stakkaskiptum. Fylgikvillarnir valda þó enn miklum óþægindum fyrir hinn mænuskaðaða, lengja dvöl hans á sjúkrastofnunum, tefja fyrir endurhæfingu og kosta heilbrigðiskerfið mikið. Markmið: Að kanna faraldsfræði mænuskaða á íslandi. Athuga tíðni algengra fylgikvilla á bráða- og endurhæfingarstigi annars vegar og við útskrift hins vegar. Kanna hvort reglubundið læknisfræðilegt eftirlit geti bætt stöðu mænuskaðaðra. Ólíkt því sem þekkist víða erlendis hefur ekkert reglubundið læknisfræðilegt eftirlit verið haft með hjólastólsbundnum mænusköðuðum á íslandi að endurhæfingu lokinni. Aðferðir: Sjúkraskrár allra þeirra sem hafa hlotið mænuskaða í slysum á íslandi á árunum 1973-1996 og bundist vegna þess hjólastól voru skoðaðar. Um er að ræða 48 einstaklinga. Leitað var eftir faraldsfræðilegum upplýsingum og algengum fyl- gikvillum eins og þvagfærasýkingum, legusárum, blóðtöppum í fót og lungu og lungnabólgum. Spurningar um fylgikvilla voru lagðar fyrir 35 einstaklinga með við- tali. Spurt var um þvagfæravanda-mál, þrýstingssár, blóðtappa og lungnabólgur eftir útskrift svo og um einkenni autonomous dysreflexiu. Ástand neðri hluta þvagfæra var metið hjá 27 einstaklingum með uro-dynamiskum rannsóknum (vatnscys- tometriu og vöðvarafritun). Ástand efri hluta þvagfæra var metið hjá 22 einstak- lingum með röntgenrannsóknum. Niðurstöður: Faraldsfræði: Frá árinu 1973 hafa 48 einstaklingar mænuskaðast í slysum á íslandi og bundist hjólastól, 13 konur (27%) og 35 karlar (73%). Frá þeim tíma hafa 5 látist. 1973-1981 slösuðust að meðaltali 3,1 á ári (meðalaldur 29 ár) en 1,3 á árunum 1982-1996 (meðalaldur 36 ár). 43% slasast milli tvítugs og þrítugs. Umferðarslys er algengasta orsök mænuskaða (61%), þar á eftir koma föll (27%) og högg (6%). Fvlgikvillar á bráða og endurhæfingastigi: Allir fengu þvagfærasýkingu, 29% legusár, 17% blóðtappa í fót, 10% lungnablóðrek og 12% lungnabólgu. Fvlgikvillar eftir útskrift: Helmingur fær 1-4 þvagfærasýkingar á ári, fjórðungur sjaldnar, fjórðungur oftar. Þvagfærasýkingar með hita eru sjaldgæfar. 54% hafa fengið þrýstingssár, þar af hafa 63% þurft kirurgiska meðferð vegna þeirra. Af þeim sem eru með skaða ofan við T-6 hafa 58% upplifað einkenni autonomous dysreflex- 114 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1998, 51. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.