Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 FRÉTTIR HVERNIG GEKK HEYSKAPURINN? Rétt fóðurgjöf er forsenda þess að ná hámarksárangri í mjólkur- framleiðslu. Pantaðu heygreiningu og ráðgjöf hjá Líflandi í tæka tíð Skannaðu kóðann fyrir nánari upplýsingar Matvælastofnun hefur kært bændur á tveimur bæjum í Mið- firði fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis. Hafði þeim verið gert að afhenda stofnuninni kindur sem þeir fengu frá Urriðaá, þar sem allt fé var skorið niður vegna riðutilfellis sem var staðfest í hjörðinni. Daníel Haraldsson, héraðs- dýralæknir norðvesturumdæmis Matvælastofnunar, segir að samkvæmt þeirra heimildum sé um að ræða 14 kindur á Neðra- Núpi og lömb þeirra, en einn hrút á Barkarstöðum. „Við förum fram á að bændur afhendi allt fé og þeirra afkomendur, sem hafa verið á Urriðaá eftir haustið 2020, hvort sem það er fleira eða færra fé en lýst er eftir. Heilsu dýra stefnt í hættu Álítur Matvælastofnun að með því að hafna því að afhenda féð, stofni bændurnir ekki aðeins heilsu dýra sinna í hættu heldur einnig heilsu sauðfjár í eigu annarra sem hefur samgang við þeirra fé. Samkvæmt dýrasjúkdómalögum sé refsivert að brjóta gegn fyrirmælum gefnum samkvæmt lögum. Forsaga málsins er að Matvæla- stofnun féllst á andmæli bænda í maí við því að afhenda gripina á sauðburðartíma. Í lok maí náðist samkomulag við flesta sauðfjárbændur í Miðfjarðar- hólfi um að afhending á gripum sem voru komnir frá Urriðaá yrði ekki síðar en 19. júní. Grunsamlegar kindur Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur Matvælastofnunar, segir að andmælin sem komu síðar frá bæjunum tveimur hafi snúið að þeirri skoðun Matvælastofnunar að telja fullfrískar kindur „grunsamlegar“ í skilningi reglugerðar um útrýmingu á riðuveiki. Í reglugerðinni komi fram að Matvælastofnun sé heimilt á hvaða árstíma sem er að fyrirskipa förgun kinda sem sýktar eru af riðu eða teljast „grunsamlegar“. Í andmælunum hafi því verið haldið fram að til að kind teljist „grunsamleg“ þurfi hún að sýna einkenni sjúkdómsins. Það hafi ekki verið hægt að fallast á þessi rök og bændum bent á að fyrir hendi væri grunur um að þessar tilteknu kindur væru hugsanlega sýktar af riðu og þær teldust þar með grunsamlegar. Einar segir að þær hefðu að sönnu ekki sýnt klínísk einkenni og vonandi væru þær ekki sýktar, en eina leiðin til þess að fá úr því skorið væri að fella þær og taka sýni úr heila. /smh Matvælastofnun: Miðfjarðarbændur kærðir Búist er við að uppskeruhorfur í kornræktinni séu ásættanlegar á landinu öllu. „Kornrækt er stunduð í öllum lands- hlutum og hefur heldur verið að aukast undanfarin ár,“ segir Eiríkur Loftsson, ráðunautur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Hann segir mest vera ræktað af byggi hérlendis. Í skýrslunni „Bleikir akrar“ – aðgerðaáætlun um aukna kornrækt er greint frá því að árið 2022 var 98% af kornframleiðslunni bygg. Það fullnægir um helmingi af innlendri eftirspurn en rúmlega 10.000 tonn af byggi er framleitt hjá bændum sem mest er notað til einkanota, sem fóður heima á bæjum. Eiríkur segir að korn í Skagafirði líti betur út í ár en á sama tíma í fyrra en það vanti hins vegar fleiri sólardaga svo kornið nái að þroskast sæmilega. „Kornið er breytilegt eftir landshlutum en einnig innan þeirra og fer að miklu leyti eftir því hvernig tókst til við sáningu í vor og tímasetningu hennar. Það korn sem sett var niður snemma lítur vel út, t.d. í Eyjafirði og Langadal, þar sem jarðvegur hjálpar einnig til með fljótan þroska. Hins vegar var í vor sums staðar á landinu bleyta og klaki í jarðvegi sem gerði mönnum erfitt fyrir við jarðvinnslu og seinkaði sáningum og sumir náðu ekki að sá því magni sem stóð til.“ Bændur hafa talað fyrir upptöku tryggingakerfis hérlendis líkt og þekkist erlendis. Eiríkur segist vera sammála þeim röddum og telur að slíkt kerfi væri til bóta. „Ef það er alvara í því að gera kornrækt að atvinnugrein hérlendis þá vissulega þyrftu kornbændur að hafa einhvers konar tryggingu í bakhöndinni þegar náttúruöflin grípa inn í, því þetta getur orðið fjári mikið tjón,“ segir Eiríkur að lokum. /ÞAG Það sem af er árlegri fundaferð Bændasamtaka Íslands með bændum um landið, hefur verið áberandi að þeir eru svartsýnir á starfsskilyrði stéttarinnar. „Það sem brennur helst á bændum er endurskoðun búvöru- samninganna,“ segir Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Hljóðið sé þungt í fólki varðandi starfsskilyrði landbúnaðarins. „Það vantar 9–12 milljarða inn í greinina til að standa undir eðlilegum fjármagnskostnaði og launagreiðslugetu. Í endurskoðun búvörusamninga er horft til þess að ekkert nýtt fjármagn er að koma inn í samningana. Menn hafa ekki ofan í sig og á og staðan er grafalvarleg,“ segir hún og bætir við að bændur á Borgarnesfundi hafi til að mynda imprað á að mögulega væri komið að því að taka upp aðferðir Frakka og mæta með haugsugur á Austurvöll til mótmæla. „Umhverfismálin standa þó jafnvel upp úr á fundunum og að sjálfsögðu nýliðunin,“ segir Vigdís. Þá hafi talsvert verið rætt um lausagöngu sauðfjár. Fundaferð Bændasamtakanna hófst 21. ágúst og var byrjað í Borgarnesi, þá haldið á Hvammstanga, í Skagafjörð, Eyjafjörð, á Breiðumýri og í Kelduhverfi. Þá var haldið austur fyrir og fundað á Eiðum. Í framhaldinu er efnt til funda á Mýrum, Kirkjubæjarklaustri, Hvolsvelli og Selfossi. Yfirreiðinni lýkur á Vestfjörðum í mánaðarlok; á Ísafirði og Patreksfirði. Sjá dagsetningar á vef Bændasamtakanna bondi.is, undir viðburðir. /sá Bændafundir: Þungt hljóð í bændum Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins: Kornið breytilegt eftir landshlutum Eiríkur Loftsson, ráðunautur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Mynd / Aðsend Nú hafa sláturleyfishafar birt sitt verð. Landsmeðaltal er 891 króna fyrir kílóið af dilkum skv. útreikn- ingum Bændasamtaka Íslands. Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhús KVH bjóða hæsta verðið fyrir dilkana, eða 903 krónur fyrir kílóið. Fjallalamb, Norðlenska og SAH afurðir borga lægsta verðið, sem verða 886 krónur. Meðalverðið fyrir kílóið af dilkum voru 748 krónur í fyrra. Meðalverðið fyrir kjöt af fullorðnum ám hefur hækkað um fjögur prósent og er 151 króna fyrir kílóið. Þar borga Fjallalamb, Norðlenska og SAH afurðir áfram lægsta verðið, eða 137 krónur, á meðan Sláturfélag Suðurlands býður best, eða 165 krónur fyrir kílóið. Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að þrátt fyrir þessa hækkun, sjái sauðfjárbændur ekki fram á viðunandi afkomu. Hann óttast að verði þetta raunin, þá verði áframhaldandi samdráttur í framleiðslu. Enn fremur segir hann undarlegt að sjá hversu lágt verð er greitt fyrir kjöt af fullorðnum ám, en þetta sé afurð sem seljist bæði vel á innanlandsmarkaði og til útflutnings. „Okkur sýnist heimsmarkaðsverð vera fjórum til fimm sinnum hærra en afurðaverð til bænda. Ekki veit ég hvernig afurða- stöðvar skýra þessa þróun,“ segir Trausti. /ÁL Hækkun 19% að meðaltali – Afurðaverð vegna sauðfjárslátrunar *) Verðsamanburður milli áranna 2022 og 2023 miða við afurðaverð fyrra árs með öllum álagsgreiðslum. 1) Reiknað afurðaverð samkvæmt verðskrá með 5% viðbót á afurðaverð sauðfjár vegna innleggs á árinu 2023 sem greitt verður 19. janúar, 2024. 2) Reiknað afurðaverð samkvæmt verðskrá með 5% viðbót á afurðaverð sauðfjár vegna innleggs á árinu 2023 sem greitt verður eftir sláturtíð. 3) Reiknað afurðaverð samkvæmt verðskrá með 5% viðbót á afurðaverð sauðfjár vegna innleggs á árinu 2023 sem greitt verður í febrúar 2024. Bærinn Urriðaá í Miðfirði. Mynd / smh Hæsta kílóverðið komið upp í 903 krónur fyrir dilka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.